Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1963, Síða 9

Faxi - 01.02.1963, Síða 9
þar veittar nánari upplýsingar um starfsem- ina, hvenær dagsins sem er. — A öðrum stað hér í blaðinu er auglýsing frá Almennu bif- reiðaleigunni. Ur vísnafórum Guðmundar Finnbogasonar. „Syndin er lævís og lipur“, lætur oss sjaldan í friði. Hver er svo gallalaus gripur, að get’ hún ei orðið að liði. Esjan heim að „Gásum“ gekk, gefið var upp strikið. Hásetinn í hausinn fékk helzt af gráðum mikið. Löngum spá þeir „landsynning". „Lægðin" vex að nýju. Eg í logni léttur syng lof um Theresíu. Lítið frá sér látið, gat lúrði á völtum auði. Hverja krónu mikils mat Mammons-dyggða kauði. Margur oft með holdi hraður hlæjandi til lasta þrammar. Vandi er að vera maður og verða ekki sér til skammar. Jon Isleifsson ráðinn útibússtjóri í Keflavík. A fundi bankaráðs Utvegsbanka Islands, sem haldinn var 15. febrúar, var Jón Isleifs- son, fulltrúi í sjávarútvegslánadeild bankans, raðinn útibússtjóri við væntanlegt útibú bank- ans i Keflavík. Jón Isleifsson er fæddur 4. marz 1930. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1949 og stundaði framhaldsnám í The The Glasgow and West Scotland Commercial College 1949— 1950. Hann hefur síðan starfað í Útvegsbank- anum. Keypt húsnæði fyrir skólastjórabústað. A bæjarstjórnarfundi í haust var samþykkt að kaupa efri hæð hússins nr. 2 við Sóltún í Keflavík fyrir skólastjórabústað handa skóla- stjóra barnaskólans, en samkvæmt lögum ber ríki og bæ viðkomandi staða að sjá skóla- stjórum fyrir húsnæði á staðnum. — Skömmu fyrir hátíðarnar flutti skólastjórinn, Hermann Eiríksson, í hið nýja húsnæði. Eigendaskipti. I haust var ísfélag Keflavíkur selt með Sognum og gæðum og mun Jósafat Arngríms- son vera aðalkaupandinn. Fljótlega eftir að eigendaskiptin urðu, var hafizt handa um ^reytingar á byggingunni og til að byrja með utibúin og innréttuð sölubúð fyrir jólabasar ^Ueð barnaleikföng og fleira. Uamla salthúsið horfið. Gamla salthúsið á horni Básvegar og Vatns- nesvegar er nú týnt og horfið af ásjónu Keflavíkur, enda eitt af þeim húskumböldum hér í bæ, sem gjarnan mega hverfa. Aðal- ástæðan fyrir því að Salthúsið var fjarlægt, var breikkun Vatnsnesvegarins vegna fyrir- hugaðrar malbikunar á næsta vori. Vígsla Innri-Njarðvíkurkirkju. í viðtali í jólablaði Faxa við Guðmund Finnbogson, Hvoli, Innri-Njarðvík, misrit- aðist, að kirkjan í Innri-Njarðvík hafi verið vígð 18. júlí 1885. Nýskeð hringdi Magnús Olafsson í Höskuldarkoti og tjáði blaðinu, að kirkjan hafi verið vígð 18. júlí 1886. Kvaðst hann hafa þessa vitneskju úr dagbók Arna kennara Pálssonar í Narfakoti. I dagbók Arna stendur þetta: „Sunnudaginn 18. júlí 1886. — Sunnan kaldi, — hálfþykkur. — Dropar, sól. í dag var Njarð- víkurkirkja vigð af Þórarni prófasti Böðvars- syni. Mesti fjöldi við kirkju, — komust naum- ast inn. Hér hefur ekki verið messað síðan í sept. fyrra ár.“ Viktor Húgó og betlarinn. Einu sinni mætti skáldið blindu gamalmenni, sem smásveinn leiddi fram og aftur á brú einni í París. Pilturinn hvíslaði að hinum blinda manni, að þar gengi fram hjá þeim Viktor Húgó. Karlinn nam staðar og rétti fram hönd sína. Húgó tók upp pyngju sína, en hún var tóm, og sagði: „Næsta sinn skal ég gleðja yður, en nú hef ég engan skilding á mér.“ Hinn blindi svaraði: „Gefið mér eina stöku. Það er mér á við góða gjöf.“ — „Hana skaltu fá um þetta leyti á morgun og á þess- um stað,“ svaraði hinn. Næsta dag rétti skáld- ið blinda manninum stökuna, er hljóðar á þessa leið: „Sjónlaus sem Hómer, boginn og ber, af barni leiddur, ég ráfa hér; ég sé ei þá hönd, sem hjálpar mér, en hana guð minn skapari sér.“ Betlarinn lét rita vísuna og festa á stöng, sem pilturinn bar, og er mælt, að á skömmum tíma yrði betlarinn að auðmanni. Þegar Olgeir Friðgeirsson var hér og átti Keflavíkureignina ,sem nú er H.f. Keflavík, rak hann hér allmikla verzlun ásamt út- gerð. Meðal annars verzlaði hann með kol og salt. Einu sinni sem oftar var verið að skipa upp salti hjá honum, en það var gert á þar til gerðum uppskipunarbátum. Allt var það flutt í pokum í land og borið síðan á bakinu upp bryggjuna í hið svokallaða Miðpakkhús. Eitt sinn er karlarnir voru búnir að losa bát- inn, sem við bryggjuna var og hann kominn á útleið, var hinn báturinn ekki farinn frá borði og voru því karlarnir æði fegnir að fá svolitla hvíldarstund. Varð þá einum að orði, er hann settist: „Eg held það sé nú jafngott þó maður geti látið líða ögn úr hryggnum á sér.“ En í því gengur Olgeir framhjá. Sprett- ur þá karlinn upp með offossi miklu, snýr sér að Olgeiri og segir: „Ja, þetta er nú meira andskotans vandræða stoppið, Olgeir minn.“ % Vilhjálmur Þórhallsson, hdl. f v Lögfræðístörf. X f Fasteignasala. ó % Vatnsnesvegi 20. — Keflavík. f | Símar 1263 — 2092. | <>3><-><>3><3><><><-><><3><><><>íx-^^ Þau mistök urðu í síðasta blaði, í grein um Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur, að niður féll niður nafn Kristins Guðmundssonar. Rétt er röðin þannig, frá vinstri: Kristinn Guðmunds- son, Olafur Guðjónsson, Sigurður Bjarnason, Halldór Jóhannsson og Pétur Jónsson. — F A X I •- 25

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.