Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1900, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1900, Blaðsíða 6
Samt er það mesta frægðarför, farin sem er, af mönnum gjör. Hósanna’ í himneskum ljóma ! 4. Ei kemr þú með hraustan her, hér þótt þú komir að stríða; orrustan hvílir öll á þér, einn viltu berjast og líða. Samt er það mesta sigrför, sigrað ei fékk þig dauðans hjör. Hósanna’ í himnanna ríki! 5. Blessuð sé, Kristr, koma þín kristninnar gjörvallri hjörðu. Unaðr, sœmd og sæla mín sérhvert er spor þitt á jörðu. Drottinn, þín ganga’ í dauðans þraut dýrðleg mér verðr sigrbraut. Hósanna’ á himnum og jörðu ! Föstutíðin off passíusálmarnir. J)að sérstaka tímabil á kirkjuárinu, sem nú er yfir oss að líða, langafastan, hefir vafalaust í meðvitund trúaðs almenn- ings þjóðar vorrar meiri helgiblæ yfir sér en nokkur önnur kirkjuárstíð. Og til þess eru gild og góð rök. því föstutíðin þessi, sem eins og kunnugt er heldr á lofti endrminningunum um píslir og dauða frelsara vors Jesú Krists, er í rauninni móðir allra hinna kirkjuárstíðanna. Hún varð til fyrst allra. Píslarsagan drottins með hinum afar víðtœku hryggðarhugs- unum, sem æfinlega hljóta út af henni að vakna í trúuðum lærisveinssálum, leiddi til þess mjög snemma í sögu kristinnar kirkju, að fólk safnaðanna tók í bókstaflegum skilningi að fasta, takmarkaði til stórra muna nautn líkam- legrar fœðu, eins og líka alla aðra jarðneska lífsnautn, á ári hverju, þegar leið að þeim tíma, er Jesús á holdsvistardögum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.