Íslendingur - Ísafold - 27.05.1970, Page 8
Nýfa forystu í bæjarmálum Akureyrar x-D
, 1
Iskmlinífur
-ísafold 1
i
i
f
i
i
I
i
i
Miðvikudagur 27. maí 1970.
Háskaleikur
Allir viðurkenna, að við samn-
ingagerð þá, sem nú stendur yfir,
verði launþegar að fá verulegar
kjarabætur, enda ljóst, að staða
atvinnuveganna hefur stórbatnað
til þess að standa undir þeim
kjarabótum. Launþegar hafa líka
á undanförnu þrengingartímabili
sýnt mikla biðlund og skilning á
vanda þjóðfélagsins. Þeir hafa lát
ið stjórnast af raunsæi og glögg-
skyggni á raunverulegum hag, en
ekki látið glepjast af þeim, sem
alltaf reyna að nota kjaradeilur
verkalýðsfélaganna sér til póli-
tísks ávinnings.
Viðhorf hins almenna borgara
til þessarar kjaradeilu kemur vel
fram í tillögu þeirri, sem Gísli
Jónsson flutti af hálfu Sjálfstæð-
ismanna á siðasta fundi fráfar-
andi bæjarstjórnar Akureyrar, en
þar sagði svo: „I sambandi við
kjarasamninga þá, sem nú standa
yfir milli launþega og atvinnurek-
enda, lýsir bæjarstjórn yfir því,
að hún vill stuðla að því, að laun-
þegar fái réttmætar og sanngjarn-
ar kjarabætur að því marki, sem
atvinnuvegirnir framast geta bor-
ið.“ — Vandinn í þessu er að
finna mörkin og koma kjarabót-
unum þannig fyrir, að sem minnst
ar líkur séu á því, að til nýrrar
verðbólgu leiði.
Rikisstjórnin hefur eins og áð-
ur reynt að greiða fyrir samning-
um og í þetta sinn bent á, að
staða þjóðarbúsins myndi þola
10% gengishækkun. I hvert sinn,
sem gengislækkun hefur orðið, I
hefur mátt heyra háværar ásak- B
anir um vonzku og kjaraskerðing-
arstefnu stjórnarinnar, en nú
bregður svo við, að hið gagnstæða
virðist einskis metið, og eru rökin
stundum heldur bágborin, eins og
t.d. í Kosningablaði Alþýðubanda-
lagsins á Akureyri, þar sem geng-
ishækkun er mótmælt af því, að
það sé ekki ríkisstjórnin, heldur
Jóhannes Nordal, sem ráði henni.
ÖII eru þessi mál svo mikilvæg
og um leið svo viðkvæm, nú rétt
fyrir kosningar, að þau hefði
þurft að ræða í friði og með ein- I
lægum samkomulagsvilja, ekki
sízt þar sem um langtímasamn-
inga gæti orðið að ræða, sem er
að verða hin mesta nauðsyn.
Því ber mjög að harma, að rok-
ið skuli hafa verið til með verk-
fallsboðanir á frumstigi samn-
inganna. Þær eru sízt til þess falln
ar að greiða fyrir samningum,
enda full ástæða til að ætla, að
þær séu fyrst og fremst pólitísks
eðlis, þáttur i kapphlaupinu milli
kommúnisía og hannibalista, þar
sem hvorugur þorir að láta hinn I
aðilann geta ásakað sig um skort ■
á hörku. En hvort er nú meira
virði, hagsmunir verkafólksins
sjálfs, sem etja á út í verkföllin,
loksins þegar atvinna er orðin
næg, og skólafólksins, sem engan
dag má missa til að vinna fyrir
námskostnaði næsta vetrar, —
eða hagsmunir hinna pólitísku for
ingja? Svarið er augljóst, og von-
andi fer betur en á horfist um
háskaleik þann, sem nú er hafinn
með verkfallsboðununum. Þar
veldur sá miklu, sem upphafinu fl
veldur.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ
— Föstudagskvöld: Restaurant.
