Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1966, Side 9

Faxi - 01.01.1966, Side 9
Hestamenn og hestamannafélög Fyrir aldalanga og dygga þjónustu fékk íslenzki hesturinn í rás tímanna sæmdar- heitið „þarfasti þjónninn". Var hann vel að þeirri nafngift kominn, enda fól hán óbeint í sér þakklæti þjóðarinnar og hlýjar kenndir til þessa fagra og föngulega grips, sem hafði verið trúr og dyggur förunautur Islendingsins frá fyrstu tíð og þolað með honum súrt og sætt í harðvítugri lífsbar- áttu. Þegar svo bílaöld hófst hér á Islandi, varð á tímabili hljótt um hestinn, hinu þýðingarmikla hlutverki hans í búskapar- sögu landsmanna virtist í stórum dráttum lokið, og 'flestir höfðu á samri stundu gleymt tilveru hans og yndisþokka. — I flestum byggðarlögum voru þó menn, sem héldu órofa tryggS við hestinn og slitu aldrei við hann samvistum. I þeirra 'hópi vil ég nefna hér á SuSurnesjum: GuS- mund Elísson í Keflavík, Þórð Guð- mundsson í Sandgerði og Kristinn Há- konarson í Hafnarfirði, en hann var um eitt skeið búsettur hér í Keflavík. Þessir menn eru aðeins örfá dæmi, gripin af handahófi úr flokki góðra hestamanna, sem ekki létu þægindi bílsins glepja um fyrir sér hvað áhrærði ferðalög á frjálsum stundum ársins. Til slíkra hluta kom bíll- inn aldrei til álita í augum þessara manna, — þar var hesturinn ávallt númer eitt. Eigi þeir fyrir það heiður og þökk. Nú á síðustu tímum hefur orðið mikil breyting í þessum efnum. Ahugi manna á bílnum sem skemmtiferðatækis hefur minnkað til muna, en að sama skapi hefur hesturinn vaxið mjög í áliti. Gildir þetta jafnt út um sveitir landsins og í bæjunum, og engu síður hjá ungu kynslóðinni en þeirri gömlu. Menn hafa sem sé á ný uppgötvað yndisleik hestsins, gangtöfra hans og andans göfgi, og eru ná stofnuð hestamannafélög vítt og breitt um landið, í byggð og bæ. Eitt slíkt félag sá dagsins ljós hér í Keflavík þann 6. desember s. 1. Ber það nafnið Hestamannafélagið Máni. Hvatamenn að stofnun þessa félags voru nokkrir áhugasamir hestamenn hér á Suð- Urnesjum. Stofnfélagar voru 40 og munu sjálfsagt margir bætast við í félagið, þegar það tekur til starfa. Stjorn félagsins skipa eftirtaldir menn: Hilmar Jónsson (deildarstj. hjá K. S. K.), formaður, Birgir Scheving, ritari, Maríus Sigurjónsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur: þetta unga félag hafa á stefnuskrá sinni, og verður nánar frá því skýrt hér í blað- inu, þegar skriður kemst á framkvæmdir. I eigu félagsmanna munu nú vera um 50 hestar. Má það heita vel af stað farið. H. Th. B. Hilmar Jónsson. Valgeir Helgason og Þórður Guðmunds- son. Tilgangur félagsins er að efla og glæða almennan áhuga fyrir hestinum og 'hæfi- leikum hans og að bæta hér aðstöðuna, svo að menn, sem áhuga hafa, geti eignazt hér hest og fái tækifæri til þess að umgangast hann. Til þess að þetta megi takast, þarf félagið að eignast aðgang að landi og geta byggt þar hesthús. Ymislegt fleira mun Áheit og gjafir til Systrafélags Keflavíkurkirkju. Áheit: Gömul kona ........................ kr. 2000,00 N. N.............................. — 300,00 N. N.............................. — 500,00 N. N.............................. — 200,00 Ónefnd kona ...................... — 100,00 Sigrún Ingólfsdóttir ............. — 100,00 María Hermannsdóttir..............— 200,00 Elínborg Eggertsdóttir............ — 50,00 Guðrún Bjarnadóttir .............. — 1000,00 Kristín Matthíasdóttir............— 200,00 Gjafir: Minningargjöf frá Aðalheiði Rósin- kransdóttur og Sigmundi Jó- hannessyni, um dóttur þeirra Sigrúnu ........................ kr. 5000,00 Minningargjöf um Þorstein Þor- steinsson kaupmann, Keflavík, og konu hans Margréti Jónsdóttur og fjögur börn þeirra. Frá Þorkelínu Jónsdóttur og Finn- boga Guðmundssyni, Tjamar- Koti, Innri-Njarðvik .......... — 3000,00 Gjöf frá útgerð og skipverjum ms. Baldurs K. E. 97 .............. — 3000,00 Með þökkum móttekið. F. h. Orgelsjóðs. María Hermannsdóttir. Ávarp til þeirra, sem samþykkja að ungling- um séu gefnir eða seldir éfengir drykkir „Þó ég segi yður eitthvað, þá er það ekki sannleikur fyrir yður á meðan þér skiljið það ekki.“ Þessum frægu orðum Meistarans hafið þið ekki fylgt, en yður finnst þó að þið séuð kjörnir til að gefa æskunni nýjar hugmyndir. En sé svo, þá hvílir um leið á ykkur sú skylda, að vita mun á því tvennu, að rífa niður og byggja upp, sem er af ólíkum toga spunnið og varðar upp- eldi og lífsafkomu æskumannsins til góðs eða ills. Ef þið viljið velferð unglinganna, sem hjá ykkur vinna, og það þætti mér ekki ótrúlegt, þá ættuð þið hvorki að gefa þeim né selja áfenga drykki til þess að svíkja hvorki sjálfa ykkur eða þá. Hefðuð þið ávallt þetta í huga, mundu störf ykkar fá annan og betri tilgang og verða öllum til góðs. Þá mundu þær menningarstofn- anir, sem þið vinnið við að byggja, skólar, samkomuhús og íþróttavellir, verða skjól- garðar fyrir hinn unga mannlífsgróður, sem er að vaxa upp í bæjum okkar, skapa honum vaxtarmátt og sanna menni-ngu. En þeir, sem þannig vinna, svala ekki þorsta unglinga með eitri, heldur með heilnæmu vatni lífsins. Því óska ég og bið, að hver sá, sem í alvöru vill vinna að velferðarmálum bæj- arbúa, vegi og meti með sjálfum sér gildi þess, sem dýrmætast er í hverjum manni, grundvöllinn undir mannlegum dyggðum og andlegum þroska. En það er að mínu viti fyrst og fremst viljinn til að láta gott af sér leiða og til að ljá fylgi sitt því, sem er blessunarríkt og í anda meistarans mikla. Það vita það líklega fæstir unglingar, að fyrsta ógæfusporið er stigið, þegar víns er neytt. Svo tekur það sjálft stjórnina. Síðan drekkur vínið vínið og að lokum drekkur vínið okkur. Látum það aldrei henda framar. Dagbjört Ólafsdóttir. FAXI — 9

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.