Sameiningin - 01.07.1938, Side 8
102
Th. Thordarson endurkosnir, en S. W. Melsted í stað dr.
Björns.
Mikleyjarsöfnuður bauð til sín kirkjuþinginu næsta ár.
Var boðið þegið ineð þakklæti. Verður þetta í fyrsta sinn að
þing verður haldið í Mikley og mun marga fýsa að koma í þá
fögru bygð.
“Gott er að við erum hér,” mun hafa verið hugsun þeirra
og tilfinning, er á þingi sátu. Með þakklæti í hjarta til safn-
aðarfólksins í Argyle héldu menn heimleiðis og fyrir flestum
eða öllum mun hafa vakað að greiða betur fram úr málum
vorum heima í söfnuðunum en áður hel'ir verið. Það þarf
af rætast og þá verður bjartari dagur framundan.
K. K. ó.
“En nú ræð eg yður að þér séuð með öruggum huga,”
voru upphvatningarorð Páls postula til samferðamanna
sinna, þegar alt virtist vera að farast í æðisgengnu hafi. Ör-
vinglun hafði gripið skipshöfnina alla þegar voðann bar að.
Þeir einblíndu á hættuna svo ekkert annað komst að i huga
þeirra. Kraftar þeirra til sálar og líkama voru lamaðir. Það
eina, sem var þeim verulegt, var voðinn fyrir augum þeirra.
Þá var það bandinginn Páll, sem einn gat horfst í augu við
veruleikann án þess að gugna. Hann sá voðann, en liann sá
líka út yfir voðann. Hann var þess fullviss að hönd Guðs
var í atburðunum hversu ægilegir sem þeir kynnu að vera.
Það, í sjálfu sér, gel'ur annað viðhorf jafnvel þegar öldur
hörmunganna steypast yfir. Þá einungis geta mönnum
orðið ljós bjargráð (iuðs, sem sífelt eru að verki.
Þá einungis orðið aðnjótandi þeirrar hughreystingar, sem
því fylgir að þreifa á tilgangi hans og umhyggju, jafnvel
þegar mest skyggir að. Það er fullvissa gefin af Guði að vita
sig vera í hans umsjá, hvort sem á móti blæs eða ekki, að geta
verið með öruggum huga og hvatt aðra til hins sama. Band-
inginn Páll var talsmaður þessarar vissu þegar allir aðrir
æðruðust. Þó var hann ekki minna glöggur en aðrir á vand-
kvæðin, sem steðjuðu að. Líf hans var óslitin barátta gegn
yfirgnæfandi erfiðleikum, sem flestum öðrum hefði komið
á kné. En hann þreifaði á dýpri veruleika, sem bar hann
uppi og gerði honum unt að tala kjark í aðra.