Faxi - 01.02.1958, Blaðsíða 2
18
F A X I
Marta ValgerSur Jónssdóttir:
Minningar fró Keflavík
í vestra Garðshornshúsinu bjuggu þau
hjónin Eyjólfur Þórarinsson, albróðir
Guðrúnar í Vestra Garðshorni, og kona
hans, Guðrún Egilsdóttir. Eyjólfur Þór-
arinsson var fæddur 4. júní 1867. Þórarinn
faðir hans og þeirra systkina var bóndi á
Hjáleigusöndum og síðar á Leirum undir
Eyjafjöllum, Jónsson á Ey í Landeyjum
Jónssonar bónda á Ey (1816) Jónssonar í
Garðsauka í Hvolhrepp Atlasonar. Guð-
rún Þórðardóttir kona Þórarins og móðir
Eyjólfs andaðist í Keflavík 5. júlí 1892, 65
ára að aldri. Þórður Sveinsson, faðir
hennar, síðast bóndi á Hjáleigusöndum
var sonur Sveins bónda á Sólheimum í
Mýrdal og síðar Brekkum í sömu sveit,
Eyjólfsson'ar og konu hans Guðrúnar, f.
1760, Þórðardóttur prests í Kálfholti, d.
1770, Sveinssonar. Kona séra Þórðar var
Guðfinna Þorsteinsdóttir bónda í Árbæ
í Holtum, Kortssonar lögréttumanns i
Arbæ, Magnússonar.
Alsystir Guðrúnar konu Sveins á Sól-
lieimum var Valgerður, kona séra Olafs
aðstoðarprests í Sólhcimaþingum, Árna-
sonar, dóttir þeirra var Kristín, kona
séra Stefáns, síðast prests í Sólheimaþing-
um, Stefánssonar. Þeirra sonur var Olafur
bóndi á Fjalli á Skeiðum, hans börn mörg,
þar á meðal var Cíuðný, kona Helga mál-
ara í Reykjavík, (iuðmundssonar, sonur
þeirra er Ólafur læknir í Reykjavík. Þau
Eyjólfur og systkini hans voru því fjór-
menningar við þau Fjallasystkin, börn
Olafs Stefánssonar.
Eyjólfur var léttleikamaður, snar í
hreyfingum, ágætur sjómaður og harð-
duglegur til allra verka, hann var hagur
vel bæði á tré og járn, einkum tré, var
hann sívinnandi að smíðum þegar stund
gafst frá sjósókn og öðrum aðkallandi
störfum.
Nokkru upp úr aldamótum byggðu
þeir Garðshornsbændur sér stór hús á
flötinni sunnan við Garðshorn og nær
Aðalgötunni, sem þá var um líkt leyli
lengd þangað uppeftir. Voru þá litlu
Garðshornshúsin rifin, man ég að mér
þótti eyðilegt þegar þau voru farin, þau
voru eins og þau væru vaxin þarna inn
í umhverfið, eða svo þótti mér krakkan-
um.
Guðrún Egilsdóttir.
Eyjóllur byggði sjálfur að mestu luis
sitt, svo gerði einnig Sigurður mágur
hans. Þá smíðaði Eyjólfur ýmsa innan-
stokksmuni í hús sitt og margt lagði hann
á gjörva hönd.
Guðrún Egilsdóttir var fa'dd 9. ágúst
1866 í Bakkakoti á Alftanesi. Foreldrar
hennar voru Egill Símonarson, bóndi þar
og kona hans, Halldóra Hannesdóttir,
alsystir Hafliða, hreppstjóra og bónda í
Gufunesi í Mosfellssveit, en hann var
faðir þeirra Hannesar skipstjóra og Páls
skipstjóra í Reykjavík, er báðir voru nafn-
kenndir merkis- og atorkumenn. Alsystir
þeirra skipstjóranna var Helga, er giftist
Bergþóri Þorsteinssyni skipstjóra í Reykja-
vík, en sonur þeirra er Hafsteinn, skip-
stjóri og útgerðarmaður í Reykjavík. Er
margt merkra manna komið frá Hafliða
í Gufunesi. Hannes Oddsson, faðir þeirra
Halldóru, Hafliða og þeirra mörgu syst-
kina, bjó fyrst lengi í Vorsabæ á Skeið-
um, var hann meðhjálpari, sem Jiá var
virðingarstaða og ekki »falin öðrum en
betri bændum, en 1845 fluttist hann að
Gufunesi og bjó þar síðan. liftir lát hans
tók ekkja hans við búinu þar til þeir
bræður, synir hennar, Hafliði og Hjörtur,
tóku við búi í Gufunesi. Sonur Hjartar
í Gufunesi var Hjörtur trésmíðameistari í
Reykjavík, einn af stofnendum timbur-
verzlunarinnar „Völundar“. Systir Hjartar
trésmíðameistara var Helga, móðir Hjartar
Hanssonar kaupmanns í Reykjavík.
Eyjólfur Þórarinsson.
Kona Hannesar Oddssonar í Gufunesi
og amma Guðrúnar Egilsdóttur var
Helga Hafliðadóttir, bónda á Birnustöð-
um á Skeiðum, Þorkelssonar, bónda á
Rútsstöðum, Hjartarsonar, en kona Þor-
kels og móðir Hafliða á Birnustöðum var
Anna, systir Sigurðar í Vorsabæ, föður
Bjarna Sivertsen riddara í Hafnarfirði.
Voru þeir Hafliði á Birnustöðum, lang-
afi Guðrúnar og Bjarni riddari því syst-
kinasynir.
Foreldrar Egils, föður Guðrúnar, vfiru
Símon Egilsson bóndi á Dysjum á Álfta-
nesi, síðar í Hafnarfirði og kona hans,
Metta Ölafsdóttir. Símon var fæddur í
Hlíð í Selvogi, var hann bróðir Odds
bónda á Bjarnarstöðum í Selvogi, föður
Sigurðar járnsmiðs i Reykjavík, föður
Oddrúnar, konu Helga Magnússonar
kaupmanns í Reykjavík.
Metta Olafsdóttir var fædd í Hafnar-
firði, dóttir Ólafs beykis J->ar Jónssonar
og þriðju konu hans, Ingibjargar Jónsdótt-
ur. Olafur beykir var sigldur maður og
var fyrsta kona hans dönsk, Metta að
nafni. Hann var norðlenzkur, munu for-
eldrar hans hafa búið á Reykjaströnd í
Sk agafirði. Móðir hans var Þorgerður
Oddsdóttir, systir Jóns sýslumanns í Gull-
bringusýslu, Oddssonar, en Jón var for-
faðir Hjaltalínsættar.
Metta Olafsdóttir var áður gift l>or-
valdi Olafssyni frá Straumi í Hraunum,
sonur þeirra var Olafur, hreppstjóri í
>