Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1948, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.12.1948, Blaðsíða 25
NIONINI3WVS 167 Pabbi kemur af og til inn og talar þá helzt við litla bróður. “Við feðgarnir” segjir pabbi við hann, og fer með hann inn í svefnherbergið. Eg heyri glaðværðina og skrafið í þeim litla; hann er sá eini áheimilinu, sem er léttlyndur, því hann skilur ekki enn alvöru lífsins, Guði sé lof fyrir það, þess- vegna finnur pabbi helzt fróun í því að vera sem mest með honum. Mér verður oft reikað að norðurglugganum á eldhús- inu; skamt fyrir norðan er kirkjan og grafreiturinn. — Það er skafrenningur í dag og eg sé svo glögt leiðið, sem enn er ógróið — hvernig snjórinn þyrlast um það. Mér finst hann þyrlast um sjálfa mig þar sem eg stend við gluggann og kuldinn heltaka mig. — Nei, það verða engin jól hér í kvöld, en á morgun fer eg suður til afa of ömmu og þar mun eg finna jólin. — Einhvern vegin tekur þessi dagur enda eins og aðrir dagar. Næsta dag, jóladaginn, flýti ég mér með húsverkin og þegar við erum búin að borða miðdegisverð og búið er að þvo upp, hleyp eg eins og fætur toga suður, en — þar finn ég ekki jólin heldur. Aíi og amma eru elskuleg eins og aitaf, en þegar amma kyssir mig, þá eru tár í augum hennar. Og bræður mömmu hvorki spauga né leika við mig í þetta skipti. Þar er systir mín en eg hefi ekkert gaman að leika við hana. — Eg bíð ekki eftir húslestrinum en rangla heim eftir skamma stund. Það eru engin jól til lengur, því það var mamma, sem í raun og veru hafði komið með jólin. — Það er um að gera að hugsa ekki lengur um þau, að reyna að gera daginn hverdagslegan, þá verður hann ekki eins þung- bær. — Eg dreg niður gluggablæjurnar í eldhúsinu, byrja að sópa og hireinsa, margt er ógert, og síðan að matbúa eittthvað. Þegar hendurnar eru ö n n u m kafnar, fylgjir hugurinn þeim, og daprar hugsanir komast ekki að. Um kveldið kemur stúlkan, sem hjálpar við húsverkin. Hún hefir verið heima hjá foreldrum sínum um jólin. Mikið er eg fegin að sjá hana; ú henni hvíla engin þyngsli; hún hlær, gerir að gamni sínu og er mér góð. — “Hvað eigum við að gera til að skemta okkur í kveld ? segjir hún. “Eigum við ekki að spila Marías ?” “Marías ! En við megum ekki spila á jólunum !” Gamla konan, sem þvoði þvottinn hafði sagt mér margar sögur og ein var um það að einu sinni hefði fólk verið að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.