Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Síða 7
ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 27. MAl 1978- T
DAGBÓK
1
SJtKRAÞJÓNUSTA
VAKTAUPPLÝSINGAR vegna
þjónustu lækna og lyfjabúða á
Akureyri eru gefnar allan sól-
arhringinn í síma 11032.
SJÚKRABIFREIÐ Rauða Krossins
á Akureyri cr staðsett í Slökkvi-
stöðinni við Geislagötu, - sími
12200.
TILKYNNINGAR
TILKYNNINGAR i dagbók eru
birtar ókeypis. — Þær þurfa að
berast skrifstofu blaðsins fyrir
hádegi á mánudag, ef þær eiga
að birtast í þriðjudagsblaði, og
fyrir hádegi á fimmtudag, ef
þær eiga að birtast í föstudags-
blaði. — Sími 21500.
Smábarnagæzluvellirnir Mýravöll-
ur, Hlíðavöllur og Byggðavöll-
ur eru teknir til starfa, og gæzlu
konur munu verða á opnu völl-
unum Víðivelli, Brekkuvelli og
Gilsvelli frá 1. júní. — Leik-
vallanefnd.
Náttúruskoðunarferðir. — Nk.
fimmtudag, 28. maí, lcvöldferð
i nágrenni bæjarins, skoðaðir
fuglar og steinar o. fl. — Hefst
kl. 8 sd. við Náttúrugripasafn-
ið. — Sunnudaginn 31. maí, —
Öxnadalur — Hraunsvatn. —
Farið frá Náttúrugripasafninu
um kl. 1.30 e.h. — Nánari upp-
lýsingar á skrifstofu safnsins
og- skrifstofu Ferðafélagsins í
Skipagötu. — Símar 12983 og
12720.
Opinber fyrirlestur: Hvað tákna
dýrin í Opinberunarbókinni? —
að Þingvallastræti 14, 2. hæð,
sunnudaginn 31. maí kl. 16.00.
Allir velkomnir. — Vottar Je-
hóva.
Minjasafnið á Akureyri er opið á
sunnudögum kl. 2 — 4 e.h.
Náttúrugripasafnið á Akureyri. —
Sýningarsalir safnsins verða lok
aðir í maímánuði. — Skrifstof-
an er opin á mánudögum kl.
4 — 7 síðdegis.
GIFTINGAR
I
I
I
I
I
I
I
s
I
I
I
s
s
I
I
I
I
I
I
Þeir sögðu —
Framhald af bls. 8.
byggingar á Akureyri eftir brunann
þar? Bæði á Akureyri og Sauðárkróki
er verið að ráðast í mjög merka nýja
framleiðslu í skinnameðferð. ÞETTA
ERU STÓRMERKAR FRAMKVÆMD-
IR, SEM VIÐ FRA UPPHAFI VILD-
UM STYÐJA." - Hann sagði enn-
fremur: „En spyrja má: Var hallað á
Reykjavík? Samanborið við Norður-
land og Austurland, var ekki hallað á
Reykjavík. Ég fullyrði hiklaust, sem
1. þingmaður Reykjavíkur, að ef fé
hefði verið tekið frá Norðurlandi til
þess að úthluta í Reykjavík, HEFÐI
VERIÐ FRAMIÐ RANGLÆTI GAGN
VART NORÐURLANDI, SEM ÉG
VIL EKKI SEM ALÞINGISMAÐUR
OG STJÖRNANDI BERA ABYRGD
A ..." — Umræður þessar fóru fram
á Alþingi islcndinga 12. nóvember
síðastliðinn.
Menn geta svo velt því fyrir sér,
hverjir studdu heilshugar fjármagns-
útvcgun til atvinnuuppbyggingar á
Akureyri. — Voru það Framsóknar-
menn???
Þann 2. maí voru gefin saman
hjónaband í Akureyrarkirkju D
ungfrú Ingibjörg Steinunn Jóns- I
dóttir og Guðmundur Jón Gísla ®
son verkstjóri. — Heimili þeirra ■
verður að Ólafsvegi 17, Ólafs- I
firði. ■
--------------------|
Islmlinyiir i
-Lsuiold i
Blað fyrir Vestfirði, Norðurland
og Austurland. Arsáskrift 300 kr. ■
títgefandi: Útgáfufél. Vörður hf. B
Ritstjóri: Sæmundur Guðvinsson. H
Framkv.stj. Oddur C.Thorarensen. _
Skrifstofur að Hafnarstræti 107, I
3. hæð, Akureyri. Afgreiðslu- og |
auglýsingasími 21500, ritstjórnar-
sími 21501. Prentsmiðja að Gler- I
árgötu 32, 2. hæð, Akureyri. — I
Sími prentsmiðjustjóra 21503. — "
Dömuskór
— Hvítir, rauðir,
bláir, svartir.
