1. febrúar - 01.02.1936, Qupperneq 4
4
1. FEBRÚAR
Afengislöggjöfin o
áfen£isvarnir.
Tilkynning til skattgreidenda.
0
Eyðublöð undir skattaframtöl er nú verið að bera út til
skattgreiðenda. —: Fái einhver eigi eyðublað, er hann beðinn
vitja þess á skrifstofu bæjargjaldkera.
Skattanefndin verður til viðtals á skrifstofu bæjargjaldkera
hvern virkan dag kl. 5-~7 e. h. allan ýebníarmánuð. Verður þar
tekið á móti framtalsskýrslum og þar veitir skattanefndin upp-
lýsingar um allt það, er að framtalinu lýtur — en alls ekki
annarsstaðar eða á öðrum tíma. — Allar framtalsskýrslur skulu
komnar til nefndarinnar fyrir febrúarlok i siðasta lagi.
Hver sá skattgreiðandi, einstakir menn jafnt sem félög, sem
einhverja atvinnu reka, hvort heldur er verzlun, iðnaður, hand-
verk eða opinber starfræksla, skal láta framtali sínu fylgja greini-
legan rekslursreikning og þeir sem skuldir telja fram, skulu láta
skuldalista fylgja, eða sundurliða skuldirnar á framtalinu.
Allar þær upplýsingar, sem áhrif geta haft á skatt manna
og útsvör, ber að tilfæra greinilega á framtölunum.
Kaupgjaldsskýrslum ber atvinnurekendum að skila fyrir
janúarlok.
Siglufirði, 22. janúar 1936.
Skattanefndin.
Pegar íslendingar gerðust fyrstir
allra germanskra þjóða brautryðjendur
í útrýmingu áfengis, og samþykktu
algerð bannlög, litu binar fjölmennu
menningarþjóðir upp til smáþjóðar-
innar >úti á hala veraldar*, með
virðingu og aðdáun. Árangur bann-
laganna varð mfkill, þegar alls er
gæít og á mál það litið með viti og
sanngirni, þvi að enginn má ætla að
á fáeinum árum takist að umbreyía
aldagömlum vana og sízt að breyta
hugsunarhætti heillar þjóðar í einu
vettfangi.
Raunasaga bannsins er allri þjóð-
inni kunn og skal því eigi rakin hér.
Rar hafa togast á tvö andstæð öfl,
annarsvegar göfug og fögur menning-
arhugsjón, hinsvegar Iágsigld hvöt
dýrsins í manninum til að láta eftir
nautnafýsninni, — og á svefina með
henni hefir Iagst stundarhagsmuna-
vonin og hin kaldrifjaða fjárhyggja,
sem allt telur í aurum og krónum.
Fyrir þessum öflum hefir mörg góð
og göfug hugsjón frosið í hel. Svo
fór og um hugsjón bannlaganna’
Með lögunum frá 9. janúar 1935,
sem gengu í gildi 1. febrúar í fyrra,
eru hin síðustu slitur bannlaga þeirra,
sem heimurinn dáði oss smáþjóðina
fyrir, borin á bál og í dag er reynsla
þjóðarinnar á lögum þessum orðin
ársgömul. Bessi lög heita ekki bann-
lög heldur ájengislög og nafniö er
táknrænt. Hér skal eigi inn á það
farið hvernig lögin hafa reynst, en
aðeins bent á það, að tölur þær,
sem opinberlega hafa verið birtar um
sölu vínanna, afsönnuðu strax þá
staðhæfíngu andbanninga, að minna
yrði drukkið í landinu ef salan yrði
gefin frjáls, og að Siglufjörður sétti
landsmetið í kaupum vínanna hinn
fyrsta dag, sem saia sterkra vína var
rekin hér. Er það því sorglegra tákn
tímanna, er þess er gætt, að hér var
ekki aðkomumönnum né útlendingum
til að dreifa, og að í fyrra voru uppi
háværar raddir um lélega afkomu
manna og á rökum hyggðar, enda
þá skömmu áður verið úthlutað á
annan tug þúsunda af bæjaríé til
hjilpar þurfandi borgurum í bænum.
Það væru öfgar að halda því fram,
að bannlögin gömlu hefðu verið
gallalaus og að ástandið, meðan þau
voru f gildi, hefði verið óaðfinnan-
Iegt, en hitt væru þó enn meiri öfg-
ar ef því væri haldið fram, að allar
breytingar á þeim — og þær voru
ekki svo fáar frá þvi fyrsta — hefðu
verið til bóta, eða að ástandið eins
og það er nú eftir afnám þeirra,
væri nokkur fyrirmynd. Spánarvína-
undanþagan, sem reynslan hefir sýnt,
að fært hefir þjóðinni óútreiknanlegt
tap, en vafasaman viðskiftahagnað,
sem nú er orðinn hartnær að engu,
— hefir alið upp drykkhneigða kyn-
slóð karla og kvenna í Iandinu, og
sala sterkra vína — þótt hún kunni
í svip að gefa ríklssjóði auknar tekj-
ur, — er tvíeggjað sverð, sem snýst
fyrr en varir í hendi ríkisvaldsins og
beinist gegn þjóðinni sjálfri, því að
hverjum manni hlýtur að vera það
Ijóst, að hagnaður rikisins aj vininu
er tah bjóðarinnar og þó er það tap
miklu meira en kaldar tölurnar sýna.
