Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1937, Side 5

Sameiningin - 01.01.1937, Side 5
3 Ferð til Vatnabygða eftir séra JÓHANN BJARNASON Svo skipaSist nú til um hátíðir síðastliðnar, jól og nýár, að eg fór snöggva ferð iil hinna svonefndu Vatnabygða, í Saskatchewan, og hafði þar nokkurar messur á ýmsum stöð- um. Tildrögin voru í raun og veru umtal í bréfum, fyrir meira en ári síðan, er fóru milli vinar míns eins þar vestra og mín sjálfs, nefnilega, að eg kæmi þá vestur um jólahátíð og nýár og hefði þar guðsþjónustufundi; en þá var svo hög- um háttað fyrir mér, að það gat ekki látið sig gjöra. Nú var öðruvísi ástatt. Nú mátti eg vel vera að því að fara slíka ferð og lét þá líka verða al' því og fór þangað vestur. Vatnabygðir eru nálega fimtíu mílur á lengd og all- breiðar víðast hvar. Járnbraut er frá austri til vesturs í gegnum endilanga nýlenduna. Lest fer frá Winnipeg á hverjum degi kl. 11 að kveldi, nema á laugardögum. Rennur hún í gegnum tvær íslenzkar stórar bygðir—Þingvallaný- lendu og Vatnabygðir, og fer alla leið lil Edmonton, höfuð- borgar Alberta-fylkis, sem er um hálft níunda hundrað mílur norðvestur frá Winnipeg. Auk járnbrautarinnar er nýmóðins akvegur eftir endi- langri Vatnabygð. Fer þar daglega, bæði austur og vestur, motor-fólksflutningsvagn (“Bus”), svo ferðatæki eru þar býsna þægileg. Hafa þar að auki margir sína eigin bíla, eins og nú er alsiða. Mun, þegar snjólétt er, mega koma þeim við allan veturinn. Nú voru fannalög með meira móti, svo erfitt var um slík ferðalög. Urðu menn að taka til hesta sinna og léttisleða, eins og áður var. Það þóttu nú einu: sinni engin vandræði, sízt eftir að menn fyrst losnuðu við að ferðast á uxum, eða seinfærum, þungum hestum, og urðu að sitja, með lítið að sér, á klumpslegum sleðum, með engri yfirbyggingu, svo að fólk næddi í gegn, þegar sveljanda vind- ur var á meira eða minna frosthörðum vetrardegi. Nú hafa langflestir yfirbygða léttisleða og beita fyrir þá léttum og frískum hestum svo að ferðalagið gengur bæði fljótt og manni líður tiltölulega vel, þar sem tjaldhús sleðans tekur af manni allan næðing.—í Nýja íslandi tíðkast nú mjög, að keyra í

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.