Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1948, Qupperneq 6

Faxi - 01.10.1948, Qupperneq 6
6 F A X I Síldveiðarnar. Mikið var gert út á síldveiðar í sumar héð- an af skaganum, það mátti heita að allur flot- inn væri fyrir norðan. Síldveiðin gekk þó ekki að óskum — öllu heldur mátti heita að síldveiðin brygðist með öllu — enda komu bátarnir óvenju snemma suður, eða upp úr miðjum ágúst mánuði þeir fyrstu. Mjög fáir bátar fiskuðu fyrir tryggingu hásetahlutar- ins í sumar. Reknetaveiði. Eins og að undanförnu var gert út á rek- netaveiði hér í flóanum seinni part sumars- ins en veiði var sára treg svo að henni var hætt miklu fyrr en vant er. I lagnet hafa menn fengið góðan afla öðru hverju, en það og svo fréttir af síldartorfum á djúp- miðum vekur von manna um að hún muni ganga inn í firði og voga hvað líður og að þar megi taka hana í hundruðum skipsfarma í haust og vetur. Haust síldarvertíð á við þá í fyrra mundi verða mjög kær komin fyrir þjakaða útgerðina og sjómennina, sem báru lítið úr bítum í sumar. Og þjóðin í heild þarfnast hennar, því mjög ber nú á skorti ýmissa nauðsynja okkar. Meiri viðbúnaður er nú til að hagnýta sér vetrarsíldina hér á Suðurlandi. Verksmiðjur byggðar og aðrar stækkaðar og þá munu margir af minni tog- urum flotans hugsa til hreifings og flytja síldina út frysta. En það var gert á mörgum erlendum togurum síðast liðinn vetur. Eldur í Verkó. Sunnudaginn 10. okt. kviknaði í filmu, sem verið var að sýna í Alþýðuhúsinu í Keflavík. Eldurinn magnaðist ótt, en sýningarmaðurinn, Guðmundur Jónsson, þreif filmuna og ætlaði að hlaupa með hana út, en þegar hann hafði rifið filmuna úr vélinni, vildi svo illa til, að neisti hraut í aðra filmu sem átti að fara að setja í sýningarvélina. Af þessu varð mikill eldur. Húsið var þéttskipað fólki. Þegar það varð eldsins vart, ruddist það út um aðaldyr, án þess að taka leiðbeiningum húsvarðar um að fara út bakdyramegin. Varð af þessu troðn- ingur mikill og mun ein kona hafa misst með- vitund af þeim sökum og einnig hamlaði það sýningarmanninum að komast út, þar sem hurðin að salnum féll á hurð að sýningarklef- anum. Það stóð í vegi fyrir Guðmundi í við- leitni hans við að ráða niðurlögum eldsins og má þykja gott að hann slapp óskemmdur af eldi og kolsýru. Eftir fulllanga stund kom slökkviliðið á varðberg og hóf starf sitt sem bar fljótlega árangur. Slökkvilið flugvallarins kom einn- ig á staðinn og var unnið sameiginlega að lokaþætti björgunarstarfsins. Miklar skemmdir urðu í sýningarklefan- um, brunnu þar filmur og sýningarvélarnar skemmdust mikið eða eyðilögðust. Húsið sjálft brann ekki mikið en skemmdist töluvert af vatni og reyk. Viðgerð á húsinu var hafin þegar í stað, enda er húsið notað sem skóli að nokkrum hluta. Ekki er enn vitað hvenær kvikmynda- húsreksturinn getur hafizt aftur. Þetta var allmikið tjón fyrir Keflavíkurhrepp, sem rek- ið hefur kvikmyndasýningar í Alþýðuhúsinu um nokkurt skeið. Met flugumferð varð í septembermánuði um Keflavíkur- flugvöll. 