Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 08.11.1969, Blaðsíða 6

Íslendingur - Ísafold - 08.11.1969, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 8. NÓV. 1969. bækur Vetraráætlun F.í. □ ÆSKAN 70 ÁRA Það voru merkileg tímamót, þegar ÆSKAN hóf göngu sína 5. október árið 1897. Með út- gáfu hennar var fyrir alvöru farið að viðurkenna hér á landi þá þörf, að börn og unglingar fái lestrarefni við sitt hæfi. Til- drög að útgáfu hennar voru þau, að Þorvarði Þorvarðssyni, stórgæzlumanni ungtemplara, höfðu borizt óskir frá ýmsum Góðtemplarastúkum um að Stórstúkan gæfi út bamablað „til eflingar bindindi, góðu sið- ferði, framförum og menntun unglinga yfir höfuð.“ Stórstúk- an veitti til fyrirtækisins 150 krónur og ÆSKAN hljóp a.f stokkunum undir ritstjórn Sig- urðar Júl. Jóhannessonar. Rit- stjórinn var vinsælt skáld, eink um meðal æskulýðsins, og í för með sér valdi hann fræga rit- höfunda af Norðurlöndum, svo sem H. C. Andersen, ævintýra- skáldið danska, og Zaharias Top elius ,hið finnska skáld. En sög ur og ævintýri þessara skálda urðu mjög vinsæl hér á landi eins og annars staðar. Það var því auðséð, að ÆSKAN mundi ná vexti, hún dafnaði ár frá ári. Þó urðu ýmsir örðugleikar á vegi hennar, svo að hún svaf Þyrnirósarsvefni í tvö ár, árin 1909 og 1920, vegna pappírs- skorts. Hún er í raun og veru 72ja ára, en þessi tvö ár, sem hún svaf, telur hún ekki í ævi sinni og heldur því 70 ára af- mæli sitt hátíðlegt á þessu haustí. Það sýnir bezt, hve mikilla vinsælda ÆSKAN nýtur meðal æsku landsins, að blaðið er í dag prentað í 16 þúsund ein- tökum, og mun láta nærri, að 75000 manna lesi það. Mun þetta vera hæsta kaupendatala, sem nokkurt barnablað hefur nokkru sinni haft hér á landi og met á öllum Norðurlöndum hjá bamablaði, þegar miðað er við fólksfjöldann. Árið 1930 hóf ÆSKAN út- gáfu á unglingabókum sínum og hefur gefið út síðan yfir 170 bækur. Bækur ÆSKUNNAR hafa jafnan átt miklum vinsæld um að fagna meðal barna, enda hefur ekkert verið sparað til að gefa út svo góðar og vandaðar bækur að frágangi, sem bezt má verða. Fyrsta bókin, sem ÆSKAN gaf út, var Sögur Æsk unnar eftir Sigurð Júl. Jóhann- esson, fyrsta ritstjóra blaðsins. Á þessu hausti mun blaðið gefa út 8 bækur fyrir börn og ungl- inga. Eins og áður er sagt, kom fyrsta tölublað ÆSKUNNAR út 5. október árið 1897. Var það blað í mjög litlu broti og aðeins 4 síður að stærð, en nú er hvert blað milli 50 og 60 blaðsíður og auk þess farið að prenta það í litum í offsetprentvél. ÆSKAN er nú stærsta og fjölbreyttasta barna- og ungl- ingablaðið á íslandi. Hún flyt- ur ávallt mikið af hollum fróð- leik, innlendum og erlendum, og öðru skemmtilegu lestrarefni við hæfi barna og unglinga. — Fasta þætti í hvert blað skrifa nú Ingibjörg Þorbergs um tón- list, Þórunn Pálsdóttir um mat- reiðslu, Sigurður H. Þorsteins- son um frímerki, Arngrímur Sigurðsson um flug, Sigurður Helgason um íþróttir, Gauti Hannesson um skák, handa- vinnu og starfsval, María Ei- ríkisdóttir um málfræði, Hall- grímur Sæmundsson um epser- anto og Sigurður Garðarsson um pop-hljómlist. Margir þjóðkunnir menn hafa haft með höndum ritstjórn ÆSKUNNAR í þessi 70 ár. Má þar til mefna, auk fyrsta rit- stjórans Sig. Júl. Jóhannesson- ar, Olafíu Jóhannsdóttur rithöf und, séra Friðrik Friðriksson, Hjálmar Sigurðsson kennara, Sigurð Jónsson bóksala, Aðal- björn Stefánsson prentara, Mar gréti Jónsdóttur skáldkonu, Guðión Guðjónsson skólastjóra og Olaf Hauk Árnason skóla- stjóra. Síðustu 12 árin hefur Grímur Engilberts annazt rit- stjórnina, en framkvæmdastjóri er Kristján Guðmundsson og út breiðslustjóri er Finnbogi Júlí- usson. □ ÆSKULÝÐSBLAÐIÐ Nýlega kom út 3. tbl. af Æskulýðsblaðinu, sem ÆSK í Hólastifti gefur út, en ritstjóri blaðsins er séra Bolli Gústavs- son í Laufási við Eyjafjörð. I þessu tbl. er fjölbreytt efni, fastir þættir, greinar og frá- sagnir. Margar myndir eru í blaðinu ,m.a. frá biskupsvígslu á Hólum á Hólahátíð í sumar, er séra Pétur Sigurgeirsson var vígður til vígslubiskups, frá Vestmannsvatni, starfinu þar og æskulýðsmóti. Meðal annars efnis má nefna grein frá Hús- mæðraskóla kirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði, eftir