Faxi - 01.01.1966, Page 6
Steindór Pétursson sextugur
Svo mun flestum farið, að þeim finnst
sem áfanga nokkrum sé náð á lífsleiðinni
um hver áramót. En þó munu þeir gleggst
verða þess varir, sem á mótum almanaks-
ársins lifa einnig áramót í eigin lífi. Þannig
er því farið með Steindór Pétursson, sem
heilsaði þessum heimi á gamlársdag, hinn
31. desemher fyrir 60 árum.
Steindór fæddist að Bægisá í Eyjafirði
árið 1905. Foreldrar hans voru hjónin Pét-
ur Magnússon og Fanney Þorsteinsdóttir.
Pétur var Eyfirðingur, ættaður úr Hörgár-
dal, en Fanney er þingeysk, komin af hinni
landskunnu Reykjahlíðarætt. Þau eignuð-
ust 8 börn, sem öll eru á lífi, og er Stein-
dór þeirra elztur.
Arið 1910 fluttist Steindór ásamt foreldr-
um sínum til Skagafjarðar. Þar bjuggu þau
á ýmsum stöðum, síðast í Krossanesi. Pétur
drukknaði í Norðurá í Skagafirði árið
1920. Eftir það varð Steindór aðalfyrirvinna
heimilisins, og má af því gjörla sjá, að
hann komst ungur í kynni við þá baráttu,
sem íslenzk alþýða háði við kröpp kjör og
sárustu fátækt allt fram á þessa öld.
En Steindór var einbeittur, dugmikill og
viljasterkur. Hann var staðráðinn í að
brjóta sér braut gegnum erfiðleikana og
skapa sér traustan lífsgrundvöll.
Eftir að hafa staðið dyggilega við hlið
móður sinnar á hennar erfiðustu árum,
hvarf Steindór af Norðurlandinu árið 1928
og hélt til sjóróðra í Vestm.eyjum. Eftir
það lá leið hans í vinnumennsku í Rangár-
vallasýslu. Þar réðist hann skömmu síðar
til Ingimundar Jónssonar, bónda á Hala,
— nú kaupmanns hér í Keflavík. Reyndist
hann Ingimundi hvorttveggja í senn,
traustur og trúr starfsmaður og góður fé-
lagi. A sama tíma stundaði Steindór einn-
ig sjó í Vestmannaeyjum allt til ársins
1932.
A þessum árum varð á vegi Steindórs sú
kona, sem síðar varð hans góði og trúfasti
æviförunautur, Guðrún Gísladóttir frá
Vesturholtum í Þykkvabæ. Þau stofnuðu
heimili hér í Keflavík og hafa átt hér
heima alla sína búskapartíð.
Hér í Keflavík hefur Steindór lagt gjörva
hönd á margt. Hann hefur stundað sjó-
sókn, verkstjórn og útgerð, — og síðustu
árin hefur hann haft með höndum um-
sjónarstörf á Keflavíkurflugvelli. Oll sín
störf hefur Steindór rækt af þeim alhug og
þeirri árvekni, að hann hefur hvarvetna
áunnið sér verðskuldaða virðingu, vináttu
Steindór Pétursson.
og traust þeirra, sem hann hefur átt sam-
leið með og samskipti við.
Steindór er félagslyndur maður, traustur
og virkur í hverjum þeim félagsmálum,
sem hann gefur sig að. Hann er heill og
óskiptur, hvar sem hann kemur fram og
leggur hönd á plóginn. 1 Rótarýklúbbi
Keflavíkur hefur hann reynzt einn hinn
ábyrgasti og bezti félaginn, og slíkt hið
sama má segja um störf hans í Faxafélag-
inu, svo að fátt eitt sé nefnt af þeim félags-
störfum, sem Steindór hefur gefið sig að.
Persónuleg kynni mín af Steindóri Pét-
urssyni eru á þann veg, að hann hefur
reynzt mér hvorttveggja í senn, sem bezti
faðir og bróðir. Fyrir þau kynni og þá
ómetanlegu vináttu vil ég nú þakka hon-
um á þessum tímamótum í ævi hans. En
þar eru fátækleg orð ekki þess umkominn
að lýsa því, sem inni fyrir býr.