— Laugardagskvöld: Skemmtikvöld.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, AKUREYRI - SÍMI 12970.
HOPFERÐABILAR
Bjóðum í fvrsta sinn beinar hópferðir frá Akur-
eyri til Spánar. Kostakjör. Aðeins kr. 12.800.00
báðar leiðir. Flýtið ykkur í fyrri ferð, 15. júlí.
Önnur ferð hinn 15. sept. nk.
Ferðaskrifstofa Akureyrar. Símar 11475, 11650.
mSUU&ZXmSUSBa
Nýja sjúkrahúsið á Húsavík
vígt s.l. laugardag
I
I
I
i
l
I
Hið nýja sjúkrahús á Húsavík var
vígt við hátíðlega athöfn sl. laugar-
dag. Sóknarpresturinn, séra Björn
Jónsson, framkvæmdi vígsluna að
viðstöddum fjölda gesta. — Meðal
viðstaddra var Magnús Jónsson fjár-
málaráðherra, og flutti hann kvcðjur
frá ríkisstjórninni. — Að lokinni at-
höfninni var gestum sýnd byggingin,
sem ölf er hin glæsilegasta, og siðan
boðið til málsverðar. —
Hér á efíir verður drepið á undir-
búning byggingarinnar og birt lýsing
á sjúkrahúsinu:
Árið 1958 hóf Kvenfélagasamband
Suður-Þingeyinga, fyrir forgöngu frú
Hólmfríðar Pétursdóttur, söfnun til
nýrrar sjúkrahússbyggingar, en þá
var ljóst, að sjúkrahúsið á Húsavík
var of lítið og aðstaðan ekki full-
nægjandi. Fyrsta tillöguteikning barst
frá húsameistara ríkisins ári síðar, og
önnur 1960. Þá var einnig farið fram
á leyfi eignaraðila til stækkunar
sjúkrahússins, og árið 1961 var sam-
þykkt í fulltrúaráði sjúkrahússins að
hefjast handa um leið og leyfi heil-
brigðisyfirvalda fengist.
Árið 1963 var Sveinn Ásmundsson
byggingameistari fenginn sem fram-
kvæmdastjóri verksins, en hann hafði
áður reist Héraðshælið á Blönduósi
og Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. — I
ársbyrjun leitaði hann til Sigvalda
Thordarsonar arkitekts, eftir teikn-
ingu, og lá tillaga hans fyrir í matz-
byrjun það ár.
í stjórn sjúkrahússins sátu þá: Áí-
kell Einarsson, formaður, sr. Sigurður
Guðmundsson, Einar M. Jóhannes-
son, Jón Ármann Árnason, Úlíur
Indriðason, Björn Guðmundsson og
Páll Kristjánsson, sem jafnframt var
fyrsti formaður framkvæmdaráðs og
hafði veg og vanda af undirbúningi
verksins í nánu samstarfi við héraðs-
lækninn.
Bygging hófst í apríl 1964, en um
það leyti lézt Sigvaldi Thordarson. 1
hans stað var ráðinn Geirharður Þor-
steinsson arkitekt. Byggingarmeistari
var ráðinn Ásgeir Höskuldsson, og
tók hann einnig við framkvæmda-
stjórn byggingarinnar, er Sveinn As-
mundsson féll frá, 1966. Samið var
við verkfræðistofu Sigurðar Thorodd
sen um verkfræðiþjónustu, svo og
Jóhann Indriðason rafmagnsverkfræð
ing. Múrarameistari var Valur Valdi-
marsson f. h. Varða h.f., pipulagn-
ingameistari Arnviður Ævar Björns-
son, en um raflagnir sáu rafvirkja-
meistararnir Grímur og Árni. Harald-
ur Björnsson, Ingvar Þorvaldsson og
Hafliði Jónsson, málarameistara, önn
uðust málningarvinnu.
