Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1937, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.01.1937, Qupperneq 11
9 sömuleiðis kona hans, sem er náfrænka B. M. Long hér í horg. Valdimar er maSur ágætlega greindur, talsvert hag- orður, hreinn í lund og drengur góður. Hafði eg ekki séð hann síðan eg rakst á hann á skemtimóli á Gimli sumarið 190G. Var mér mikil ánægja í að sjá hann, þó ekki væri nema í svip, eftir full þrjátíu ár.—• Síðasta messan sem eg hai'ði þarna vestra var í kirkj- unni í Elfros sunnudaginn 3. janúar. Veður var kalt og aðsókn miður en skyldi. Mun helmingur þeirra er komu, eða vel það, hafa verið íslendingar, hitt enskt fólkt. Kirkjan er mjög ánægjulegt hús og er sameiginleg eign Elfros-safn- aðar og annars safnaðar, er heyrir til “United Chnrch of Canada.” í Elfros kom eg heiin tii þeirra Þórarins Guðmunds- sonar og iíonu hans, til frændkonu minnar Mrs. Kristínar Guðmundsson, og til þeirra P. N. Johnson og Önnu konu hans. Er Anna náskyld frú Stefaníu sál. leikkonu, þær systradætur. í föðurætt er hún af Stephensens ættinni. Faðir hennar og Magnús heitinn Stephensen landshöfðingi bræðrasynir. Hafði eg ánægjulega stund hjá öllu þessu fólki. Sem kunnugt er, húa í Elfros þau J. Magnús skáld Bjarnason og Guðrún kona hans Hjörleifsdóttir, frá Lauf- hóli í Árnesbygð, systir Hjörleifs Hjörleifssonar í Wynyard. Þau hjón búa í fremur smáu en laglegu húsi, utan til í bænum, og er öll umgengni þar að sjá hin snyrtilegasta. Til þeirra Bjarnasons hjóna kom eg tvisvar og hafði frábærlega skemti- lega stund í bæði skiftin. Sat eg að silungs miðdagsverði með þeim hjónum hið síðara sinn. Sagði skóldið mér, er hann bauð mér til máltíðar, að silungurinn væri lengst norð- an úr vötnum þessa nýja, mikla fósturlands vors og væri talinn afbragðs góður. Vildi eg sizt af öllu rengja það, en flaug þó undir eins i hug silungsveizla nokkur, hér á árunum, í borginni Chicago. Það var víst á matsöluhúsi í hinni miklu heimsborg. Silungur var einn af réttunum sem í boði var. Fór heldur en ekki að glaðna yfir manni, að ná í annan eins herramanns-mat, og það með fremur skaplegu verði. En viti menn, þegar rétturinn kom, var þetta alls ekki silungur, heldur einhver óverulegur hvítur smáfiskur, vatnsdaufur á bragðið, og var svo óaðgengilegur að sjá, að þeim rétti gjörði maður lítinn eða engan kost. Datt mér í hug keilan í Win- nipeg-vatni, sem eg hafði einhverntíma séð en aldrei bragðað. Annars vorum við stúdentar í Chicago á þeim dögum vanir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.