Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1937, Síða 9

Sameiningin - 01.01.1937, Síða 9
7 um og tvö mannvænleg börn þeirra hjóna. Mér til ánægju heyrði eg fólk minnast beggja þessara ungu manna með hlýhug og mjög vinsamlega. Á meðan eg dvaldi í Mozart var eg gestur hjá þeim Þorsteini bónda Laxdal og Þóru konu hans. Var Þorsteinn lengi áður kaupmaður þar í bænum, en hefir nú látið af því starfi og hýr sem hóndi á landi sínu, rétt norðan við þorpið. Við Þorstein kannaðist eg af afspurn, en var meira kunnugur Sigmundi Laxdal bróður hans, er oft hefir átt sæti á kirkju- þingum. Ivona Þorsteins er dóttir Rúnólfs heitins Sigurðs- sonar, er lengi hjó í bænum Hamilton í Dakota. Hann and- aðist að Betel fyrir allmörgum árum. Var fyrri kona Run- ólfs, móðir Mrs. Laxdal, systir þeirra merkismanna, Stígs, Elisar og Sveins Þorvaldssona, er mikið kornu við sögu Dak- ota-bygðarinnar stóru, en eru nú allir horfnir yfir um merkja- línuna hinstu. Hjá Runólfi í Hamilton var nokkurskonar allsherjar samkomustaður íslenzkra þreskingarmanna og þeirra er unnu að uppskeruvinnu þar á sléttunum í gamla daga. Komu bændur og þreskinga-formenn þar saman til að ná sér í duglega menn í vinnu. Þekti Runólfur þá alla og gat sagt nákvæmlega um kosti, eða galla, á vistinni er í boði var í hvert sinn. Kom það sér æði vel fyrir ókunnuga, sem margir þá voru. Heyrði eg Runólf einu sinni tala býsna opinskátt við enskan bónda þar, um þau slæmu búhyggindi, að hálfsvelta menn sem væru við þunga vinnu. Tók bóndi því hið bezta. Varð þó hálf undirleitur og dálítið vandræða- legur, um leið og hann sagði, að hann vonaðist eftir að sá orðrómur legðist aldrei á sitt heimili. Fór bóndi með einn af hinum duglegu löndum með sér, því Runólfur kvað mann- inn bæði áreiðanlegan með kaupgjald og fullgóðan húsbónda. Hið eina sem að væri, væri það, að vistin væri sögð í naum- ara lagi. Átti eg fastlega von á að bóndi myndi bæta ráð sitt með matarútlátin, því mér fanst hann kannast við, með sjálfum sér, að áminning Runólfs væri réttmæt, þó hann væri eins og að bera af sér þá sök, er hann lilaut að finna að hungurs-ummælin stefndu beint í hans garð. Hjá þeim Laxdalshjónum í Mozart var eg lengur en á nokkurum einum stað i þessari ferð. Var þar í fjórar nætur. Þorsteinn er maður víðlesinn og fróður um margt. Er hann bæði heilbrigður í skoðunum og glöggur á ýmsa lund. Féll mér viðkynning mín við hann og þau hjón bið bezta. Hvíld- ist eg einnig rækilega l>essa daga sem eg hélt þarna kyrru

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.