Sameiningin - 01.05.1945, Blaðsíða 15
95
Þó er vert að minnast þess, að stundum hefir verið
dimt fyr, en alt af rofað upp um síðir.
Það var dimt í heiminum, þegar Alexander mikli óð inn
á Grikkland á fjórðu öld fyrir Krist, vann landið og seldi
menn þúsundum saman í þrældóm. Það sama gerði hann
við Litlu-Asíu, Fönikiu, Gyðingaland og Egyptaland; máttu
þá fáir um frjálst höfuð strjúka. Hver maður varð að sitja
og standa eins og Alexander vildi.
Ríki Alexanders fór alt í mola við dauða hans, og alt
jafnaði sig með tímanum.
Víst er nú dimt í heiminum, og sorg og söknuður á
allsstaðar ítök.
Harmþrungin skyldmenni skipa sér með söknuði um-
hverfis auðu sætin ástvinanna, sem dauðinn hefir tekið frá
þeim, ýmist heima fyrir eða erlendis.
Fæstir fá sett sig inn í söknuð þeirra, eða tekið full-
kominn þátt í sorg þeirra. Það er næstum almyrkra fyrir
hugskotsjónum þeirra.
Er þá ekkert, sem getur aflétt myrkri þessu? Er engin
sól, sem fær sent geisla sína í gegnum hin miklu myrkur?
Eg hygg að orð Jesaja spámanns séu huggunarfuii þeim
öllum, sem vilja veita þeim viðtöku.
“Sá, sem í myrkrunum gengur, og enga birtu sér, hann
treysti á nafn Drottins, og reiði sig á Guð sinn.” (50:10).
Það mætti teljast tiltölulega léttvægt, þótt eg eða ein-
hver annar færi að bera vitni um huggunarríki og áreiðan-
leik þessara dýrðlegu orða; hitt hefir miklu meiri vigt, að
fjöldi kynslóða hafa komið og farið, sem reiddu sig á og
létu huggast við orð þessi; þau hafa aldrei brugðist neinum,
sem gerðu þau að lífsatkeri sínu.
í ljósi þessara orða og ótal annara guðlegra fyrirheita
hafa menn staðið á öndverðum meið gegn öllu mótlæti,
sorgum og þjáningum, og gengið af hólmi sigri hrósandi
Bágt eiga þeir, sem búa við þungbæra sjúkdóma, sjón-
depru, örkuml, eða aðrar meinsemdir.
Það er eins og lífið hafi gert þá gjaldþrota; það virðist
hafa gert upp reikning við þá; bókunum er lokað, og þeir
eiga ekkert inni. Vonarstjarna þeirra er falin á bak við
dimma skýflóka.
Vist ber öllum þessum mönnum og konum fyllilega
hluttekning.
Ávalt eru þessar örðugu og dimmu leiðir fjölfarnar, og