1. febrúar - 01.02.1936, Síða 1

1. febrúar - 01.02.1936, Síða 1
ÚTGEFENDUR: Bindindisfélag Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, Stúkan Framsókn nr. 187 og Áfengisvarnanefnd Siglufjarðarkaupstaðar. I. árg. Siglufirði, laugardaginn 1. febrúar 1936 1. tbl. Vakna þjóð! Lag: Heil þú dásöm. Vakna þjóðl Sjá voði er fyrir höndum, vínsins máttur þig að sigra er. Vakna þjóð, og varpa af þér böndum, vanans fjötrum, sem þú ennþá ber. Horf þú móti sól og sumardegi, sigurvilji fylli huga þinn. Tak þú stefnu nýa á nýum vegi, neyt þff styrks þíns alls, og sigur vinn. Fram skal sökt. Pað birtir yfir bráðum, bjarmi þegar yfir landi rís. Beitt skal viti, vilja, þreki, dáðum, verum hugrökk, oss er sigur vís. r Afengið, vor allra versti fjandi, er svo mörg og stór oss veitti sár, það skal upprætt allt úr voru Iandi. — Aðstoð þína veit oss Drottinn hár. HANNES JÓNASSON. I. O. G. T. I. O. G. T. Stúkan Framsókn nr. 187 heldur fund í Kvenfélagshúsinu miðvikudaginn 5. febrúar n, k. D A G S K R Á : 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Innsetning embættismanna. 3. Onnur mál sem fram kunna að koma. 4. Hagnefndaratriði. RITARI. Burt með i, í dag er J. febrúar. Tíu dögum síðar en í dag, fyrir 52 árum, var stofnuð hin fyrsta stúka innan Good-Templararegl- unnar hér á landi. Hún var stofn* uð á Akureyri fyrir forgöngu ýrnsra ágætismanna þar, þar á meðal voru þeir Jón Chr. Stefánsson, timburmeistari, og Friðbjörn Steins- son, bóksali. Stofnandinn var norskur maður, Ole Lied að nafni. Hin fyrsta íslenzka stúka fékk nafnið ísafold. Pessi tímamót eru því merkileg í sögu Reglunnar hér á landi. Við fyrsta febrúar miðar hún ár sitt, þá eru gerð reikningsskil fyrir hið liðna ár, þá er tekið til athugunar hvað hefir áunnist á árinu. Pað er þvi með mikilli ánægju og glöðum, framsæknum hug, að Reglan hefir tekið höndum saman við Samband bindindisfélaga í skól- um um að gera 1. febrúar að starfs- og baráttudegi fyrir sameig- inlegt málefni. Og það því frekar, sem samherjar hennar, Bindindis- félög i skólum, hafa reynst hinir ötulustu striðsmenn fyrir bindindis- málefninU. Hér er við óvin að etja, sem er ^rfiður viðfangs, en það eru aldagamlir drykkjusiðir, trú á skaðleysi og jafnvel hollustu víndrykkju og meðfæddur þrái þjóðarinnar, eða mikils hlut'a henn- ar, við að Ieggja ekki niður skað- legar siðvenjur, jafnvel þótt aug- ljóst sé hvert tjón þær gera. í öll þau ár sem Reglan hefir starfað, hefir hún ötullega barist fyrir framgangi bindindismáLins. Stúkur hafa verið stofnaðar f nær- fellt hverri sveit á landinu, blaði. til fróðleiks og skilnings um bind- indi, hefir verið haldið út, og bæk- ur og rit hafa verið gefin út mál- efninu til stuðnings. í raun og veru má segja, að ár- angurinn af allri þessari starfsemi hafi verið góður. Púsundir karla, kvenna og unglinga hafa skipaðsér undir merki Reglunnar og unnlð þar dyggílega. Fjöldi af ágætustu áfengið. mönnum þjóðarinnar hefír unnið fyrir Regluna og beitt áhrifum sín- um henni og málefnum beonar til styrktar. En betur má ef duga skal, til þess að það takmark náist, er allir sannir bindindismenn keppa að, en það er: tíírýming alls ájengis úr landinu. Eins og sakir standa nú, er ekki að búast við því á næstu árum, að þetta komist í framkvæmd með löggjöf. En það er til önnur leið, og ef tekst að fara hana, og ná takmarkinu á leiðarenda, þá er sigurinn ennþá fullkomnari en þótt lagabókstafur hefði með valdboði hindrað innflutning á áfengi til landsins og tilbúning þess í lsnd* inu. Pessi leið er sú, að fd ijóðina sjálfviljuga til fieis að neyta ehki áfengis. Pað er í trúnni á þessa leið, trúnni á þroska þjóðarinnar og skilning á velferðarmálura hennar, að við Templarar og aðrir bind- indismenn höfum valið okkur á- kveðinn dag til þess að bera þetta mikla velferðarmál fram fyrir þjóð- ina. Við trúum því og treystum, að þjóðin vakni til fullrar með- vitundar um. að henni er hollara, andlega og líkamlega, að ganga þann veg, er við bendum á að ganga, en að þræða áfram þær sömu brautir er hún hefir þrætt f þessum efnum. brautir er leiða að lokum til fullkomins siðleysis, ó- menningar og eyðileggingar. II. í dag er 1. febrúar, Pennan dag, fyrir einu ári síðan, var áfengisflóðinu, óhindruðu og takmarkalausu að heita má, aftur veiit yfir landið. Pennan dag var „bölvunin látin út fara“, ekki til þess að hún færi inn í hús þjófa* ins eða annara afbrotamanna, heldur til þess að fara inn 1 hus saklausra barna og mæðra og allra þeirra er kveljast fyrir áhrif víns og víndrykkju. Vínið fellur í stríð-

x

1. febrúar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. febrúar
https://timarit.is/publication/664

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.