Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1888, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.04.1888, Blaðsíða 15
—31 (Acfcent.)—-það, seui stendr í 1. nr. „Sameiningammar" þ- á. um hið ísl. „Menningarielag“ í Dakota, er að mestu leyti ósatt, og auðsjáanlega tekið eftir sögusögn þeii'ra manna, sem ekkert þekkja til þess. það er hvorki trúarflokkr né guðleysingjafélag. ])að getr hver maðr, sem í því er, trúað hverju sem hann vill, og haft þá skoðun, sem honum sýn- ist, óhindraðr. Félagið er sem sagt stofnað af „óskólagengn- um íslenzkum bœndum“, sem liafa gjört það til þess, að afla sjálfum sér ögn meiri þekkingar en þeir hafa, á hlut- unum í kring um sig og stefnu tímans. þeim dettr ekki hug að reka kristindóminn úr garði, og fram úr slcaranda hugrekki sýna þeir ekki, neina ef það væri með því, að láta sér detta í hug, að ná nokkurri menntun, án þess að hafa verið sendir á skóla. þetta vildi eg biðja „Sam.“ gjöra svo vel að taka til leiðréttingar. Jónas Hally cinn í ,,Menningarfélaginu. * * Vér spáðum því í ritgjörðinni, er stendr fremst í þessu blaði, og sem rituð var áðr en þessi grein kom frá „Menn- ingarfélags“-manninum, að vindbóla þessa félagsskapar myndi springa og eyðast áðr en á hana væri andað. Sá spádómr hefir rcetzt. Félagið þorir nú ekki að standa við sinn anti- kristindóm, og skýrsla um stefnu þess, eins orj nú er bú- ad' á kveffa luina, liefir rétt nú birzt í „Lögbergi", sem auðvitað á að sýna, að telag þetta só að engu leyti and- stœtt kirkju vorri. það getr heimfœrzt upp á telag þetta það, sem segir í þjóðsöngnum gamla: „Ei leið nema stundir þrjár,— villir hann, stillir hann,— Olafr varð sem bleikr nár, þar rauðr loginn brann“ o. s. frv. Og bráðum vonumst vér eftir að syngja megi ylir félagiuu: „Ei leið nema lítil stund,—v. h., st. h.,— Ólafr ungi gaf upp önd“ o. s. frv. Annars heflr í hinu ný-revíderaða forspjalli frá „Menn- ingarfélaginu", sem stendr í „Lögbergi", ekki tekizt að dular- klæða félagið svo, að það ekki bei'i með sér, að það er van-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.