Faxi - 01.10.1948, Side 7
F A X I
7
V í S U R
til séra. Valdimars J. Ey/ands.
I.
Að heiman til sælli sveita
sjálfgert var tíðum að leita,
er e-ldgos og fimbulhrið ógnuðu skjánum.
Og ein var sú álfan í vestri,
sem einyrkinn þekkti af lestri:
Þar sveskjum og rúsínum rigndi af
trjánum.
I vorhretum þjakaðrar þjóðar
þokuðust fylkingar hljóðar
vestur um ála til ávaxta nýs lands.
— En stóðust stormana á furðu-
ströndunum þar og urðu
styrkur meiður af stofnþjóð Islands.
II.
Að utan kom Eylands prestur,
en Eiríkur flaug í vestur
til ársdvalar fjarri Utskálagresjum.
Og vér skyldum varðveita gestinn,
vestur-íslenzka prestinn,
vér, söfnuðirnir á Suðurnesjum.
Varla er sérstakt að sjá oss
á Suðurnesjum. En hjá oss
hefur þú dvalið, og dæmir þau kynni.
Vorn guðsótta og góða háttu
guði, næst Eiríki, máttu
þakka, ef verða enn þér í minni.
En ekki má áfellast séra
Eirík, þótt hendi oss að gera
íþróttafélag Grindavíkur
hefur lítið eða ekkert starfað um nokkurt
skeið. En nú fyrir skömmu var haldinn þar
endurreisnar fundur, ný stjórn kosin, en
hana skipa Tómas Þorvaldsson, formaður,
Svavar Árnason, ritari og Magnús Guðmunds-
son gjaldkeri, en meðstjórnendur Þorvaldur
Kristjánsson og Sigurður Gíslason. Stjórnin
hefur nú fengið land undir leikvöll og láta
landeigendurnir hann endurgjaldslaust á
erfðafestu. Undirtektir jarðeigenda eru þeim
mikil hvatning, enda er búið að mæla völl-
inn út og byrjað að ryðja hann. Þeir hafa
lagt drög fyrir kennara nú i haust og vænta
þess að fá knattspyrnu og frjálsíþrótta kenn-
ara í vor.
Félagið er í íþróttabandalagi Suðurnesja og
væri óskandi að næsta sumar yrðu þeir þátt-
takendur í íþróttanjótum þess.
hið vonda, sem vér viljum þó eigi.
— Sóknarbiirnin þín sakna,
er samvistarböndin rakna,
og farsæla spor þín á framtíðarvegi.
III.
Að heiman og heim í vestur
hverfur þú, aufúsugestur
samlanda þinna. Og sólnætur glitra
og landið skín, litskrúði vafið,
er leggur þú yfir hafið
til fundar við þjóðrækna félaga ytra.
Eylands, þín eylendan bjarta
í útsænum vefur að hjarta
börnin, sem heima að heill hennar vinna,
— en kveður þig, kynborni gestur,
með kveðjum og þökkum til vestur-
íslenzku barnanna, barnanna sinna.
Kristinn Pétursson.
Eylandsfjölskydan
kvödd
Ljúft var að heilsa löndum þeim,
er leiðina svana fóru vestan.
Hingað var stefnt um heiðan geini
háloftaslóð með þokusveim.
Ættarlandsþrá, — já, hyggjan heim
hefir þeim byrinn gefið mestan.
Ljúft var að heilsa löndum þeim,
er leiðina svana fóiu vestan.
Isafold, vorra áa grand,
íslenzkrar þjóðar stærilæti,
fagnaði mætum hal og hrund,
heimti sín börn á vinar fund.
Lcikfélag stofnað í Sandgerði.
í haust stofnuðu nokkrir áhugamenn í Sand-
gerði leikfélag. Stjórn þess skipa þeir Páll
Gunnarsson, formaður, Björgvin Þorkelsson
og Hjalti Jónsson. Þeir hafa nú leikið a. m. k.
gamanleiki við góðan orðstír. Vonandi eiga
Sandgerðingar eftir að njóta góðs um mörg
ár af þeim starfskröftum, sem félagið hefur
upp á að bjóða.
Manntal
fer fram í Keflavík dagana 15.—23. nóv. n.
k. Verða eyðublöð fyrir manntalið borin í
hvert íbúðarhús dagana 15. og 16. nóv. og
ber húsráðendum að sjá um að þau verði
útfyllt fyrir 22. nóv., en þá verður þeirra
vitjað.
Áríðandi er að lesa vel skýringar á eyðu-
blaðinu og útfylla eyðublaðið nákvæmlega.
Lét þeim uppfyllta óskastund
ættlandið sjá og stíga farti.
Isafold, vorra áa gmnd,
íslenzkrar þjóðar stræilæti.
Hér var svo dvalið, starfað strítt,
stormótt er oft á vertíðinni.
Suðurnes em grett og grýtt,
gestsaugun lítið sjá þar frítt,
ekkert sem laðar, bjart og blítt
nema blessað hafið með auðlegð sinni.
Hér var svo dvalið, starfað, strítt,
stormótt er oft á vertíðinni.
Ársdvölin rennur aldaskeið,
aldrei fær tíminn numið staðar.
Senn verður farin svanaleið,
Sóley vor kvödd og loftin heið.
Fjarvíddin aftur björt og breið
byrgir, — svo hverfa stundir glaðar.
Ársdvölin rennur aldaskeið,
aldrei fær tíminn numið staðar.
Glöggskyggnan, reyndan gáfumann
gott fannst öllum að heyra tala.
Aðalsmark guðs í orðum brann,
andinn frá hæðum styrkti hann.
Leigsögn hans merk um lífsins rann
lyftir hjörtum til himinssala.
Glöggskyggnan, mælskan gáfumann
gott fannst öllum að heyra tala.
Utskálar kveðja klökkum róm
klerkinn Valdimar, mynd hans geyma.
konu hans rétta broshýr blóm,
börnunum glaðan fuglahljóm.
Oll við lútum þeim dapra dóm,
að dvölin sé liðin, — árið heima.
Utskálar kveðja klökkum róm
klerkinn Valdimar, mynd hans geyma.
H. Th. B.
Píanókennsla!
Er aftur byrjuð að \enna.
Vigdís Jakobsdóttir.