Pað hefði mátt ætla, að hinir mjög
umræddu galiar bannlaganna hefðu
kennt löggjafarvsldinu að sigla fyrir
verstu blindskerin i þeim við samn-
ingu ' hinna nýju áfengislaga. Svo
virðlst þó ekki hafa orðið. Bað var
framkvæmd eldri laganna, eða nánar
sagt eftirlitið með framkvæmd þeirra,
sem varð þeím að baga, og hin nýja
áfengislöggjöf stefnir fyrir fullum
seglum á sama boðann. Peim, sem
efa þetta, skal bent á t. d. V. kafla
laganna. Ákvæði þau sem þar eru,
má telja sjálfsögð og góð, en reynsla
undanfarinnu ára hefir sýnt alltof á-
þreifanlega, að þau eru gagnslaus, ef
samfara er tómlæti og lélegur vilji
yfirvaldanna.
Það er nýmæli í lögum þessum,
að eftir þeim skal ríkisstjórnin hafa
sérstakan ráðunaut sér við hönd í
áfengismálum, og að i öllum hrepp-
um og kaupstöðum landsins skulu
vera svokallaðar áfengisvarnarnefndir.
Ráðunauturinn hefir þegar verið val-
inn, Friðrik Á. Brekkan rithöfundur
og má af honum góðs vænta. Nefnd-
ir hafa verið valdar og þ. á. m. hér.
Verksvið nefndanna er ákveðið með
reglugerð, en svo óhönduglega hefir
tekist til með reglugerðina, að hún er í
mörgum atriðum svo óljós, að nefnd-
irnar hljóta að verða í mestu vand-
ræðura með starf siít af þeini sökum.
Eitt atriði er þó vel ljóst, að nefnd-
unutn er heimilt og jafnvel skylt, að
taka til ráðstöfunar ræflana, sem rík-
isútsala vfnanna hefir gert að vand-
ræðagripum sjálfs sín og sinna nán-
ustu, og virðist það vera verk nefnd-
* fc
anna, að ráðstafa þeim,
En eitt er víst: Hversu vel sem fil
löggjafar um áfengismálin er vandað,
þá verður slíkt aldrei einhlítt. Með-
vitund þjóðarinnar ein um það, hvað
er sæmilegt og hvað er ósæmilegt,
hvað rétt og hvað rangt, er það sem
útslitum ræður í baráttu þeirri, sem
nú er þegar hafin í landinu til við-
reisnar þjóðinni i þessum efnum, en
heilbrigð og skynsamieg föggjöf er
ei að síður nauðsynleg, Sú stefna
hefir verið ofarlega á baugi með þjóð
vorri hin síðari árin, að afia hinum
sítóma ríkissjóði tekna með sem mestri
sölu áfengis. Pessi stefna er bæði
heimskuleg og skaðleg; heimskuleg,
eins og ef maður brenndi aflviðum
og hurðum húss síns, til þess að
halda úti vetrarkuldanum, og skaðleg,
því hún stefnir að siðferðislegu gjald-
þroti. Pað er þessi stefna, sem geng-
ur eins og rauður þráður gegnum
alla áfengislöggjöf síðari ára. Löggjaf-
afarnir óttasf að haldkvæmar ráðstaf-
anir til minnkandi áfengisnautnar,
dragi úr sölu vínanna og rýri tekjur
ríkissjóðsins.
Eg get ekki stillt mig um að nefna
hér tvö dæmi upp á alvöruley6ið f
framkværnd áfengislaganna. 25. gr.
fyrirskipar að útg. skuli reglugerð
um fræðslu í skaðsemi áfengis. Pessi
reglugerð er enn ókomin. 26. gr.
fyrirskipar að ríkisstjórni'd auglýsi á
farþegaskipum, veitingahúsum, póst-
húsum og símastöðvum útdrátt úr
lögunum. Petla hefir heldur ekki ver-
ið gert, og virðist þó heilt ár nógu
langur tími til að koma slíkum smá-
munum í framkvæmd;
Til bóta á ástandinu mætti nefna
þessar tillögur:
1. Að takmarka með lögum að
miklum mun sölu áfengra drykkja
og jafnframt ganga rikt eftir, að
lögunum sé framfylgt.
2. Að fela áfengisvarnanefndunum
hverri fsínuumdæmi, eftirlit ð með
framkvæmd laganna um áfeng-
isvarnir, undir yfirstjórn áfengis-
málaráðunautsins, og í samvinnu
við viðkomandi lögrðglustjóra.
3. Að efla bindindisfræðslu í skól-
um landsins, sérstaklega í barna-
skólunum, og að samdar verði
og gefnar út þegar á þessu ári
nauðsynlegar kennslubækur f því
skyni.
4. Að láta eigi aðra en bindindis-
sinnaða kennara fá stöður við
skóla þá, sem ríkið styrkir, og
að leysa hið fyrsta frá starfi þá
kennara, sem eru lítt eða ekkert
bindindissinnaðir.
Vér tölum um kreppu og erfiða
fjárhagsafkomu, og ekki um skör fram.
Væri nú ekki ráð að mæta kreppunni
með þeirri heitstrengingu, að kaupa
ekkert vín á þessu ári, því að meðan
tölurnar, sem oftast eru ólýgnar, sýna
ag keypt er miklu meira vín nú en f
góðrærinu, er allt slíkt barlómshjal
innantómt. Pað er áreiðanlegt, að ef
skatturinn, sem Siglfirðingar greiddu
til áfengisverzlunarinnar á liðna árinu,
væri nú ógoldinn, þá væri hann
drjúgur atvinnubótastyrkur og kreppu-
hjálp mörgu því heimili, sem nú er í
þörf fyrir hjálp.
Jón Jóhantiesson.
Ábyrgðarmaður:
JÓN JÓHANNESSON.
Si£lufjarðarpr*Bt*Biiðj« 1936.