Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 04.04.1970, Blaðsíða 3

Íslendingur - Ísafold - 04.04.1970, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 4. APRlL 1970. 3 Engum að treysta - nema sjálfum sér Hugleiðingar um umferðarmál í umferQmni ægir öllu sam- an, bifreiðum, mótorhjólum, reiðhjólum, hestum og mönnum, en ekki fer þetta nú allt með sama hraða eða tekur sama rúm á veginum og götunum. Meðal annars þess vegna eru sett lög og reglur um það, hvernig menn eigi að haga sér í umferðinni, og ef allir færu í einu og öllu eftir þeim lögum og reglum, þá yrðu sennilega engin umferðar- slys eða ýhöpp í umferðinni. — Það væri dálítill mumir frá því sem nú er. Umferðarlögin kveða svo á, að gangandi vegfarendur skuli nota gangstéttir, þar sem þær eru meðfram vegum, og víkja til hægri handar fyrir þeim sem á móti lcoma og hleypa þeim, sem á eftir koma og hraðar vilja fara, fram hjá sér vinstra meg- in. En þar sem engar gangstétt- ir eru, gildir sú regla, að ganga á vinstri vegarkanti og aldrei fleiri en tveir hlið við hlið, og víkja þá til vinstri fyrir bílaum- ferð, sern á móti kemur. Það eru mikil brögð að því, að þessi regla sé brotin, enda hefur hún sætt allmikilli gagnrýni. Það má e.t.v. segja, að hún sé tæplega framkvæmanleg á okkar þröngu og slæmu götum. En hvað svo sem um það má segja, þá er af- ar áríðandi, að gangandi fólk fari varlega, ef það þarf að ganga eftir akbrautum og gangi svo nærri vegarbrún, sem unnt er. Einkum á þetta þó við eftir að dimmt er orðið, og þá alveg sérstaldega ef skyggni er slæmt af einhverjum ástæðum. Maður, sem við slíkar aðstæður gengur langt inni á akbraut, og ekki sízt ef klæðnaður hans er sam- litur vegÍBfeim, er í bráðri lífs- hættu. Það er ekki víst, að öku- maður, sení um veginn ekur, sjái manninn í tæka tíð og hafa hlotizt af því mörg og alvarleg slys. Það er til bóta að hinn gangandi maður beri eitthvað í hendinni, sem ekki er samlitt umhverfinu, t.d. ef vegur er dökkur, þá er gagn í því að halda á hvítu blaði eða þess hátt ar. En endurskinsmerkin eru þó miklu betri og gegnir furðu að notkun þeirra skuli ekki hafa verið lögboðin við ýmsar aðstæð ur. Þurfi gangandi maður að fara yfir götu af einhverjum á- stæðum, ber honum að nota merktar gangbrautir, þar sem þær eru. Þá á hann rétt á að ganga yfir götuna og ber þá um- ferð á akbrautinni að nema staðar ef þörf krefur. Þetta leys ir þó ekki hinn gangandi veg- farenda undan þeirri sjálfsögðu skyldu að fara varlega út á ak- brautina, líta áður vel í kring um sig til að vera viss um að vegfarendur á akbrautinni séu ekki komm'r það nálægt að þeir geti ekki stöðvað áður en að gangbrautinni kemur. Sé óhætt að ganga yfir, skal það gert hik- laust og vera innan merlcja gang brautarinnar alla leið. Athygli slcal vakin á því, að þar sem ak- braut er skipt í akreinar, tvær eða flciri, er ekki nóg að huga að umferð á þeirri akrein, sem næst er, heldur á þeim báðum eða öllum. Þar sem götuvitar eru á gatnamótum, má ekki ganga af stað yfir götu fyrr en grænt ljós er komið á vitann — grænn karl — og bifreiðaum- ferð hefur stöðvast um götuna. Þar sem ekki eru merktar gang- brautir, ber gangandi mönnum að sýna enn meiri varkárni, m. a. vegna þess, að þar eru engin gangbrautarmerki, sem öku- menn sjá og taka tillit til. Þá er höfuðatriðið að gera ekki til- raun til að fara yfir götuna, nema umferð um hana sé ekki tafin eða trufluð af þeim sökum og fara þá