415 flugvélar komu við á vellinum, þar af 328 millilandaflugvélar, og fluttu þær alls 9774 farþega. Margt af þessu fólki er að flytja búferlum vestur um haf. Stöðugt vax- andi umferð um völlinn sýnir bezt mikilvægi hans á friðartímum, en þörfin fyrir þennan völl á ófriðartímum hefur áður sýnt sig í orustunni um Atlandshafið. Jón Norðfjörð, leikstjóri frá Akureyri, kom hingað til Keflavíkur 16. september, í fylgd með Sigríði Schiöth og Hólmgeir Pálssyni, sem einnig eru vel þekktir leikarar frá Akureyri. Voru þau á leikför um suðurland. Hér sýndu þau þætti úr Lénharði fógeta, þætti úr /þfintýri á gönguför og gamanleik- inn Frúin sefur. Einnig las Jón upp kvæði. Sér til aðstoðar fengu þau hér þau Guðbjörgu Þórhallsdóttur og Skarphéðinni Ossurarson. Skemmtun þessi fékk góðar undirtektir hér sem annars staðar ,enda leikur þeirra góður. Ný rakarastofa var opnuð fyrir nokkrum dögum í húsi, sem Guðmundur Guðgeirsson hefur látið byggja í sumar. Húsið stendur við Hafnar- götu, gegnt húsi Kaupfélags Suðurnesja. Það e'r byggt sem rakarastofa, ér rúmgott og mjög þokkalegt. Sjálf er stofan fullkomlega sam- bærileg við rakarastofur í Reykjavík. Hestar og lögrcgla. í vor, þegar hafizt var handa um að fjar- lægja hesta af götum Keflavíkur, sáust lög- regluþjónarnir oft með allmarga hesta í taumi. Spjátrungar reyndu að gera grín að þeim borðalögðu, en hafi orð þeirra fengið nokk- urn hljómgrunn, þá mun hann ekki lengur vera fyrir hendi nú. Sannleikurinn er sá að lögregluþjónarnir hafa unnið þetta starf mjög samvizkusamlega og með þeim árangri að varla hefur hestur sézt í umhirðuleysi hér í FAXI Blaðstjórn skipa: Jón Tómasson, Hallgr. Th. Björnsson, Valtýr Guðjónsson. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjóm þess. Gjaldkeri blaðsins: Guðni Magnússon. Afgreiðslumaður: Steindór Pétursson. Auglýsingastjóri: Björn Pétursson. Verð blaðsins í lausasölu kr. 2,00. Faxi fæst í Bókabúð KRON, Reykja- vík og verzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Keflavík í sumar og haust. Þeir, sem þurfa að eiga hesta, geyma þá í girðingu og hirða þá vel ,eins og áður, en útigangshrossum hefur fækkað, öllum að skaðlausu og til ör- yggis fyrir þeim átroðningi sem þau voru oft völd að. Meiraprófsnámskeið fyrir bifreiðarstjóra fór fram hér í Kefla- vík í haust. Nemendur voru alls 32, flestir úr Keflavík og nágrenni, en nokkrir frá fjar- lægari stöðum. Spurning er, hvort ekki er einnig hægt að halda hér „mótor“-námskeið. A hverju ári fara margir ungir menn héðan á þessi námskeið, sem haldin eru víðsvegar um landið. Alltaf vant- ar menn með kunnáttu í meðferð mótorvéla, og með því að hafa námsskeið hér, má gera ráð fyrir, að allmargir menn mundu taka þátt í þeim, sem annars sætu heima. Stúkustarfið er nú hafið af fullum krafti. St. Framför í Garði og st. Vík í Keflavík hafa verið saman á fundum í haust með mjög góðum árangri og hugsa nú til frekara samstarfs en áður hefur verið. St. Framför er ein elzta stúkan hér á landi, eða nær sextugu, og á hún vafa- laust mikinn þátt í þeim manndóms og menn- ingarblæ, sem um langt skeið hefur auð- kennt Garðinn. St. Vík hugðist halda uppi nokkru starfi í sumar. I þeim tilgangi var nefnd kosin í vor til að annast fundina og voru þessi kosin, Asvaldur Andrésson, Sess- elja Kristinsdóttir, Katrín Einarsdóttir, Helgi Skúlason og Sveinn Sæmundsson. Leystu þau verk sitt af hendi með prýði og komu þau á fundum í hverjum mánuði. Fundirnir voru vel sóttir, einkum af æskufólki, enda voru fundirnir að mestu skemmtifundir. •

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.