— Verð frá kr. 815.00.
Skóverzlun
M. H. Lyngdal
Hafnarstræti 102,
Akureyri. Sími 12399.
arnar í Rvík, furðuðu sig á
því, hvernig fyrsti ræðumaður
Farmsóknar hóf mál sitt. —
Hann veittist að atvinnumála-
nefnd ríkisins fyrir að hafa
ausið út fé hingað og þangað
út um land, sem Reykjavík
hefði átt siðferðilega heimt-
ingu á. Þetta er kannske mann
legur breyskleiki þess henti-
stefnuflokks, sem í hverju
máli þarf að aka seglum eftir
vindi. Áður fyrr þóttist Fram-
sókn vera brjóstvörn dreifbýl-
isins gegn ofurvaldi höfuðstað
arins. En nú, þegar afla skal
atkvæða Reykvíkinga til að
auka Reykjavíkurvald Fram-
sóknar, er óskapast yfir því,
hvernig blessaður höfuðstað-
urinn er hlunnfarinn með fjár
magn vegna ágengni dreifbýl-
isins!
A förnum vegi —
Framhald af bls. 2.
gerðarfélaginu á floti. En al-
menningur hefur sætt sig við
þetta, þar sem uppgjöf slíkra
atvinnufyrirtækja mundu hafa
mjög lamandi áhrif á allt at-
vinnulíf bæjarins. En hvaðan
hefur Dagur það, að Slipp-
stöðin sé sérstakt fyrirtæki
,,Sjálfstæðismanna“? Tæplega
eftir „uppeldissyni“ fyrirtæk-
isins á B-listanum, eða hvað?
NIÐUR MEÐ
DREIFBÝLIÐ!
Flestir, sem hlýddu á sjón-
varpsumræðurnar sl. sunnu-
dag um borgarstjórnarkosning
Hvað hafði —
Framhald af bls. 1.
Til hafnargerðar — 15 millj.
Til tollvörugeymslu — 4.6
milljónir.
Til hitaveitu — 3.5 millj.
Til ýmissa aðila, — um 12
milljónir krðna.
íbúð óskast
4 — 6 herbergja íbúð eða
einbýlishús óskast á Ieigu
frá ágústmánuði. — Uppl.
í síma 12782.
7/7 sölu
5 herbergja íbúð í tvílyftu
timburhúsi í innbænum til
sölu. — Upplýsingar gef-
ur Ásmundur Jóhannsson
hdl., — símar 12742 og
21721.
Bílasímar á kjördag
Bílaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins
á Akureyri verður að
SKIPAGÖTU 13 á kosningadaginn.
SÍMAR SKRIFSTOFUNNAR VERÐA
21508 og 21509
Almenn upplýsingaskrifstofa verður
I SJÁLFSTÆÐISHOSINU,
SÍMAR
21504 og 21506
Hvítir strigaskór
- Stærðir 36-45.
* *
SKOBLÐ
GOLF-frétt,r •
Um sl. helgi lauk hjá Golfklúbb Akureyrar keppni um Gull-
smiðabikar, sem er 36 holu keppni, leikin með fullri forgjöf.
Eftir spennandi keppni fóru leikar svo, að Gunnar Konráðsson
sigraði með 131 höggi. — Annar varð Hermann Benediktsson
með 136 högg og þriðji Sævar Gunnarsson, 138 högg. — Gunn-
ar er með reyndari golfleikurum Golfklúbbsins, en hefur lítið
æft í vor, og er þetta að heita má í fyrsta skipti sem hann
kemur á völlinn í sumar, og sneri samt þarna af sér ýmsa
golfleikara, sem töluvert hafa æft á þessu vori.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur sam-
úð og hluttekningu við fráfall og jarðarför
GUÐMUNDAR KARLS PETURSSONAR,
yfirlælcnis.
Sérstakar þakkir færum við stjórn Fjórðungssjúkrahússins, sem
heiðraði minningu hans með því að kosta útförina. — Einnig
þökkum við samstarfsfólki hans aila hjálp og vinarhug.
Inga Karlsdóttir, Auður Guðmundsdðttir,
Sigríður Guðmundsdóttir, Friðjón Guðröðarson,
Margrét Guðmundsdóttir, örn Höskuldsson,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Friðrik Páll Jónsson
og barnabörn.
NÝKOMNAR
SIMYRTIVÖRUR
FRÁ
GERMAINE MONTEIL, - ORLANE
og MAX FACTOR
VÖRUSALAN
Hafnarstræti 104, Akureyri — Sími 11582.