undantekningarlaust þvert yfir götuna en alls ekki á ská. Þegar allar götur eru þakt- ar snjó, er afar erfitt að átta sig á, hvar merktar gangbrautir eru, sökum þess að merking þeirra er oftast fólgin í því, að máluð eru strik á yfirborð götunnar. Þetta er að sjálfsögðu algerlega ófullnægjandi merking, ekki sízt á þeim stöðum, þar sem snjó- þungt er. Ættu því öll gangbraut armerki að vera á þar til gerð- um skiltum. Mörg og alvarleg slys hafa orðið á gangandi fólki á vegum og götum, og það einn- ig þótt það hafi verið á merkt- um gangbrautum, og er verðugt en tiltölulega auðvelt verkefni fvrir allan almenning að vinna að því að þau hverfi alveg. Bifreiðastjórum og öðrum beirn, sem farartækjum stjórna, ber að sýna sérstaka aðgæzlu ef þeir þurfa að aka yfir gangstétt, l.d. út úr porti eða af bifreiða- stæði, og sömuleiðir ber gang- andi vegfarendum að vera mjög athugulir og aðgætnir ef þeir burfa að ganga eftir eða yfir ak braut, og vera þess vel minnug- ir, að í umferðinni er engum að treysta — nema sjálfum sér. — x. Smáauglýsingar kosta 100 kr. NÝ SENDING! Vor-kjólar TÍZKUVERZLUNIN Hafnarstræti 92, Akureyri. Sími 11095. IMý sending röndótt, finnsk BÖMULLAREFNI. - Einnig mjög skemmtilegar HANNYRÐARVÖRUR. Verzlunin DVIMGJ/V Hafnarstræti 92, Akureyri, sími 127 54. 7/7 ferm- ingargjafa TÖSKUR UNDIRFÖT GREIÐSLUSLOPPAR HÁLSMEN og margt fleira. BUXNA-DRESS, stærðir 10 — 14 og 36 — 42 nýkomin. IHarkaðurinn Hafnarstræti 106, Akureyri. Sími 11261. ÓDÝRA Skútugarnið er komið aftur. Aðeins kr. 36.00 hnotan. Verzl Brynjólfs Sveinssonar hf. Skipagötu 1, Akureyri. PFAFF- saumavélar eru þær fullkomnustu á markaðinum í dág, — margar gerðir í töskum og skápum. PFAFF-sníðanámskeið eru að hefjast. Innritun í Verzl. Skemman, og hjá PFAFF-umboðinu á Akureyri, Bergþóra Eggertsdóttir, Hafnarstræti 102, 4. hæð, sími 11012. Borðklútar og gólfklútar Vinnuvettlingar, 2 tegundir. Heildsala — Smásala. Dúkaverk- smiðjan hf. við Glerárbrú, Akureyri. Sími 11508. TERYLENE- BARNAKÁPUR, - verð kr. 675.00. TERYLENE-STAKKAR, — verð kr. 498.00. BUXNAKJÖLAR Á STELPUR, — ný gerð. * Verzl. Asbyrgi Hafnarstræti 108, Akureyri Vistheimilið Sólborg á Akureyri — stofnun fyrir vangefið fólk í Norðlendingafjórðungi — tekur til starfa mánudaginn 13. apríl nk. — Um- sóknir og læknisvottorð þurfa að berast sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðukonan, Kolbrún Guðveigs- dóttir, símar 2-14-54 og 2-17-54. STJÓRN SÖLBORGAR. Aðalfundur Stangaveiðifélagsins Flúðir, Akureyri, verður haldinn sunnudaginn 5. apríl að Hótel Varðborg kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. V erðlaunaafhending. Inntaka nýrra félaga. Félagar eru hvattir til að mæta. STJÓRN FLÚÐA. KJORSKRA fyrir bæjarstjórnarkosningar, sem fram eiga að fara í Akureyrarkaupstað hinn 31. maí 1970, liggur frammi á bæjarskrifstofunni í Geislagötu 9 frá 31. marz til 28. apríl næstk. á venjulegum skrifstofutíma. Kærum út af kjörskránni ber að skila á skrifstofu bæj- arins fyrir 9. maí næstk. Bæjarstjórinn á Akureyri, 25. marz 1970. BJARNI EINARSSON. ODYRIJ HERRASKYRTLRISiAR KOMNAR AFTUR. - STRAUFRÍAR. - 4 LITIR. HERRADEILD Hinir margeftirspurðu rafmagnsofnar (gegnumstreymis), — bæði með skiptirofa og thermost. — falleg og góð vara. Húsbyggjendur. Gerið pantanir sem fyrst. Raforka hf. Glerárgötu 32, Akureyri. — Sími 12257. Ulmlmtfiir /Vu!!,Ys:na,“ -Ísuíoid siminn er 2-15-00

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.