Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1938, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.07.1938, Qupperneq 15
109 fyrir þeim og okkur. Mér vitanlega hefir þetta engan byr fengið. Þetta þarf hvorki eða á að vera nokkuð áskorunar- efni á eina hlið eða aðra. Hvorir fyrir sig eiga fullan rétt á skoðun sinni. En það er mikilsvert að skilja hvorir aðra. Það hefir verið bent á að kærleiksboðið og hin gullna regla séu kjarninn í hoðskap Krists. Enginn Kriststrúar maður mun rýra gildi þeirra, en eftir vorum skilningi eru það áhrif samféjagsins við hinn lifandi Krist sjálfan, sem leggja til hvötina og þróttinn til að breyta eftir dæmi Krists og kenn- ing. Það er ekki fánýtt að skilja hvers annars afstöðu. Það verður oft til að færa menn nær hver öðrum. Halldóra Bjarnadóttir Hún kom frá ættlandinu góða hingað vestur, sá bygðir vorar, og sigraði allra hjörtu. Uin hana var enginn styr. Hún var látlaus í framkomu og flutti vinarorð hvar sem hún fór. Allir flokkar hér vestra vildu styðja hana. Hún flutti oss blæ frá fjöllum og fossum en þó enn meir frá fólki íslands. Mál hennar var lipurt og hreint og boðskapurinn heilbrigð- ur og Jaðandi. Hlýhugur fylgir henni heim til Fróns. Prestar tala um það, að þeir hafi fengið guðlega köllun til starfs síns. Hafa þá ekki aðrir fengið köllun? Jú, engu síður en prestarnir; vísindamennirnir, sem hafa helgað Guði sannleiksleit sína, listamennirnir innblásnir af anda fegurð- arinnar, skáldin, sem yrkja af Guðs náð, mannvirkjafrömuð- irnir sem vinna að því að vernda líf og heilsu borga og þjóða, íæknar, sem lesa líknstafi yfir sárum mannanna, ásamt fjölda- mörgum öðrum, hafa fengið köllun frá Guði til að ávaxta pund sitt á þann bezta hátt, sem þeim var unt. í þeim flokki má ekki gleyma lcennurunum. Sumir þeirra vinna, að vísu, aðeins til þess að fá kaup. Ekkert æðra lifir í verki þeirra. En þetta er ekki tilfellið með alla kennara. í hendi leirkera- smiðsins eilífa, eru þeir, í raun og veru, verkfæri til að móta sálir fyrir eilíft nytsemdarlíf. Þar er háleit köllun ef rétt er athugað. Halldóra Bjarnadóttir er kennari. Það er hennar sanna köllun. Mörg ár kendi hún í skóla í Noregi og' mörg ár var hún skólastjóri á Akureyri. Þau verk rækti hún ávalt í rétt- um anda. Síðan hefir hún verið kennari íslenzku þjóðar- innar. Hyggilega hefir hún farið að því að velja náms- greinir: taka ekki fyrir of mikið í einu heldur velja fátt og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.