Íslendingur - Ísafold

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Qupperneq 6

Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Qupperneq 6
6 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 27. MAl 1970. UQRT ■9 ti n i KVIKIVIYNDASAGA 22. HLIJTI Howie laut niður og fór að leita að saxinu, Lee stóð á fætur og virt- ist óráðinn í, hvað hann ætti til bragðs að taka. Svo hljóp hann þang að sem Brúnka stóð yfir eiganda sín- um, meðvitundarlausum enn að kalla, rakti kaðalhönkina, sem brugð- ið var um hnakknefið og tók að binda Jóa Bass. „Þú þarft hvorki að drepa hann né flá af honum höfuðleðrið," hrópaði Lee til Jim Howie, sem loks hafði fundið sax sitt aftur. „Þú sérð, að ég hef bundið hann . . .“ „Ég á eftir að tala beíur við þig, þegar ég má vera að, þitt svarta kvik indi,“ öskraði Jim Howie. „Þegar ég hef fláð höfuðleðrið af honum lif- andi . . .“ Þetta voru ekki þau viðbrögð, sem Lee hafði reiknað með. Og allt í einu var eins og allt það hatur og öll sú reiði, sem hann hafði birgt inni með sér áratugum saman, næði tök- um á honum og krefðist útrásar. Án þess að skeyta hið minnsta um hætt- una, réðist hann umsvifalaust á Jim Howie, barði af sér hnífslagið með annarri hendinni, en laust hinum hnefanum af öliu afli undir bringspal irnar á honum. Jim Howie náði taki með annarri hendmni um hálsinn á svertingjan- um, en reyndi að leggja hann sax- inu með hinni. Einhvers staðar úti á auðninni gall við rödd: „Náðu af honum saxinu, heimskinginn þinn . . . náðu af hon- um saxinu!" Kannski var það Jói Bass, sem vaknað hafði til meðvit- undar. Kannski var það Júlíus Cesar — eða Napóleon. Lee vatt sig úr haustakinu, án þess að sleppa gripinu um úlnlið á þeirri hönd Jim Howie, sem hélt um saxið. Og nú var runninn sá berserksgang- ur á Lee, að hann vatt upp á arm andstæðingsins og mundi hafa hand- leggsbrotið hann, ef hann hefði ekki sleppt takinu á saxinu. Lee tók upp saxið og mundaði það, eins og hann hafði séð ekru-verka- mennina bregða hnífum, þegar sló í brýnu með þeim á laugardagskvöld- um út af stelpu eða áfengi, — eða ekki neinu. Howie hörfaði um skref, stillti reiði sína og varð slóttugur á svip- inn. „Þú ættir ekki að leika þér að þessu saxi, piltur minn,“ sagði hann smeðjulega. „Varpaðu því til mín, og þá skulum við láta það gleymt, að þú hafir reynt að setja fyrir mig fót- inn.“ Lee færði sig nær rifflinum sem lá í sandinum við hliðina á J6a Bass, sem var nú vaknaður til meðvitund- ar og reyndi að losa sig úr böndun- um, sem Lee hafði reirt hann í. — „Hreyfðu þig ekki, Howie," sagði Lee. En um leið og hann sleppti orð- unum, fann hann kjark sinn þverra, þrátt fyrir allt. Uppeldið sagði til sín. Hann var þræll, svartur þræll, sem kennt hafði verið að kalla alla hvíta menn herra og lúta boði þeirra og banni. Sú tilraun, sem hann hafði gert til þess að brjóta það ok af sér, hafði ekki borið sérstaklega uppörv- andi árangur hingað til. „Við skulum semja, piltur minn,“ sagði stigamannaforinginn. • „Láltu mig fá hnífinn, og ég skal láta það ógert að flá höfuðleðrið af náungan- um þarna. Ég skal koma þér yfir til Mexikó, ef þú vilt, jafnvel fá þér nokkurn farareyri." Lee ætlaði að svara stigamannafor- ingjanum því til, að loforð hans væru ekki annað en marklaus lygi. En ein- hverra hluta vegna vafðist honum tunga um tönn. Móðir hans, óðalseig- andinn og eiginkona hans, allt þjón- ustufólkið, hafði alltaf sagt honum að halda sér saman, og hann hafði hlýtt því. Hann lét saxið falla úr hendi sér. „Fjandans löðurmennið)" öskraði Jói