Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1938, Síða 13

Sameiningin - 01.07.1938, Síða 13
107 sjónar betur en klókindum manna, geta erfiðleikarnir orðið til þess að stæla oss. Þá getum vér þrátt fyrir “ógnarys í tímans straumi,” orðið varir þess rnargs, ef við eigurn and- legan næmleik, sem hvetur oss til að vera með öruggum huga. Þótt vér séum “fáir, fátækir, smáir,” eruin vér þáttur i stærra samfélagi, sem þrátt fyrir alla erfiðleika og andstæður sýnir vaxandi þrótt einnig í samtíð vorri. Það er ekki nema hálfsögð sagan þegar einungis er fært fram það, sem hindrar vöxt og viðgang kristninnar. Þróttmikið kristilegt líf og fram- takssemi gerir einnig vart við sig hjá einstaklingum, heildum og í samtökum, sem ná út yfir allan heim. í Utrecht í Hollandi er nýafstaðin ein hin merkasta stefna i kristilegu tilliti, sein er eins og táknmynd þess sigurmáttar kristninnar, sem aldrei verður bældur til fulls. Hann rís að nýju með endurfæddum krafti hjá hverri kynslóð. Þessi stefna var undirbúningsfundur erindreka frá öllum deildum kristinnar kirkju nema hinni kaþólsku, til að koma á allsherjar handa- lagi kristinnar kirkju um allan heim (World Council of Churches). Grundvöllurinn til þessa samfélags var lagður með einróma og undantekningalausu samþykki allra þeirra, er fundinn sóttu. Var þar mannval mikið af ágælustu mönn- um kristninnar. Lýsa þeir þessu fyrirhugaða sambandi i frumvarpi til grundvallarlaga, sem “samfélagi kirkna, sem viðurkenni Drottinn Jesúm Krist sem Guð og frelsara.” Minnir þetta á játningu Péturs: “Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.” Um hana sagði .lesús sjálfur að hold og hlóð hefði ekki opinberað þetta heldur faðirinn á himnum. Á grundvelli hennar vildi hann byggja söfnuð sinn eða lcirkju. Gegn þeirri kirkju, er hygði á þeim grundvelli munu jafnvel hlið heljar ekki standa. Þessi endurnýjaða, örugga játning lofar miklu fyrir nútíðarlíf. Kristur sjálfur hefir ætíð verið sigurmáttur kristninnar. Þessi ákveðna viðurkenning þess að samfélag við hann, lotning og tilheiðsla gagnvart honum og það að eiga aðgang að hjálp hans og krafti séu hjarta- taugar kristilegs lífs, er að hefja merki þess lífrænasta er kristnin hefir fram að færa. En þetta er sá grundvöllur er vér í veikleika höfum viljað byggja á, vitandi að enginn get- ur annan grundvöll lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Þegar þessi játning er meira en varajátning, gefur það ætíð fylstu ástæðu til að þeir, sem hana bera fram til- einki sér hina postullegu upphvatningu: “En eg ræð yður að þér séuð með öruggum huga.” Það gildir livort sem vel gengur eða illa.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.