Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1927, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.02.1927, Blaðsíða 21
5i kraftaverkið. Éinn flokkur líffæra, varirnar og tungan, koma hræringu á loftiS, og alveg ólíkur flokkur iíffæra í eyrum annara veröur fyrir áhrifum þessarar hræringar. Og svo, á þann ‘hátt, sem ímyndunaraflið þarf a'S hjálpa manni aS gera sér grein fyrir, berast þessar hræringar til heilans þannig, aS þar kemur hugsunin fram á ný, hræring tilfinninganna og viljans. Mæls'kan er aö hverfa úr réttarsalnum og úr kosninga- leiSangrinum, en á enn athvarf í prédikunarstólnum. Sæll er sá maöur, sem á þá guSlegu gjöf aö geta ’haft áhrif á sálir annara manna meö vel völdum oröum, sem þrungin eru aí eldheitri, göf- ugri tilfinningu frá hans eigin isál. Kirkjan er sú eina stonfun, sem ávarpar mennina sem andleg- ar verur. Háleit er köllun þess manns, sem á sunnudögum hefir tækifæri til þess að leiÖa fúsa og eftirvæntingarfulla hugi fárra tuga, hundraö ecSa þúsund manna til háleitari hugsana, tilfinninga og áforma, en þeir áttu áöur. Prestsstaðan gefur manni k-ost á aö njóta sín. Hún gefur manni kost á því a8 vera vinur, ráðgjafi, 'huggari og hirðir ungra og gamalla; aö vera meÖ þeim í hinni ríkustu gleði og hinni dýpstu sorg; að sitja meö þeim ibrúðkaupin, en líka aö þerra b-urt tárin; aÖ flytja von hin-um niðurbeygðu, huggun hinum sorgmæddu, og endurnýja trú manna á Guö og meðbæður isína. Hlvaða -önnur staða býður svo fjölbreytt líf, færir annað eins endurgjald, 1 prestsstöðunni á ekki heima sá, sem liggur á liöi sínu eða er ótrúr, ekki hugleysinginn og augnaþjónninn. Þar eiga heima heilir og hugdjarfir menn, velmentaðir alvörumenn, andlega sinnaðir menn meÖ helguðu liferni. Eg byrjaði prestsskap á trúlboðssviði í Tennessee fjö-llunum. Eg ferðaðist á hestbaki gegnum skógana, prédikaði í skólahúsum, bygðum úr bjálkum, og á sa-mskonar bændabýlum, og varÖ að sundleggja árnar. Eg minnist þeirra daga með gleði, og eg var sæll meðan þeir voru að líða. Svo þjónaði eg kirkju í smábæ í O-hio, svo annari stærri í sama ríki, og á eg góðar og sæ-lar endur- minningar frá báðum. Svo var eg í sex ár þjónandi í stórum söfnuði í Boston, og fékk þar dýrmæta reynslu. Og nú hefi eg í fullan f jórðung aldar verið aftur nær fæðingarstöðvum, mínum, þjonandi í stórum söfnuði 5 Chicago. Þegar eg segi að líf mitt hafi verið auðugt af ánægju, vil eg elcki að það sé skilið þannig, að það standi einungis í sambandi við það, að mér hl-otnaðist sú upphefð aftur og aftur að færa mig frá smærri söfnuði til stærri. Mér hlotnaðist það, og eg met það. En eg var ánægður á hverj- um stað og minnist þeirra allra með gleði. Á hverjum staðnum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.