Bass. „Þú ert skynsamur, piltur minn,“ mælti Jim Howie og glotti við um leið og han beygði sig niður til að taka upp saxið. „Furðu skynsamur af svertingjaþræl að vera,“ bætti hann hæðnislega við, og þóttist nú ekki þurfa að látast lengur. En hann reyndist heldur bráður á sér. Um leið og hann hugðist þrífa saxið, sveiflaði Lee hnefanum til höggs. Hann hæfði þar sem hann miðaði og leyfði ekki af sér og stiga- mannaforinginn hrökklaðist á bak aftur, yfir að vagninum, og réði sér nú ekki fyrir reiði. Rétt hjá vagninum stóð reka, sem stungið hafði verið í sandinn. Jim I-Iowie þreif hana, reiddi til höggs og réðist gegn svertingjanum. Lee brá sér undan og greip brotna hjólspæl að barefli. Nokkurt andar- tak stóðu þeir þarna, en svo lét Howie til skarar skríða og gerði bæði að leggja og berja með skófl- unni, en Lee bar af sér lög hans og högg með hjólspælnum, unz Howie gat lostið hnúa hans með egg skóflu- blaðsins. Þá missti Lee hjólspælinn úr hendi sér, og um leið greiddi Howie honum vel úti látið höfuðhögg með flötu blaðinu, svo að hann féll til jarðar. Howie tók skref aftur á bak, hélt skóflunni eins og skutli og hugðist Skrifstofa Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri, að Skipagötu 13, verður framvegis opin frá kl. 10 — 22 alla daga. Stuðningsfólk flokksins, sem vill lána bíla, vinsamleg- ast hafið samband við skrifstofuna sem fyrst. Sími 21504 og 21506 Sjálfstæðisfélögin reka blaðið í brjóst svertingjans, þar sem hann lá. I sömu svifum fann Lee hjólspælinn við hlið sér á sand- inum, greip til hans með þeirri hönd inni, sem ósærð var og rétti hann upp, til að bera af sér lagið. Og lag- ið geigaði, en Jim Howie hrökklaðist til hliðar og féll í sandinn. Hvass brotoddurinn á spælnum hafði rek- ist í háls stigamannsins, sem lá nú dauður í blóði sínu á sandinum. Lee strauk andlitið með höndun- um. Hvítum mönnum gat blætt til ólífis. — Þeir voru ekki ósæranlegir. Hann stóð upp. laut síðan að Howie og tók að leita í vösum hans. Hann tók fyrst af honum gullúrið og stakk því í skyrtuvasa sinn, eftir að hafa sannfært sig um að ekki væru nein göt á honum. Því næst dró hann lítinn eltiskinns pung upp úr öðrum vasa hans, troð- fullan af gullpeningum, — sumum frönskum eða enskum og öðrum spænskum eða þýzkum, — en þó voru flestir þeirra bandarískir, — tuttugu doilara gullpeningar. — Lee andvarpaði, gekk síðan þangað sem Brúnka stóð og seildist ofan í tösk- una á hnakldafinu. Viskíhnallurinn, sem hann hafði fært Jóa Bass, var enn nærri hálffullur og Lee fékk sér vænan teyg. Jói Bass, sem hafði tekizt að smeygja af sér böndunum, mælti ró- lega: „Þú hefur sannarlega unnið fyrir sopanum, Lee. Leystu mig nú, og mér skal vera það ánægja að drekka með þér.“ Ungir kjósendur! Sfefna Sjálfstæðismanna í bæjarmálum Akur- eyrar byggist á því að búa ungu fólki sem bezt skilyrði í bænum. — Kynnið ykkur gagnorða málefnayfirlýsingu þeirra og stuðlið að hag unga fólksins með því að kjósa D-listann. Unga fólk! Sækjum fram til sigurs fyrir lista Sjálfstæðis- manna og gerum næsta kjörtímabil að mestu framfara- og velmegunar- árum í sögu Akureyrar. Stuðlum að sigri S jálf stæðisf IoSí ksttts Sjálfstæðisfólk Akureyri Áríðandi er, að skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fái sem fyrst í hendur upplýsingiir um stuðningsfólk, sem dvel- ur erlendis, eða vsrður fjarverandi á kjördag. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins að Skipagötu 13 er op- in kl. 10 — 22 daglega. Sími 21504 og 21506

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.