Faxi - 01.05.1946, Síða 4
4
F A X I
Barnaleikvöllur í Keflavík
í næst efstu deild var hæsta aðal-
einkunn 7,6 og hlutu hana Björn Am-
dal 11 ára og Guðrún Guðmundsdóttir,
11 ára, en annar var Valdimar Valdi-
marsson, 10 ára, með 7,5 í aðaleinkunn.
I vorskólanum eru 38 böm. Annar
kennari skóláns í vetur var Jón H.
Kristjánsson, ættaður frá Grunnavík.
Hann kennir við vorskólann, en skóla-
stjórinn fer með börn til sundnáms að
Laugarvatni um miðjan mai.
Sandgerði 6. maí 1946.
Valdimar Ossurarson,
skólastjóri.
Frá barnaskóla Keflavíkur.
Barnaskóla Keflavíkur var slitið 30.
apríl s. 1. að afstöðnum prófum, eða
nánar til tekið 5 efstu deildum skólans.
Skólasýning á handvinnu barnanna var
í barnaskólanum á Sumardaginn fyrsta.
Vorskóli fyrir yngri börnin starfar nú,
eins og að undanförnu, út maí mánuð,
í honum eru yfir 120 böm, þar af yfir
40 nýnemar.
Um 220 börn, skólaskyld, sóttu skól-
ann í vetur, og luku 26 fullnaðarprófi.
Hæstu einkunn, 9,71 hlaut Hörður J.
Bergmann, og er það önnur hæsta
einkunn sem tekin hefir verið við fulln-
aðarpróf í skólanum. Hæstu einkunn
við skólann tók á sínum tíma Þorbjörn
Karlsson. Guðm. Guðmundsson, skóla-
stjóri, gat þess í skólaslitaræðu að þetta
skólaár hefði verið 25. starfsárið sitt við
skólann, sem skólastjóri. Þakkaði hann
kennurum gott samstarf á liðnum árum
og óskaði skólanum allra heilla í fram-
tíðinni. Frk. Guðlaug Guðjónsdóttir
hafði orð fyrir kennurum, en 'hún hefir
nú kennt við skólann s. 1. 27 árin og
unnið þar ,eins og kunnugt er, af frá-
bærri alúð og trúmennsku. Þakkaði
hún Guðmundi fyrir góða og örugga
skólastjórn og óskaði honum alls góðs
við þessi merku tímamót í starfi hans
við bamaskóla Keflavíkur.
Tekur blaðið undir þessi ummæli
hennar og óskar Guðmundi skólastjóra
til hamingju með þessi aldarfjórðungs
tímamót.
H.
Frá bamaskólanum í Hafnahreppi.
í barnaskólanum í Hafnahreppi voru
s. 1. skólaár 18 böm í skóla, þó ekki
fyrr en eftir nýjár. Af þessum hóp vom
þó 2 óskólaskyld. Skólinn starfar í 7
mánuði, frá byrjim september til mars
Enn einu sinni fögnum við nýju
sumri, og það birtir í hugum margra.
Sumardagurinn fyrsti. — Þessi orð hafa
í sér eitthvert syngjandi töframagn í
eyrum og huga íslendingsins, jafnvel
þótt vitað sé, aðhann getur verið dimm-
ur og drungalegur eins og sumir bræð-
ur hans í vetrinum.
Allir eiga einhverjar vonir tengdar
við sumarið öðrum árstíðum fremur, og
þjóðin á að miklu leyti afkomu sína
undir gæðum þess til lands og sjávar.
Um leið og við hugsum um vor og
sumar, verður okkur hugsað til barna
okkar, vorgróðurs þjóðarinnar. Við
mæðurnar fögnum því af hjarta fyrir
’hönd barna okkar, ekki sízt ef illa gesti
hefur borið að garði, eins og kík'hóstann
í vetur. Við vonum að hinir vermandi
geislar hækkandi sólar styrki þau og
gefi þeim hreysti og kraft, til að stand-
ast hin eyðandi öfl, sem að þeim sækja.
Margur er svo heppinn, að geta sent
börnin sín í sveit, en þeir eru án efa
færri. Því er ekki nema eðlilegt að
loka ár hvert. Vorskóli er ekki. Börn
á aldrinum 7—10 ára, hafa verið sept-
embermánuð. En s. 1. ár voru þó börn-
in yfirleitt allan tímann, án tillits til
aldurs.
Þetta er fámennasti hópurinn, sem
verið hefur hér í skóla, síðan skóla-
skylda var færð niður í 7 ára aldur.
Aðeins eitt barn, stúlka frá Reykja-
nesi, hafði aldur til að taka fullnaðar-
próf í þetta sinn. Hún fékk í aðaleink-
unn 8,5. Hún var aðeins IV2 ár í skól'a.
Naut kennslu áður heima, hjá eldri
systkinum sínum.
Söngkennslu og handvinnu (stúlkna)
hafa haft á hendi í mörg ár Eva Olafs-
dóttir Óslandi og Þorbjörg Gísladóttir
Garðbæ.
okkur verði á að spyrja: Hvað hefur
Keflavíkurbær að bjóða börnum sín-
um, sem heima verða? Allir vita, að
svarið geitur ekki orðið nema á einn
veg. Ekkert, að minnsta kosti engan
stað, sem búinn er út með það fyrir aug-
um að laða huga barnsins þangað.
Nú er ný hreppsnefnd setzt við stjóm-
artaumana í Keflavík. Við skulum
vona að hún veiti þessu máli meira
liðsinni og fylgi, en þær, sem á undan
hafa verið. Við vitum að í fátækum
bæ, sem er í örum vexti, eru mörg verk-
efni, sem þarfnast skjótrar úrlausnar.
En það hlýtur að vera eitt af því, sem
sízt má bíða, að hlutur barna okkar
verði gerður sæmilegur. Börnin geta
ekki sjálf komið fram með kröfur sín-
ar og barizt fyrir þeim, þess vegna fell-
ur það í hlut okkar foreldranna og
hinna leiðandi manna hvers staðar.
Flestum mun nú þykja að vel væri
gert, ef komið væri upp einum góðum
leikvelli 'hér, og væri það óneitanlega
stórt skref í áttina til þess, sem koma
skal. Það þarf að stefna að því marki,
að í mjög nóinni framtíð verði starf-
ræktir þrír leikvellir í Keflavík. Ef til
vill verða nú ekki allir á eitt sáttir um
fyrirkomulag þeirra og væri bezt, að
sem flestir létu í Ijós álit sitt á því.
Það, sem fyrst og fremst þarf að hugsa
um eru þarfir barnsins. Á bamaleikvöll-
um þurfa að vera sandkassar, rólur,
sölt og æskilegt er einnig að hverjum
velli fylgi smátjörn, þannig útbúin, að
skipta megi um vatn þegar þörf krefur.
Leikvell'i verður einnig að fylgja smá-
skáli, þar sem umsjónarkona vallarins
getur haft aðsetur, og að sjálfsögðu
verða þar að vera salemi og þvotta-
klefi.
Börn vilja rannsaka, athuga og sjálf
búa eitthvað til. Af þessu stafar það,
að þau eru gefin fyrir að leika sér að