Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1937, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.01.1937, Blaðsíða 16
14 en nokkuð annað sem mennirnir hafa framleitt á sviði hljóm- listarinnar. Hvernig stóð á þegar það varð til? Höfundurinn er Georg Friedrich Handel. Hann var fædd- ur 23. febr. árið 1685, í borginni Halle á Þýzkalandi. Þegar á unga aldri kom það í ljós, að hann var mjög hneigður fyrir hljómlist. Sagt er að faðir hans hafi ætlað honum alt annan lífsferil og hafi jafnvel bannað honum að snerta nokkurt hljóðfæri. Þegar hann var aðeins 7 eða 8 ára gamall fór hann með föður sínum að heimsækja hertogann af Saxe- Weissenfels. Rétt fyrir hendingu heyrði hertoginn hann leika á organ og varð svo hrifinn af því, hvernig drengnum tókst það, að hann gat snúið föður hans frá áformi sínu, og drengurinn fékk að fara þá braut, sem hann vildi. Alt hans líf var upp frá því helgað hljómlistinni. Hann starfaði á ýmsum stöðum á Þýzkalandi og var um nokkurt skeið á ítalíu. Svo fékk hann stöðu hjá Georg kjörfursta í Hanover, sem siðar varð konungur Englands. Hann fékk leyfi hjá honum að ferðast til Lundúna og dvelja þar nokkurn tíma, en kom ekki til baka. Hann átti víst heima í London, að mestu leyti, það sem eftir var æfinnar. Hann var afkastamaður með afbrigðum, og samdi meðal annars allra mesta i'jölda af ýmsum hljómleikum, söngvum, sálmalögum og öðru á því sviði. Sagt er að hann hafi samið einar 50 óperur og 23 “oratoríur.” Það lék samt ekki alt í lyndi fyrir honum, hvað æfi- kjörin snerti. Árið 1737 varð hann gjaklþrota, og það sama ár fékk hann slag, varð máttlaus hægra megin. Böð í Aachen á Þ’zkalandi reyndust honuin heilsubót, en einn þátturinn í þeirri viðreisn var hið nærri óviðjafnanlega þrek hans, bæði andlegt og líkamlegt. Hann fékk sæmilega heilsu og fór að semja með endurnýjuðum kröftum. Sarnt er eins og alt þetta hafi verið aðeins undirbúningur fyrir eitthvað rneira. Hann var kominn nokkuð yfir fimtugt þegar hann byrjaði á þeim verkum (oratorios) sem gjört hafa nafn hans ódauð- legt. Sumarið 1741 voru ástæður hans, að honum fanst, nærri óþolandi. Hann var í botnlausri skuldasúpu, heilsan ekki góð og andlega ástandið þannig, að öll hvöt til að semja virtist frá honum tekin. Vinirnir flestir voru úr sögunni og lífið orðið tilgangslaust. (Framh.)

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.