20. maí - 20.05.1936, Blaðsíða 2

20. maí - 20.05.1936, Blaðsíða 2
2 20. MAÍ kynslóðin lét ógerð, af þeim, sem nauðsynleg eru þessum bæ til þarfa og þrifa og þau verk eru mörg enn óunnin. — Álasið oss eldri kynslóðinni ekki svo mjög fyrir það, þótt vér höfum skilið ykkur eftir næg verkefni. því að þá þurfið þið ekki að kvíða hinu sama og Alex- ander mikli, að ekkert sé eftir handa ykkur að vinna til frægðar ykkur. Æskulýður Siglufjarðar! Taktu ótrauður upp merkið og berðu það fram með drengskap og dáð í hverju því máli, sem bæ vorn varðar. Láttu huga þinn ávallt vera tengdan jafntraustum böndum við leikstöðvar æskunnar, eins og gamla konan, sem eg minntist fyrr á, — hvar sem þó ert og hvar sem þú ferð. — Gerðu hverja göfuga hugsjón að þinni og berðu hana fram til sigurs. Pá verður framtíð Siglufjarðar nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín“. X. Takið eftir. Drengir sýna leikfimi á Tynesarbryggjunni kl. 4 e, h. í dag. Allir þangað! Kaupið skátamerkin! Skátafélagið Fylkir heldur dansleik í Bíó í kvöld eftir sýningu. Komið og skemmtið ykkur vel. Munið að ágóðinn rennur í Björgunarskútusjóð Norðurlands. Bezt að verzla i Verzlunarfélaginu Siglfirzkir skátar. Eins og flestum er kunnugtstarfa tvö skátatelög hér í Siglufirði, kven- skátafélagið „Valkyrjur“ og drengja- skátafélagið „Fylkir“. Kvenskáta- félagið „Valkyrjur'* var stofnað 2. júní 1929 með 10 meðlimum oger frú Hrefna Tynes foringi þess. Petta félag hefir starfað af kappi og óslitið síðan og telur nú 60 skáta og 17 ljósálfa. Hitt félagið, „Fylk- ir“, var stofnað 22. janúar 1935 með 14 meðlimum og er hr. Sverre Tynes, byggingameistari, foringi þess. í þessu félagi eru nú starfandi 14 skátar og 22 nýliðar. Af ofangreindu má sjá, að skáta- líf hér í bænum fer óðum vaxandi og er gott til þess að vita að Sigl- firðingar eru farnir að gefa þessu máli meiri gaum og sýna því meiri skilning en áður, eins og það líka á fyllil. skilið, því að skátahreyfingin hefir allstaðar, hvar sem hún hefir komið, hlotið viðurkenningu á grund- vallarreglu sinni, að ala upp drengi og stúlkur á heilbrigðum, nytsöm- um og siðferðislegum grundvelli, sem byggður er á næmum skiln- ingi hins fræga upphafsmanns henn- ar Sir Robert Baden Powell, á eðli, störfum og lundarfari æskunnar, en þó einkum drengja. Pað er alger- gagnstætt eðli æskunnar að vera iðjulaus. Pessvegna verður hún að fá nytsöm og gagnleg verkefni að inna af hendi, hún \i!l og verður að fá að reyna krafta sína, þrek og starfshæfileika á einhvern hátt. En hvar og hvernig? í skátafélög- um sem skátar, er ábyggilega rétt- asta svarið. Par opnast henni fjöl- þættur og víður verkahringur og það á að vera nægileg trygging fyrir því að hún starfi á heilbrigð- an hátt, að starfskraftar hennar fái að njóta S'n, eflast og þroskast, að hún læri að mæta hverskonar erf- iðleikum með brosi, óbilandi þreki og] lífsgleði, og að hún beri að starfa algjörlega sjálfstætt, algjörlega utan við allan klíkuskap og pólitík, sem sagt, að hún eignist „heilbrigða sál í hraustum líkama". Iþróttir og útilíf, holl og gagnleg störf og skemmtanir, ásamt öllum framfara- málum æskunnar, er mark skátans að keppa að. Pví marki verður hann að ná, hvetsu marga örðug- leika við er að etja og hversu mikla sjálfsfórn og erfiði það út- heimtir. Og þó örðugleikarnir og agnúarnir séu margir og virðist ó- sigrandi, eru þeir það þó oft ekki ef réttilega er að farið og skáti má aldrei gugna né gefast upp þóft á móti blási og erfitt sé framundan. hann verður að vinna öttullega á réttri braut, yfirstíga alla örðug- leika og vinna sigur fyrir sín góðu mólefni á drengilegan hátt. „Fjöt kenni oss eldurinn, frostið oss herði, fjöll kenni torsóttum gæðum að ná, bægi sem Kerúb með sveipanda sverði, silfurblár Ægir oss kveifarskap frá.“ Skdti.

x

20. maí

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 20. maí
https://timarit.is/publication/665

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.