Fréttablaðið - 10.08.2011, Blaðsíða 12
12 10. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ég drúpi höfði og græt með Noregi, aðstandendum, vinum og þjóðinni
allri. Aldrei fyrr hef ég þurft að syrgja
svo marga unga menn og konur í blóma
lífsins, deydd fyrir áhuga sinn á að
bæta heiminn, sitt eigið samfélag og
afnema misrétti hvarvetna þar sem það
birtist.
Þessi hugsjón er sterk, henni fær
ekkert haggað. Ódæðisverkið verður að
vera hvatning til þess að virða hugsjón-
ina og gera betur. Aðeins þannig verður
rétt við brugðist og minningu unga hug-
sjónafólksins sómi sýndur.
Vondir atburðir sem stefnt er gegn
hinu góða, skilningi okkar á hvert öðru
og viðleitninni til þess að brúa bil, mega
ekki hrekja okkur af leið.
Öllu fremur verða hinir hörmulegu
atburðir í Noregi að efla okkur öll, ekki
bara í Noregi, heldur hvarvetna, til þess
að vinna gegn skorti á umburðarlyndi
og í andstöðunni við ofstopa, þjóðhátta-
rembu og afsprengi þeirra í kynþátta-
hatri og ofbeldi.
Ungmennamorðin í Noregi eru
verk vitfirrts manns, en hugarfarið
fann sér einhvern veginn vaxtarskil-
yrði. Gegn slíkum jarðvegi verður að
bregðast, hvar sem hann birtist. Öfga-
full umræða, hróplegar einkunnir um
vondar eigindir þeirra sem eru á ann-
arri skoðun en skríbentinn geta spillt
samfélaginu og vísað þeim sem öfgar
hrífa í vondan stað og illar gerðir. Þess
vegna er okkur öllum skylt að gæta hófs
í orði og æði.
Ég veit að hatrið og hefndin eru
eðlileg viðbrögð við unglingamorðun-
um. Það má samt ekki taka völdin yfir
hugum okkar og hjörtum. Hugsjónir
fórnarlambanna eru huggunin, ekki við-
horfið til hins illa geranda. Bæn mín er
sú, að Norðmenn, Íslendingar og allir
hinir skilji þetta og tileinki sér.
HALLDÓR
Ungmennamorðin í
Noregi eru verk vitfirrts
manns, en hugarfarið fann sér
einhvern veginn vaxtarskilyrði.
Gegn slíkum jarðvegi verður að
bregðast, hvar sem hann birtist.
I
nnan ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til skoðunar hugmyndir
um að samræma virðisaukaskattinn í einu þrepi, eins og Frétta-
blaðið sagði frá í gær. Rætt hefur verið um að lækka efra þrep
skattsins lítið eitt, úr 25,5 prósentum í 21-22 prósent, en um
leið myndi skattprósenta lægra þrepsins, sem nú er sjö prósent,
þrefaldast.
Þessi breyting er hugsuð til tekjuöflunar og myndi því óhjákvæmi-
lega leiða til hækkunar á verði margs konar vöru og þjónustu. Í lægra
þrepinu eru ýmsar nauðsynjavörur, til dæmis allur matur, heitt vatn
og rafmagn, en jafnframt bækur,
tónlist og afnotagjöld svo dæmi
séu nefnd.
Það eru ákveðin rök fyrir því
að samræma virðisaukaskattinn
í einu þrepi, í þágu einföldunar
skattkerfisins. Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn hefur rökstutt að
sú breyting myndi ekki hafa veru-
lega meiri áhrif á hina tekjulægri
en aðra, þótt lága skattprósentan á nauðsynjavöru sé hugsuð til að
vernda hagsmuni þeirra. Þannig verji fjölskyldur í neðsta fjórðungi
tekjustigans um 22,3 prósentum af neyzluútgjöldum sínum í vörur
í neðra skattþrepinu. Sambærileg tala fyrir þjóðina í heild er 21,4
prósent.