séra Þórhall Höskuldsson, grein um viðskiptanám, eftir Gylfa Þór Magnússon viðskiptafræð- ing, þátturinn Biblían og þú í umsjá séra Ingþórs Indriðason- ar, verðlaunaljóð Péturs Sig- urðssonar ritstjóra frá sam- keppni ÆSK í Hólastifti, í- þróttaþátt í umsjá Rafns Hjalta líns kennara og framhaldssög- una Gunnar og Hjördís eftir séra Jón Kr. ísfeld. og rit STAÐLAÐIR SEHSMIÐI \ATNSLAS FYLGIR hverjum VASKI SKOLVASKAR ELDHÚSVASKAR tORAS* /\hlRÐAST4L blondunari I , TÆKI V/STALVÖRUR SMIÐJUBÚÐIN VIÐ HÁTEIGSVEQ - 21222. HELLU - ofninn er nú fromleiddur I tveim þykktum 55 mm og 82 mm og þrýstireyndur með 8k9|cm2 HELLU - oíninn fullnœgir öllum skilyrðum til að tengjast beint við kerfi Hitaveitu Reykjavíkur. HA6STÆÐIR 6REIÐSLUSKILMÁLAR. STUTTUR AfeREIÐSLUTlMI. Vetraráætlanir Flugfélags ís- lands á innanlands- og milli- landaleiðum ganga um þessar mundir í gildi. Vetraráætlun innanlandsflugs tók gildi í byrj un yfirstandandi mánaðar og vetraráætlun millilandaflugs um næstkomandi mánaðamót. Ýmsar breytingar verða á áætl- unarferðum flugvélanna. Fri- endship flugvélar munu nú fljúga til staða á Norð-Austur- landi, svo og til Egilsstaða, í áframhaldi af Akureyrarflugi. MILLILANDAFLUG Millilandaflug félagsins verð ur í vetur framkvæmt með Bo- eing 727 þotunni Gullfaxa nema Færeyjaflugið, sem verður flog ið með Fokker Friendship. í vetur verða þotuflug til Kaup- mannahafnar mánudaga, mið- vikudaga, föstudaga og laugar- daga. Til Færeyja, Bergen og Kaupmannahafnar verður flog- ið á miðvikudögum. Til Bret- lands verða fjórar ferðir í viku, þar af bein ferð til London á þriðjudögum og til Glasgow á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Oslo verður flogið á laugardögum en frá Oslo til Reykjavíkur á sunnu- dögum. Svo sem komið hefur fram í fréttum, mun þotan Gull faxi verða erlendis frá því kl. 13:50 á laugardegi þar til kl. 16:00 að sunnudegi, að hún flýg ur um Oslo til Reykjavíkur. — Áætlað er að nýta þotuna til leiguferða ytra þennan tíma. — Frá og með byrjun vetraráætl- unar verður þotan með 75 sæti en fremra rýmið nýtt til vöru- flutninga svo sem var sl. vet- ur. Hægt er því að flytja auk farþeganna 6—7 lestir af vörum í hverri ferð. INNANLANDSFLUG Frá og með tilkomu vetrar- áætlunar fljúga Friendship vél- ar til staða á Norð-Austurlandi, svo og til Egilsstaða í framnaldi af Akureyrarflugi. Eftir að Fri- endship flugvélin Snarfaxi kom úr skoðun og viðgerð í Hollandi um mánaðamótin, eru allar á- ætlunarferðir innanlands með Friendship skrúfuþotum. DC-3 flugvélar munu hins vegar not- aðar meðan skoðanir fara fram á Friendship flugvélunum. Sam kvæmt vetraráætlun verður inn anlandsflugi hagað sem hér seg ir. Til Akureyrar verður Uogið alla daga, tvisvar á dag virka daga og einu sinni á sunnudög- um. Til Vestmannaevja verður floff'ð alla daga vikunnar. Til ísafjarðar og Egilsstaða verða ferðir alla virka daga. Til Sauð árkróks á briðjudögum, fimmtu dögum og laueardögum. Til Hornafjarðar á mánudö^um, miðvikudögum og föstudöpum. Til Patreksfjarðar er flogið á Hriðiudöpum, f’mmtudögum og laugardöeum. Tekjð skal fram, að fimm+udagsferðin til Pat- reksfjarðar heldur áfram +’l ísa fiarðar o“ baðan +’l Revkia-'nk- ur. T’l Raufarhafnar og Þórs- hsfr>ar verður flo<JÍð í fram- hsldi af Akurevrarfiugi á mið- v’kudöeum. Til Facrursbólrrnvr ar verður flogið á miðviki’dög- um og heldur sú ferð áfram til Hornafiarðar og þaðan til Reykjavíkur. Hinn 1. desemher verður tekið upp flug til Nes- kaunstaðar í Norðfirgi. Þangað verður flogið á mánudögum og föstudöeum. Flus til Norðf’arð- ar er með v’ðkom” é HornrfirSi í báðum leiðum T’1 Húsnv-’kur verður flogið á þriðiudögum og föstudöeum, þannig að mnrjun ferð t’l Akureyrar heldur áfram til Húsavíkur og þaðan til Reykjavíkur. Milli Akurevrar og Egilsstaða verður floeið á br’ðiudö’T’im og fimmtudnuum. CASKAMIT LIIVS IrLli^ilriil mm slippstödin H.R PÓSTHÓLF 246 . SlMI (96)21300 . AKUREYRI SKEMMTI- KVÖLD Dansað bæði niðri og uppi á laugardagskvöld. Hljóm- sveit Ingimars Eydals niðri, Tiríó örvars Kristjánsson- ar uppi. S JÁLFST ÆÐI8HIJSIÐ, Akureyri. Sími 12970

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.