Íslendingur - Ísafold

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Qupperneq 5

Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Qupperneq 5
ÍSLENDINGUR-lSAFOLD - MIÐVIICUDAGUR 27. MAI' 1970. 5 RÆTT VIÐ KNÚT OTTERSTEDT RAFVEITUSTJÓRA Knútur Ottorstedt, rafvoitustjóri og Pramkvæmdastjóri Laxár- virkjunar, skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Öllum er kunnugt uin þann styr, sem staðið hefur um Gljúfurversvirkjun, og óhætt er að fullyrða, að það er ekki sízt Knúti að þakka að lausn ar nú fengin á því máli, þótt þar hafi að sjálfsögðu fleiri koinið við sögu. Málflutningur hans um virkjui.'armálin hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann er hóf- sainur og rökfastur í sínum málflutningi, og er Knútur virtur jafnt af þeim, sem eru á móti virkjuninni og þeim, sem henni eru hliðhollir. Þá or Knútur einnig þekktur fyrir margvísleg störf í þágu íþróítamála á Akureyri. Blaðið hefur Iagt nokkrar spurningar fyrir Knút Otterstedt, og að sjálfsögðu eru vrj-kjunarmálin efst á baugi. — Hvaða ákvarðanir hafa verið teknar 1 sam- bandi við áframhald- andi virkjun Laxár? — Virkjun Laxár hefur nú verið lengi á dagskrá og mikið um hana rætt og ritað. Mikil mótmæli hafa komið fram gegn þessum fyrirhug- uðu framkvæmdum, og þau studd ýmsum fullyrðingum og rölcum, mismunandi sterkum. Stjórn Laxárvirkjunar hefur ekki viljað knýja málið fram í óþökk heimamanna, og hefur hún fyrir sitt leyti fallizt á að hverfa frá áformum um Suð- urárveitu, en það var flutn- ingur vatns úr Suðurá yfir í Kráká, og einnig hefur stjórn- in fallizt á ýmis önnur þau atriði, sem heimamenn lögðu áherzlu á. Nú á næstunni mun verða gengið til samninga við Norðurverk hf. um byggingar- framkvæmdir, og fljótlega þar á eftir munu samningar um vélar og tæki til stöðvarinnar verða undirritaðir. — Fram- kvæmdir geta því hafizt í byrj un næsta mánaðar og stefna verður að því, að stöðin geti tekið til starfa fyrir árslok 1972. — Hvað kostar þessi á- fangi, og hvernig er hann fjármagnaður? — Þessi virkjunaráfangi, sem nú er fyrirhugaður, er á- ætlaður kosta um 346 millj. kr. án vaxta á byggingartíma. — Hvað er þessi áfangi stór, hve lengi mun hann endast og hvað tekur síðan við? — Þessi áfangi mun vænt anlega gefa um 7 þús. kw og geta framleitt um 50 millj. kwst. á ári, en núverandi stöðvar geta gefið um 12 þús. kw og um 100 millj kwst. á ári með hjálp toppstöðva. Miðað við þá orkuspá, sem gerð hefur verið fyrir svæð- ið, þá er gert ráð fyrir að þessi áfangi endist til ársins 1977 eða 1978. Þá myndi væntan- lega verða byggð stífla efst í Laxárgljúfrum með um 20 m vatnsborðshækkun og yrði þá afl stöðvarinnar um 19 þús. kw og árleg framleiðslugeta um 110 millj. kwst. Þessi virkj un mun samkvæmt orku- spánni endast til 1984 eða 1985. — Nægir raforka frá Lax- árvirkjun einnig fyrir stóriðju, ef ekki, hvern ig verður raforkuþörf hugsanlegrar stóriðju þá leyst? — Ef rniðað er við stór- iðju af svipaðri stærð og ál- bræðslan í Straumsvík, • þá mun raforka frá virkjunum við Laxá ekki nægja. Til eru þá tvær leiðir, önnur er virkj- un Dettifoss, en hin háspennu lína til Akureyrar, frá virkj- ununi á Suðurlandi, og þar með samtenging þessara orku svæða. — Hver er reynslan af gufuaflsstöðinni