Að skipulagi innanhúss er nýja
sjúkrahúsið á Húsavík svokölluð
Kjarnabygging. Öll dvalarherbergi
eru við úthliðar hússins, en í kjarn-
anum eru vinnuaðstaða, geymslur og
snyrting. Þetta skipulag nýtir gólf-
fletinn betur en flest önnur, og bygg
ist hér á reynslu Sigvalda Thordar-
sonar arkitekts, sem áður hafði teikn
.
Ijlö?
EISIGINN
SKEMMll
Nýja sjúkrahúsið.
að Sjúkrahús Sauðárkróks með líku
sniði.
í kjallara hússins eru m.a. geymsl-
ur, eldhús, þvottahús, fatageymsla og
snyrtiaðstaða starfsfólks og sjúkra-
bílsgeymsla. Á fyrstu hæð eru rönt-
gendeild, skurðdeild, rannsóknarstofa
skiptistofa, skrifstofur sjúkrahússins
og sjúkrahússlæknis, aðalinngangur.
Ennfremur heilbrigðismiðstöð með
sérinngangi, þrem læknastofum og
fimm skoðunarherbergjum, móttöku-
herbergi og biðstofu.
Á annarri hæð eru 15 sjúkrastofur
með 30 rúmum, vaktherbergi, upplýs-
inga- og eftirlitsmiðstöð hússins. Þá
er fæðingardeild, tvær tveggja manna
sjúkrastofur á Iokuðum gangi ásamt
fæðingarstofu, ungbarnastofu, skol-
herbergi og snyrtiherbergi sængur-
kvenna. Þá er einnig lyfjageymsla á
þessari hæð, býtibúr og língeymsla.
Á þriðju hæð verða 32 — 35 sjúkra-
rúm og aðstaða þeim lútandi. Þar á
einnig að vera borðsalur fyrir þá
sjúklinga, sem hafa fótavist. Við
austurhlið hússins er rúmgóður og
vistlegur stigagangur, sem jafnframt
á að vera setustofa fyrir sjúklinga.
Við formlega afhendingu sjúkra-
hússins til almennrar notkunar eru
tilbúin rúm fyrir 30 sjúklinga á 2.
hæð, og er kostnaður til þessa um
40 milljónir króna, þar með talinn
búnaður. — 3. hæð er tilbúin undir
tréverk og málningu, og er gert ráð
fyrir, að með henni fullgerðri verði
heildarkostnaðurinn 48 milljónir. —
Þá verða í sjúkrahúsinu 62 — 65
sjúkrarúm, og verður því kostnaður
á rúm röskar 700 þúsund krónur.
Til samanburðar má geta þess, að
kostnaður á rúm í sambærilegum
byggingum, sem nú er verið að hefja,
er áætlaður 2 — 3 milljónir.
Núverandi stjórn sjúkrahússins
slupa: Þormóður Jónsson, formaður,
Sigurður Hallmarsson, séra Sigurður
Guðmundsson, Úlfur Indriðason,
Björn Guðmundsson, Einar M. Jó-
hannesson og Jón Ármann Árnason.
Þessir læknar starfa nú við sjúkra
húsið: Örn Arnar, yfirlæknir, Gísli
G. Auðunsson og Oddur Bjarnason.
Yfirhjúkrunarkona er Þórdís Kristj-
ánsdóttir og Ijósmóðir er Ásta Lóa
Eggertsdóttir.
—= bara átwaj!p?
Mikill áhugi hcfur verið meðal
fólks á Akureyri að fá sameigin-
legan framboðsfund, þar sem
kjóscndur gætu komið og heyrt
og séð frambjóðendur allra
flokka. Blaðið hefur fregnað, að
á annan í hvítasunnu liafi orðið
samkomulag milli efstu manna
allra listanna um að efna til
slíks fundar í Iþróttaskemmunni.
Hafi þá allir verið þeirri hug-
mynd hlynntir nema Sigurður Óli,
en hann þó á hana fallizt til sam-
komulags. Jafnframt var gert ráð
fyrir, að útvarpað yrði frá fund-
inum, svo að þeir, sem ekki ættu
heimangengt, gætu líka fylgzt
með.