Ekki er hægt að minnast svo Steindórs
Péturssonar, að ’hans góðu og mætu konu
sé ekki einnig að nokkru getið. Guðrún
hefur staðið við hlið manns síns, og skap-
að honum heimili, sem yljað er af um-
hyggju, fórnfýsi og kærleika. Hennar þátt-
ur í lífsgæfu Steindórs er vissulega mikill.
Börn þeirra hjóna eru 6, — Gíslína,
Fanney, María, Lýður Omar, Ragnheiður
og Jón Axel, öll gift nema yngsti sonurinn,
sem stundar nám við Gagnfræðaskólann í
Keflavík. Einn son eldri, Sigurð, á Stein-
dór einnig, sem er kvæntur og búsettur
hér í Keflavík.
Eg óska vini mínum, Steindóri, og fjöl-
skyldu hans, hjartanlega til hamingju með
þessi merku tímamót í ævi hans, og bið
þess, að enn megi hans trausta og hlýja
handtak — og hýra bros um langa hríð
ylja vinum hans að innstu hjartarótum.
Heill, gæfa og Guðs blessun fylgi þér,
vinur, og fjölskyldu þinni á þeim vegi,
sem framundan er. Bj. J.
Vígsla veglegra
kirkjugripa
A jóladag, 25. des. s. 1., fór fram guðs-
þjónusta í félagsheimlinu Stapa í Ytri-
Njarðvík. Þar voru vígðir veglegir gripir,
sem hinum verðandi Ytri-Njarðvíkursöfn-
uði höfðu borizt að gjöf. Eru það fyrstu
kirkjugripir Ytri-Njarðvíkinga. Við þetta
tækifæri flutti sóknarprestur eftirfarndi
ávarp í upphafi guðsþjónustunnar:
„Ytri-Njarðvíkursöfnuði, sem ég leyfi
mér að nefna svo, þótt eigi hafi enn verið
formlega gengið frá stofnun hans, — hafa
borizt veglegar gjafir á þessum jólum.
Hinn nýi hökull, sem ég nú skrýðist fyrsta
sinn, sem mun vera einn hinn fegursti í
sinni röð hérlendis, svo og rykkilínið og
málmstafir þeir, er sýna sálmanúmerin, eru
gjafir frá Einari Jónassyni á Borg, dætrum
hans og fjölskyldum þeirra, — gefnar til
minningar um konu Einars, frú Olafíu
Sigríði Ogmundsdóttur, sem var einlægur
og heilshugar unnandi kirkju og kristin-
dóms, eins og við öll munum, er hana
þekktu.
Gjafir þessar eru gefnar með þeirri hjart-
ans ósk og bæn, að þær megi verða til þess
að glæða kirkjulegan áhuga og efla lif-
andi safnaðarlíf hér i Ytri-Njarðvík.
Ég vil í okkar allra nafni færa gefendum
hlýjar hjartans þakkir og biðja þeim og
heimilum þeirra blessunar guðs í bráð og
lengd.
Þakklætishug okkar allra til staðfesting-
ar, — og í virðingarskyni við minningu
hinnar mætu og góðu konu, Olafíu á Borg,
— bið ég alla viðstadda að rísa úr sætum.“
Að svo mæltu lýsti sóknarprestur blessun
Drottins yfir hinum göfugu kirkjugripum
og lýsti því yfir, að þeir væru teknir til
notkunar í helgri þjónustu.
Guðsþjónusta þessi var mjög fjölsótt og
hin hátíðlegasta. Kirkjukór Ytri-Njarð-
víkinga söng þar í fyrsta sinn hátíðasvör
sr. Bjarna Þorsteinssonar og þótti takast
frábærlega vel. Söngstjóri og organisti
kórsins er frú Hlíf Tryggvadóttir.
I Ytri-Njarðvík er ríkjandi mikill kirkju
legur áhugi, og verður þessa vafalaust ekki
langt að bíða, að þar verði hafizt handa
við kirkjubyggingu. Bj. J.
6 — FAXI