AGS segir að tvö skattþrep séu því léleg aðferð til að hjálpa hinum
tekjulágu; nær væri að nota hluta þeirra auknu tekna, sem fengjust
af hækkun neðra skattþrepsins til að aðstoða fátækar fjölskyldur. Um
leið væri eðlilegt, að mati sjóðsins, að afnema margs konar vörugjöld
á mat, enda álagning þeirra tilviljanakennd og órökrétt.
Ríkisstjórnin er hins vegar ekki að velta breytingum á virðisauka-
skattinum fyrir sér út frá gegnsæi og skilvirkni skattkerfisins. Hún
hefur engan áhuga á þeirri hlið málsins eins og til dæmis breytingar
hennar á tekjuskattskerfinu sýna. Henni er fyrst og fremst í mun að
afla meiri tekna til að loka fjárlagagatinu og mun þess vegna ekki
auka stuðning við lágtekjufjölskyldur, afnema vörugjöld eða stilla
samræmingu skattþrepanna þannig af að ríkið og neytendur komi
út á sléttu.
Í skýrslu AGS um hugsanlegar breytingar á skattkerfinu, sem út
kom í fyrra, viðurkenna höfundarnir að hækkun neðra þrepsins í
virðisaukaskatti myndi valda aukinni verðbólgu og hækkandi skuld-
um almennings. „Hins vegar eru allar skattahækkanir líklegar til að
leiða til verðhækkana á einhverjum punkti í framtíðinni,“ stendur þar.
Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni. Eftir að málið komst í
hámæli hafa forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar keppzt við að sverja
af sér að þeir hyggist gera breytingar á virðisaukaskattinum „að svo
stöddu“. Aðrar skattahækkanir, hvort sem er á launþega eða fyrir-
tæki, munu hins vegar fyrr eða síðar hafa sömu áhrif. Hluti þeirrar
launahækkunar sem um samdist í kjarasamningum og ríkisstjórnin
lofaði að láta í friði, yrði þannig tekinn aftur í ríkissjóð, bara með
öðrum aðferðum.
Ríkisstjórnin verður að gera sér grein fyrir að skattaleiðin er
lokuð. Hún verður annars vegar að skera meira niður í ríkisrekstr-
inum og hins vegar að auka tekjur ríkisins með því að örva umsvif,
framkvæmdir og fjárfestingu. Til þess þarf ríkisstjórnin nýja stefnu,
sem er vinsamlegri atvinnulífinu. Hún á að verja tíma og orku í slíka
stefnumótun í stað þess að liggja yfir hugmyndum um nýja eða hærri
skatta.
Hækkun virðisaukaskatts og annarra skatta
hækkar verð og þyngir skuldabyrði.
Lokuð skattaleið
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Sú er mín bæn
Samfélags-
mál
Kjartan
Jóhannsson
fyrrv. formaður
Alþýðuflokksins
www.
ring.is
/ m
.ring.
is
ferðalög
ölskyldunnar, velgengni og vernd
m. Ólýsanlega fagurt er á kvö
kura þegar kertaljós
n hvarvetna r
húsasló
JANÚAR 2011
FRAMHALD Á SÍÐU 4
INÚÍTALÍF
Góður markaður Íslendingar geta nú nýtt
sumarfríið til að leigja út íbúðir sínar í gegnum
fyrirtækið Iceland Summer.
