Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1948, Síða 5

Faxi - 01.10.1948, Síða 5
F A X I 5 Tekjur og gjöld Keflavíkurhrepps Viðtal við Ragnar Guðleifsson, oddvita. Á öðrum stað ihér i blaðinu birtist yfir- lit yfir tekjur og gjöld Keilavikurlhrepps fyrir 'árið 1947. 1 tildfni af þessu yiirliti hafði blaðið tal af oddvita hreppsins og fer viðtalið hér á eftir: — Mér sýnist yfirlitið bera það með sér, að aðaltekjur hreppsins séu útsvörin? — Fram að þessu hafa útsvörin verið aðal — og svo iað segja einu tekjur 'hrepps- sjóðs. Það ætti því að vera öllum, sem um þessi mál bugsa, skiljanlegt, hve áríðandi það er, að útsvörin séu greidd á réttum gjalddögum, en því miður virðist þennan skilning oft vanta. — Greiða, nú ekki margir útsvör s;n á réttum gjalddögum í skrifsto'fu hreppsins? — }ú, að vísu eru margir sem það gera, en þó eru hinir fleiri, sem eigi greiða fyrr en eftir margar og ítrekaðar innheimtu- tilraunir. Innheimta þessi er því tímafrek og kostnaðarsöm, en árangurinn oft ckki meiri en sést á meðfylgjandi reikningi, þar sem í árslok 1947 eru ógreidd útsvör um 560 þúsundir króna. — Er þetta ekki óvenjulega h'á upphæð útistandandi um áramót? — Jú, upphæðin er að vísu óvenjulega há, samanborið við fyrri reikninga 'hrepps- ins. Þó mun hún eigi hærri en í árslok 1946, ef miðað er við útsvarsálagningu þess- ara tveggja ára. Ástæðan fyrir því, að reikningarnir sýha hærri upphæð ó- greiddra útsvara nú en áður, er sú, að nú var reikningum hreppssjóðs lokað um áramót, en undanfarin ar hefir þeim eigi verið lokað 'fyrr en í maí-júní næsta árs, en 'fram að þeim tíma innheimtist skiljan- lega mikið alf eldri útsvörum, t. d. cr nú innheimt «f þessari upp'hæð hátt á þriðja hundrað þúsund, og eru eftirstöðvar nú því tæpar 300 þúsundir. — Mér skilst'á þessu, að innheimtan nú sé síst lakari en hún hefir verið áðui, og sé því ekki ástæða til að kvarta. — Já, rétt er það, að inniheimtan er ekki mikið lakari, en hvorttveggja er, að hún hefir e*kki verið góð undahfarin ár og þarf því að batna, og svo hitt, að til þess að 'hreppurinn geti staðið við skuld- bindingar sínar og unnið að þeim fram- kvæmdum, sem áformaðar eru, þurfa tit- svörin öll að greiðast á réttum gjalddög- um. — Það mun rétt vera, að þið séuð farnir að innheimta útsvör áður en þau eru lögð á almenning. Hvers vegna er þetta gert, og hvernig gengur sú innheimta? — Þetta er gert a/f þeirri ástæðu, að út- svörin eru svo að segja einustu tekjur hreppssjóðs, sem lögð eru á til brýnustu þarfa hreppsfólagsins. Þessar þarfir krefj- ast gjalda á öllum tímum ársins, og þess vegna þarf að innheimta útsvörin þegar í 'byrjun hvers árs, því oft er eigi hægt að ja'fna niður útsvörum fyrr en á miðju ári. — Hvers vegna ekki að leggja útsvörin fyrr á? — Utsvarsálagningin er miðuð við skattaframtal og skattaálagningu og er þess vegna ekki framkvæmanleg fyrr en skattane'fd hefir lokið störfum. — Já, þú spurðir áðan, hvernig inn- heimta fyrirframgreiðslu útsvara gengi. Því >vil ég svara, ihún gengur mjög sæmi- lega, þegar miðað er við, hvað stutt er síð- an þessi innheimtuaðferð var tekin upp. Nokkurs misskilnings hefir gætt varðandi