Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1948, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.08.1948, Blaðsíða 14
108 SAMEININGIN Bækurnar: “Rit Jóns Bjarnasonar” og “Lútherans in Canada”, hafa selst lítið á árinu. Upplag er talsvert af þess- um bókum og innihald þeirra mælir með sér sjálft. — Á bókamarkaðinum selst engin bók nema fylgt sé eftir með sölu hennar af nokkri alvöru. Þetta ber oss að athuga vel. Betel skýrsla mun verða lögð fram svo sem fyrri árin. — Nefndin sem hefir með höndum rekstur heimilisins hefir látið gera talsverðar breytingar á heimilinu sem gera það ennþá huggulegra þeim, er þar dvelja. Til þess að heimilið megi ennþá betur uppfylla köllun sína, þarf það stöðugt að eiga okkur öll að í bæn og verki. Kostnaðurinn við rekst- ur þess hefir stóraukist en svo hefir og aukist getumagn okkar að minnast þess með gjöfum. Heimilið heldur ekki áfram af sjálfu sér, frekar en nokkuð annað í þessum heimi. Lán það, sem veitt var til elliheimilisins í Vancouver, gerði mögulegt að kaupa þar hús sem nú gefur mörgum skjól. Er oss það gleðiefni að sjóður sem gjafmilt fólk vort hafði myndað, gat þar til hjálpar orðið. Á miðvikudaginn kemur, 23. júní, verður hafin bygging hins fyrirhugaða elliheimilis að Mountain, N.-Dakota. Hefir svo safnast sjóður til byggingarinnar ásamt gjöf okkar, að vonandi rís innan árs hin fagra bygging, sem skal minn- ast frumbyggjanna, og verða bautasteinn til blessunar öldn- um og lúnum vegfaranda. Hér eigum vér við dýrtíðar-draug- inn að etja, svo sem allir vita; en vér eigum líka þá trú að einmitt á þessum tímum getum við bezt kveðið hann niður. En hér er þörf styrks frá hverjum þeim sem elliheimilis- málum okkar er fylgjandi. Söfnuðir og félög vorra byggða gerðu vel að minnast elliheimilisins að Mountain, sérstak- lega nú er það er aðeins herzlumunurinn að það geti tekið til starfa. Leggjumst allir á eitt. Laun presta vorra kann einhver að segja að séu einkamál safnaðanna og prestsins; en ég vildi vekja athygli þingsins hér vegna þess að ekki mun fjarri að launakjör presta okk- ar hafi nú síðari árin, alveg sérstaklega orðið óviðunanleg. Dýrtíðin er að sjálfsögðu ei’n af fleiri orsökurp, að hann, sem vér teljum Guðs starfsmann öðrum fremur meðal vor, hefir skort jafnvel margt það sem nauðsynlegt er til lífs- framfæris. Vakandi söfnuðir annara kirkjudeilda höfðu jafnvel talsvert fyrir stríðið byrjað að auka laun presta sinna; áttu um það þingsamþyktir er hvöttu söfnuði til þess

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.