Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1937, Qupperneq 7

Sameiningin - 01.01.1937, Qupperneq 7
5 ins Péturssonar á Grenivöllum í Árnesbygð. Er það alt hið mætasta fólk. Eina kirkjulega starfsemin í Kandahar er starf íslenzka safnaðarins þar. Sunnudagsskólinn er að hálfu leyti annara þjóða börn en íslenzk. Verður því enskan það tungumál sem þar verður lang-mest notað. Skamt frá Kandahar býr J. B. Josephson. Á hann eitt af hinum stærstu og vönduðustu íbúðarhúsum er gjörast í sveitum. Var eg þar eina nótt. Er bóndi þessi nú ekkju- maður. Varð fyrir þeirri sorg, að missa konu sína á bezta aldri fvrir nokkurum árum. Hjá honum eru tengda foreldrar hans, Andrés Helgason og kona hans, bæði nokkuð við aldur, en frísk og ern hið bezta, að því er mér virtist. Andrés er bókbindari. Á hann hreint prýðilegt og stórt íslenzkt bóka- safn, eitt hið vandaðasta og eigulegasta sem eg hefi séð í mörg ár. Rétt utan til i Kandahar bæ býr Guðjón bóndi Sveinbjörnsson. Hann er ekkjumaður og býr nú með upp- komnum börnum sínum. Býr í vönduðu og góðu húsi. Gisti eg þar í þrjár nætur. Kona Guðjóns var systir Mrs. F. O. Lyngdal á Gimli. Varð hann fyrir þeirri sorg að missa hana, þá rétt miðaldra konu, fyrir nálægt fjórum árum síðan. Átti eg ágæta dvöl á þessu góða heimili. Hjá Guðjóni Svein- björnssyni hitti eg Axel Thorgeirsson, bróður þeirra vel- þektu Thorgeirssona hér í borg. Frá kirkjunni í Kandahar á aðfangadagskvöld, fóru með mig í bíl til Steingríms bónda Jónssonar og Sesselju konu hans, þeir Guðjón og Sveinbjörn, bróðursonur hans, Svein- björnsson. Var bílfæri þá fremur að spillast, sökum snjó- komu nokkurrar og allhvassra vinda er þá gengu. Á jóladaginn var messa í Wynyard ld. 2 e.h. Hafði séra Jakob Jónsson ráðgjört að hafa messu í sinni kirkju á sama tíma, en sýndi þá tilhliðrunarsemi að færa lil messutímann frá kl. 2 til hálf fjögur. Bílfæri var enn slarkfært. Komst eg með Steingrími og fólki hans til kirkjunnar i Wynyard, sem er nokkurra mílna leið. Mrs. Sigríður Hall var svo væn að syngja einsöng í messunni, en maður hennar, Steingrímur Hall, spilaði undir. Þar var og önnur söngkona íslenzk, Mrs. Sigríður Thorsteinsson. Sungu þær nöfnur báðar i söngflokknum og var bæði mikill söngur og góður í kirkjunni. Dóttir Steingríms var þar við hljóðfærið. Frá Wynyard komst eg i góðan tíma með járnbrautar- lest á jóladaginn, til kvöldmessu í Elfros. Bílfæri var nú

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.