þessa aðferð, einkurn hjá hinum skilsam- ari gjaldendum, þeim sem vanir voru að greiða útsvar sitt að fullu, þegar að niður- jöfnun lokinni. Þeim fannst sér nú sýnd tortryggni, er tekið var af kaupi þeirra áður en útsvar er lagt á. En ég held nú, að þegar menn fara að hugsa þessi mál betur, þá sjái þeir að þetta er heppilegast fyrir báða aðila. — Jæja, þetta var nú um útsvörin, sem eru aðaltekjur hreppsins, en hvað er svo um gjöldin, þið gerið víst árlega áætlanir um tekjur og gjöld hreppssjóðs, og hvernig standast þessar áætlanir? — Áætlanir eru gerðar árlega, en hvern- ig þær standast, er annað mál. — Það var hérna á árunum, þegar Hitler sálugi stóð upp á sitt bezta, að allt var gert eftir áætl- un, en nú á tímum virðast engar áætlanir standast. Það er því ekki að furða þó að- dáendur hans muni tímana tvenna og þyki hér dapunlegt um að litast, en hvað um það. Ef við lítum á reikningana og höfum fyrir okkur fjárhagsáætlun síðasta árs, sjá- um við, að flestir gjaldaliðirnir fara fram úr 'áætlun. Sérstaklega vil ég benda á fram- lag til liolræsagerðar og vatnsveitu, sem hefir 'farði hátt á annað hundrað þúsundir króna ifram úr áætlun, eða rúml. þeirri upþhæð, er áætlað var til skólabyggingar- innar á árinu. Til eru þeir menn, sem for- dæma að eigi skuli út í æsar tfylgt fjár- hagsáætlun og framkvæmdir stöðvaðar, þegar fé er þrotið, er til þeirra hefir vcrið ætlað :En ég efast um, að þeim hinum sömu 'hefði liðið betur vatnslausum og án 'frárennslis frá hýbýlum sínum, þó þeir hefðu vitað, að geymdar væru 150 þús. krónur á sparisjóði til fyrirhugaðrar barna- skólábyggingar. En vegna þess, að eigi ifekkst nægilegt 'fé að láni til framkvæmd- anna, varð að fara þessa leið, og er nú svo komið, að flestir hafa nú fengið renn- andi vatn frá aðalvatnsveitunni. Að vísu er vatnsveitan ekki fullkomin ennþá, en nú er svo komið, að hægt er að endurbæta hana, án þess það kosti mikið framlag eða tefji fyrir öðrum framkvæmdum. — Já, þú minntist áðan á barnaskólann, hvað er annars að frétta af því málii1 — Það má segja, eins og þar stendur, að þetta hafi barnaskólabyggingin komist lengst. Teikning er nú komin af grunn- 'fleti hússins og byrjað er að grafa fyrir grunninum. Framkvæmdanefnd he'fir ver- ið skipuð til þess að sjá um bygginguna, í henni eiga sæti frá hreppsnefndinni Stein- dór Pétursson og Jólhann Pétursson og írá skólanéfnd Kristinn Pétursson. Eins og vatnsveitan og 'holræsagerðin voru aðal- framkvæmdir síðasta árs, þannig verður 'barnaskólábyggingin nú það verkefnið, sem megin ’áherzlu verður að leggja á. — Hefir 'þá hreppurinn nægilegt fé til þeirra framkvæmda nú? — Áætlað 'hefir verið að til byggingar- innar Skuli þetta ár verja um 600 þús. króna. þar af greiðir ríkið helminginn. 85 þúsund krónur eru í sjóði og 215 þús. er áætlað að verja úr hreppssjóði. — Að sjálfsögðu er margt fleira sem þú vildir hafa komið að í þessu samtali okk- ar, og einnig ýmislegt enn sem við óskuð- um að £á svör við í sambandi við reikn- ingana, en eins og fyrri daginn er rúm blaðsins takmarkað. — Já, þetta er alveg rétt, að margt fleira Frh. á bls. 9.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.