Faxi - 01.01.1966, Síða 8
Jól og óramót í Keflavík
Jólahald í Keflavík var að þessu sinni
með svipuðu sniði og undanfarið. Bærinn
lét setja upp stór jólatré á eftirtöldum
stöðum: A Vatnsnestorgi, í skrúðgarði
bæjarins, en það tré var gjöf frá vinabæ
Keflavíkur, Kristiansand í Noregi, fram-
an við sjúkrahúsið, kirkjuna og elliheimil-
ið. Er þetta orðinn árviss undirbúningur
jólahaldsins af bæjarins hálfu og þakkar-
verður, enda setja þessi fögru upplýstu tré
hátíðarsvip á umhverfi sitt og eiga ríkan
þátt í að koma íbúum bæjarins í gott jóla-
skap. Það gera verzlanir bæjarins einnig
með smekklegum gluggaskreytingum sín-
um, og þá liggja einstaklingar heldur ekki
á liði sínu hvað þetta áhrærir, því víða
mátti sjá fagurlega skreytta íbúðaglugga,
ljósum prýdda og víða var ljósasamstæð-
um komið fyrir á lifandi trjám í skrúð-
görðum húsanna, sem juku mjög á hátíð-
leikann. Síðast en þó ekki sízt skal hér
svo tilnefndur hinn voldugi símstöðvar-
turn, sem nú eins og áður um jól skart-
aði háreistur og tiginn, upplýstur og skín-
andi, eins og stigi Jakobs forðum.
Föstudaginn 18. desember settu „Litlu
jólin“ svip sinn á bæjarlífið, en það var
síðasti dagurinn í barnaskólanum fyrir jól
og haldinn hátíðlegur að vanda. — Veðrið
um hátíðarnar var fremur hagstætt, kyrrt
en kalt á köflum. Þegar leið að jólum
jókst umferðin á götum bæjarins til stórra
muna, enda mörgu að sinna og mikið að
kaupa. Mátti gjörla sjá merki þess í verzl-
unum, sem segja má að væru yfirfullar af
legasta, svalt en kalt. Þá var kveikt í
fjölmörgum brennum á hæðunum um-
hverfis bæinn, sem loguðu glatt og lýstu
upp húmdökkt landið umhverfis og settu
svip á þetta kvöld.
Dansleikir voru í öllum samkomuhús-
um og í heimahúsum var einnig glatt á
hjalla, þar sem hlýtt var á áramótadagskrá
ríkisútvarpsins og okkar brottflutta skáld,
Kristinn Reyr, sem þar messaði á sinn
skemmtilega hátt.
Þegar leið að miðnætti hófst mikil skot-
hríð flugelda, eins og venja er til, og þyrpt-
ist fólk þá út úr húsum, ýmist til beinnar
þátttöku eða til þess að sjá þessi fögru og
lýsandi geimskot, sem um lágnættið
kvöddu gamla árið og heilsuðu nýju með
brauandi Ijósum.
H. Th. B.
Frá jólafagnaði
Kaupfélags
Suðurnesja.
viðskiptafólki dag út og dag inn. Þó mun
allt hafa gengið árekstra- og slysalaust,
eftir því sem fregnazt hefur.
Kirkjugöngur og samkomur voru með
líkum hætti og undanfarin ár. Jólatrés-
skemmtanir hinna ýmsu félaga, sem yfir-
leitt eru haldnar milli hátíðanna, voru það
einnig nú, en barnasamkomur kaupfélags-
ins voru að þessu sinni haldnar í hinu
nýja og vistlega samkomuhúsi Njarðvík-
inga, Stapa.
Tónlistarfélag Keflavíkur jók á jóla-
gleðina með ágætum jólatónleikum í Bíó-
höllinni. Komu þar fram óperusnögvar-
arnir Eygló Viktorsdóttir og Guðmundur
Guðjónsson. Voru tónleikarnir fjölsóttir og
vöktu verðskuldaða hrifningu samkomu-
gesta.
Veðrið á gamlárskvöld var hið ákjósan-
8 — FAXI
o
KEFLVÍKINGAR
KVEÐJA
GAMLA ÁRIÐ
o
A