Sameiningin - 01.01.1937, Qupperneq 8
6
um það á förum. Mun utanbæjarfólk hafa komið keyrandi
á hestum. Við messuna voru þeir Eiríkur Eastman og Helgi
Hornfjörð, ásamt konum sínum. Höfðu komið keyrandi
býsna langa leið. Helgi var uppalinn í Framnesbygð. Á fyrir
konu Laufey, dóttur Jónasar heitins Jóhannessonar. Eiríkur
hjó áður fyrrum í Riverton. Ivona hans er Laufey Baldvins-
dóttir frá Kirkjubæ í Breiðuvík.
Á meðan eg dvaldi í Elfros var eg á vegum Sveins Kristj-
ánssonar, er mætti mér á járnbrautarstöðinni, og Mrs. Mar-
grétar Hólmfríðar Sveinsson, þar sem eg hafði svefnherbergi.
Er hún ekkja eftir Martein Sveinsson frá Mountain, N. D.
Býr hún þarna með börnum sínum ung-fullorðnum og þaðan
af yngri. Móðursystir hennar er Mrs. Ragnheiður Johnson
í Árborg. Sveinn Kristjánsson er giftur önnu dóttur Lárusar
Guðmundssonar. Var hún l'ósturdóttir Jóhanns heitins Borg-
fjörðs og konu hans hér í borg.
Frá Elfros fór eg á annan í jólum til Mozart og hafði
þar messu daginn eftir, sunnudaginn 27. des., kl. 2 síðdegis.
Veður var fremur kalt og færi að versna. Samt var messu-
sókn svona um það bærileg. Söngstjóri og organisti þar er
Páll Tómasson, einn af mörgum ættingjum mínum úr Eyja-
firði. Hafði eg ekki séð hann áður. Sömuleiðis mætti eg
systur Páls, Önnu, og manni hennar, Þórði Gunnarssyni.
Þau hjón búa skamt frá Mozart. Þá mætti eg og Óskari Guð-
mundssyni Johnson, hálfbróður frá Stefaníu heitinnar leik-
konu. Móðir Óskars er ein af systrum mínum, Sigríður
Bjarnadóttir, seinnikona Guðmundar föður Stefaníu. Syst-
kini óskars eru öll í Dakota nema hann einn. Hann var í
mörg ár kornhlöðuráðsmaður í Mozart, en varð víst hálf
leiður á því starfi og býr nú sem bóndi um átta eða níu
mílur vegar suðvestur frá bænum.
Svo óglöggur var eg nú, er óskar kom og heilsaði mér,
að eg varð að spyrja hann að heiti. Hafði eg ekki séð hann
í mörg ár. Sýndist mér hann allur stærri og meiri fyrir-
ferðar en mig hafði mint að hann væri.
Þá hitti eg einnig í Mozart einn af fermingardrengjum
mínum úr Viðirbygð í Nýja íslandi, Sigurjón Austman, sem
er ráðsmaður við eina kornhlöðuna þar í bænum. Hafði ekki
fundum okkar borið saman í mörg ár og varð hann nú, eins
og Óskar frændi, að segja mér hver hann væri. Var kona
Sigurjóns Lovísa Guðný, dóttir .1. .1. Sveinbjörnssonar og
konu hans, Helgu Þoi-bergsdóttur Fjeldsted, þarna með hon-