SÍÐA 2
Skemmtileg lífs-
reynsla Lilja Björk
Jónasdóttir starfaði ðir
a-
ta
SÍÐA 6
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
a nánd við náttúruna. Vinsæl-
gðir eru í Lapplandi, Sviss,
pan, þar sem hin ægifagra
er haldin í febrúar ár hvert
héraði í norðaustur Japan.
r í Yokote og ekki óalgengt
sentimetra snjór yfir nótt.
llast kamakura og inni í
i til tilbeiðslu vatnsguð
ur fyrir góðri
öryggi fjgegn elduin á Kama
snjóhúsin, e
ríkjum á snjó
elskenda að
lilluð
við sumarbú
barna í Band
ríkjunum síðas
sumar og ætlar
aftur í vor.
föstudagur
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 11. mars 2011
Helicopter vekur athygli
Á rúmstokknumTískan á pöllunumÁrshátíðarförðunin
Fríða María Harðardóttirer sannur eyjarskeggi
Kr.
TILBOÐ
117.950
FRÁBÆRT FARTÖLVUTILBOÐ
15.6”
Skand
ínavís
Mikil
hönnu
narsýn
ing er
haldin
í Stok
k-
hólmi
í febrú
ar. Þar
eru he
lstu ný
jungar
hönnu
narhei
msins
kynnt
ar. Sýn
ingin þ
ykir
gefa g
óða m
ynd af
þeim
straum
um se
m
einken
na ska
ndinav
íska hö
nnun o
g þang
að
flykkis
t fólk f
rá öllu
m heim
shornu
m.
Sýning
arsvæ
en ein
nig
borgin
a. Í á
oft áð
ur e
framl
eið
umhve
rf
sín í b
la
EVERYTH
ING MAT
TERS.
heimi
li&
hönnu
n
febrúar
2011
FRAM
HALD
Á SÍÐ
U 4
Klassís
k
hönnu
n í
nýju lj
ósi
Ungir
hönnu
ðir
létu ljó
s sitt s
kína í
Stokkh
ólmi. Þ
eirra
á með
al var J
aeuk
Jung.
SÍÐA 6
Mikill
græjuk
arl SÍÐA 2
ld- lýsa upp
æður rómantík
ðum og vinsælt meðal
fast hvort öðru undir bleik-
himni og glitrandi frostrós-
-þlg
s- uppskeru,
geum stjörnu
um.
útvarp
menning[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
mars 2011
l FRAMHALD Á SÍÐU 6
DRÖGUM VARLA FLEIRI
DÆMI
Á djúpum miðum
SÍÐA 2
Útsprungnar rósir
SÍÐA 2
Ragn
Viðt
Kjartan Guðmundsson dustar rykið af fyrstu plötu The Pogues.
matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]mars 2011
Dekrað við bragðlaukana
Albert Eiríksson færir ljúffenga döðluköku í
nútímalegra og heilsusamlegra horf.
SÍÐA 2
Hreinn unaður
Kristín Eik Gústafsdóttir býr til
fádæma flotta tertu sem allir geta
spreytt sig á.SÍÐA 4
Með sunnudagskaffinuKökur, huggulegheit og samvera.
DÆMI
Ívar Örn Hansen
S: 5125429 ,
gsm 6154349
i @ 6 ivarorn 3 5. s
Sigríður Dagný
S: 5125462,
gsm 8233344
i id d @ 6 is gr ur agny 3 5. s
Sigríður Hallgríms
S: 5125432,
gsm 6924700
i id h@ 6 is gr ur 3 5. s
AUGLÝSING Í SÉRBLÖÐUM SKILAR ÁRANGRI!
k h
ðið er
stórt o
g yfirg
eru sý
ninga
r víðs
r var v
iður al
ls ráða
nda gr
unnef
ni í sk
a
slu. N
áttúru
lega
isvæn
ar fram
leiðs
nd við
skæra
og st
Ásgeir
Kolbe
insson
við sig
í miðb
ænum
.
fjölskyldan[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
Þ órður Hermannsson sækir Hitt húsið með dóttur sína Karitas Lóu 6 mánaða. Þórður er 23 ára nýútskrifaður tónsmiður fráLHÍ. „Karitas Lóa er mitt fyrsta barn en kærastan mín átti tvö börn fyrir svo við erum með þrjú börn heima. Ég er í fæðingarorlofi núna og finnst mjög gott
að geta hitt aðra foreldra og þá hittir hún
líka aðra krakka.“ Þórður segir þá fræðslu sem boðið er
upp á koma sér vel fyrir unga nýbak-
aða foreldra en annanhvern miðvikudag
eru faglegir fyrirlestrar eða kynning-
ar. Hann segir félagsskapinn ekki síður
mikilvægan.