við Námafjall? — Þessi stöð, sem er raun verul. fyrsta stöö sinnar teg- undar hér á landi, hefur nú starfað í um 7 mánuði, og er nú svo lcomið að flestir byrj- unarörðugleikarnir hafa verið yfirunnir. Rekstur stöðvarinn- ar ætti því að geta gengið vel í framtíðinni. Erfitt er að spá um áframhaldandi þróun á þessu sviði, en mikið veltur á að kostnaður við gufuöflun- ina lælcki frá því sem nú er. Það er gert ráð fyrir því, að Laxárvirkjun kaupi gufuna af Jarðvarmaveitum ríkisins og talað hefur verið um 31 eyri á hverja framleidda kwst., en það þýðir að orkuverð stöðv- arinnar fer aldrei niður fyrir 35 aura á kwst., jafnvel elcki að afskriftartíma liðnum. — Hafa verið gerðar áætl anir um aðrar virltjan- ir á Norðausturlandi? — Gerð hafa verið frum- drög að ýmsum virkjunum í Jökulsá á Fjöllum, m. a. við Dettifoss, en þar eiga eftir að fara fram ýtarlegar athugan- ir og rannsóknir á staðnum.— Ennfremur hefur verið gerð lausleg athugun á virkjun Skjálfandafljóts við Ishóls- vatn, en þar hafa eldci verið gerðar neinar athuganir á staðnum. Það er þó margt sem bendir til þess, að þessi virkj- un við íshólsvatn verði tölu- vert dýrari en virkjun Laxár. — Hefur raforkusala til húshitunar aukizt hjá Rafveitu Akureyrar? — Töluverð aukning hef- ur verið undanfarin ár á þessu sviði, einkum þó á daghitun. Raforka til húshitunar hefur aukizt frá 26.2 millj. kwst. ár- ið 1966 í 30 millj. kwst. árið 1969. Rafveita Akureyrar hef ur fullan hug á því að gera samkeppnisaðstöðu raforku til húshitunar betri í framtíð- inni en nú, en það er rétt að benda á í þessu sambandi, að stofnkostnaður rafhitaðra ein býlishúsa af meðalstærð er um 50 — 60 þús. kr. lægri en olíu- kyntra. Hins vegar er verðið á hitaeininguna með raforku um 30 — 35% hærri í dag. — Og að lokum? — Ég vil að lokum fagna því, að lausn skuli hafa feng- izt á virkjunarmálunum, því þar er um stórmál að ræða. — Ekki aðeins fyrir Akureyri, heldur fyrir allt orkuveitusvæð ið, og ég er viss um það, að áframhaldandi virkjanir í Lax á munu stuðla að því, að stór- iðja verði staðsett hér á þessu svæði, jafnvel þótt þær einar geti ekki annað raforkuþörf slíks iðnaðar. Framkvæmdir v/ð Laxárvirkjun hefjast í næsta mánuði — Sá áfangi mun 'J kosta um 346 milljónir króna og mun væntanlega tilbúinn árið 1972 Ríkicctiórnin og Seðlabankinn haf° «»efi.ð ákveðin fyrirheit um fé <:l framkvæmdanna, og í fi-pmkvæmdaáætlun ríkisins í ár °r «ert ráð fvrir 55 millj. kr. fé tí 1 Laxárvirkjunar. Til- þo«: ft-á sænska fyrirtækihu ASFA í rafal oy annan búnað að n"nhæð 50 millj. kr., mun ver?'-' tek’ð. en fvrirtækið býð ur míllj. kr. lán til 8 ára m°ð 8% vöxtum. og verður þv: ''"°ntanleor> tekið. Gert er ráh f'nir, að Laxárvirkjun sjá’f °eti lagt fram á bvgging- artímn um 60 — 65 millj. kr. Ennfremur er gert ráð fyrir því. að eignaraðilar, þ.e. Ak- ureyrarlcaupstaður og rílcissjóð ur, leggi fram óafturkræft framlag til virkjunarinnar og auk þes ser gert ráð fyrir því, að ríkissjóður greiði fyrir a.ukna aðild að virkjuninni, þ.e. hækkun úr 35% í 50%. Ekki hefur þó enn verið sanr- ið um þessi atriði, enda mun hugsanleg aðild Húsavíkur- kaupstaðar að Laxárvirkjun geta breytt einhverju hér um. Frá Laxárvirkjun.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.