En nú hefur viðhorfið breylzt.
Sl. fimnrtudag lýsti Ingólfur Árna-
son yfir því, að hann hefði skipt
uin skoðun og féllist ekki á sam-
eiginlegan skemmufund, eins og
hann hefði verið fyrirhugaður. —
Gísli Jónsson, Þorvaldur Jónsson
og Soffía Guðmundsdóttir lýstu
sig fylgjandi skemmufundi sem
fyrr, og Sigurður Óli vildi halda
fyrra samkomulag, þó hann hefði
aldrei haft áhuga á sh'kum fundi.
Málið virðist því vera strandað á
andstöðu Ingólfs. Mun mörgum
þykja miður, því flestir munu
vera búnir að fá nóg af hinum
gamalreyndu útvarpsumræðum.
Blaðið óskar Húsvíkingum og öðr-
um Þingeyingum til hamingju með
þetta glæsilega sjúkrahús.
Þeir sögðu að Heykjavík
hefði fengið of lítið!
Síðastliðinn vetur kom til umræðu
skýrsla á Alþingi um lánsúthlutun At
vinnumálanefndar ríkisins og nokk-
urra annarra fjárfestingarsjóða. —
Mikill úlfaþytur varð í þinginu um
skýrslu þessa og skal það helzta rifj-
að hér upp í stuttu máli vegna furðu-
legs málflutningar Framsóknarmanna
hcr á Akureyri, sem nú vilja þakka
sér allar þær framkvæmdir, sem hér
er unnið að fyrir fjármagn Atvinnu-
málanefndar ríkisins og Norðurlands-
áætlunar.
Þórarinn Þórarinsson lagði áherzlu
á, að hlutur Reykjavíkur hefði verið
fyrir borð borinn, en Jón Skaftason
taldi, hins vegar, að ekki hefði verið
hallað á neitt kjördæmi eins og
Reykjaneskjördæmi. (Honum láðist
að minnasl á uppbyggingu álbræðsl-
unnar við Straum og áhrif hennar á
atvinnu í kjördæminu, enda sat hann
hjá í því stórmáli kjördæmisins á
sínum tíma). Jón Skaftason deildi al-
veg sérstaklega á fjármálaráðherra í
þessum umræðum og benti á, að
Norðlcndingum hefði fjölgað um 122
frá 1967 til 1968! Þeirra hlutur hefði
þó verið langnrestur í þessum Ián-
veitingum. Þetta taldi sá ágæti „vcrnd
ari strjálbýlisins" óhæfu! Einar Ág-
ústsson og Sigurvin Einarsson tóku í
svipaða strengi, nema hvað Sigurvin
taldi, að Vestfjarðakjördæmi hefði
farið varhluta af þessu fé. Allir þess-
ir Framsóknarmcnn sögðu því bæði
beint og óbeint í þcssum umræðum,
að Norðlendingar og Austfirðingar,
sem fcngu hlutfallslcga niest fjár-
magn til atvinnuuppbyggingar, hefðu
fengið of mikið, en önnur kjördæmi
of lítið, m. a. Reykjavík og Reykja-
ncs. Fleiri tóku svo sem í sama
streng. Þar má fyrst telja kratann
Jón Ármann Héðinsson og meira að
scgja Björn Jónsson lét hafa eftir sér
efitrfarandi ummæli í blaði hanni-
balista: — „Stærsti gallinn á starfi
nefndarinnar (Atvinnumálanefnd rík-
isins) er sá, að minni hyggju, að
Reykjavík hcfur fcngið of lítið í sinn
hlut . . .! “
Þegar Bjarni Benediktsson forsæt-
isráðherra, formaður Atvinnumála-
nefndar rikisins, svaraði þessum á-
dcilum Framsóknarmanna og krata,
sagði hann m. a.: „En heldur ein-
hver því fram í alvöru, að það hafi
verið rangt að veita fé til atvinnuupp
Framhald á bls. 7.
x-D Fólkið kýs ábyrgan meirihluta x-D