„Það er gott að hafa stuðning af fleiri
ungum foreldrum en það eru ekki marg-
ir vinir mínir komnir með börn. Hópur-
inn sem hittist er á aldrinum 18 til 25 ára.
Við erum öll með okkar fyrsta barn og að
ganga í gegnum svipaða hluti. Það er alltaf
febrúar 2011
Í hundunum Theodóra Róbertsdóttir sýnir á stærstu hundasýningu heims í næsta mánuði.
SÍÐA 2
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Ungir kenna fullorðnum
Nemendur úr sjöunda bekk Grandaskóla kenna fullorðnum á tölvur.
SÍÐA 6
Alla miðvikudaga milli klukkan 14 og 16
geta ungir foreldrar mætt með börnin sín í Hitt húsið, rætt málin og fengið faglega ráðgjöf varðandi umönnun ungbarna. Starfið ber yfirskriftina Ungt
fólk með ungana sína.
Gott að hitta aðra unga foreldra
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
okkar.is
ze
br
a
Sérblöð Fréttablaðsins eru fjölbreytt
og höfða til fólks á öllum aldri. Fjöldi
mismunandi sérblaða kemur út í
hverjum mánuði. Leitaðu ráða hjá
jöfum okkar um hvar auglýsingin ráðg
þín nær best til markhópsins.
AUGLÝSINGAR
Í SÉRBLÖÐUM
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011
Verðið var það heillin
Einar K. Guðfinnsson er skeleggur
stjórnmálamaður og er óhræddur
við að setja fram skoðanir sínar,
sem er vel. Í grein í Fréttablaðinu í
gær agnúast hann út í umræðu um
útflutning landbúnaðarvara og segir
að margir vilji gera hann tortryggi-
legan. Útflutningur sé af hinu góða
og skapi tekjur fyrir samfélagið.
Það er allt saman satt og rétt.
Umræðan um útflutninginn
hefur hins vegar fyrst og
fremst snúist um fjórðungs-
hækkun á afurðaverði til
bænda, en formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda
hefur vísað til aukins
útflutnings sem rök
fyrir henni. Það er hækkunin sem
menn gagnrýna, því hún getur skilað
sér í hærra vöruverði til almennings.
Og það er neikvætt, en ekki jákvætt.
Ofstæki í gagnrýni á
ofstæki
Brynjar Nielsson skrifaði grein á
Pressuna þar sem hann talaði
gegn Femínistafélagi Íslands og
meintu ofstæki þess. Í gagn-
rýni sinni á ofstækið sagði
hann félagið ekkert annað
en deild í VG, en hefur
nú beðist velvirðingar
á því. Hann hefði
kannski átt að minnka ofstækið í
ofstækisgagnrýninni.
Lýðskrumsgagnrýnandinn
Þráinn Bertelsson þingmaður hefur
oft gagnrýnt kollega sína fyrir lýð-
skrum og oft verið rökfastur í máli
sínu. Nú hefur hann hótað því að
styðja ekki fjárlögin að fullu, fái Kvik-
myndaskóli Íslands ekki rekstrarfé.
Skólinn er einkaskóli sem hefur
vaxið umtalsvert og óskar nú
eftir meira fé úr ríkissjóði. Og nú
veltur stuðningur þingmannsins,
kvikmyndagerðarmannsins og
lýðskrumsgagnrýnandans
Þráins á fjárútlátum ríkisins
til einkaskóla.
kolbeinn@frettabladid.is