Faxi - 01.01.1966, Qupperneq 10
Ráðhildur Ágústa SumarliðadóHir
Fœdd 11. ágúst 1886 — Dáin 3. okt. 1965
Útför þessarar mætu konu var gerð frá Út-
skálakirkju laugardaginn 8. október síðastlið-
inn að viðstöddu fjölmenni. Sóknarpresturinn,
sr. Guðmundur Guðmundsson, flutti líkræð-
una og jarðsöng. Fer hér á eftir úrdráttur úr
ræðu hans.
í fyrsta Pétursbréfi standa þessi orð:
„---------Já, þá munuð þér fagna, þótt þér
nú um skamma stund, ef svo verður að vera,
hafið hryggzt í margs konar raunum.“
Báðhildur Ágústa Sumarliðadóttir.
Ráðhildur Ágústa Sumarliðadóttir, en
svo hét vor látna systir fullu nafni, var
fædd 11. ágúst 1886 að Ásláksstöðum á
Vatnsleysuströnd. Voru foreldrar hennar
hjónin Sumarliði Matthíasson, af hinni
kunnu Hvassahraunsætt, og Þorbjörg Ol-
afsdóttir, er ættuð var austan úr Skafta-
fellssýslu. Ágústa var yngst 5 systkina og
eru þau nú öll látin. Ung fluttist hún með
foreldrum sínum að Breiðagerði á Vatns-
leysuströnd og ólst þar upp. Á þessum ár-
um réðst hún í vist til Reykjavíkur, en
átti þó jafnan heimili í foreldrahúsum.
Árið 1907 fluttist hún með foreldrum sín-
um austur á Seyðisfjörð og þar kynntist
hún eftirlifandi manni sínum, Hallmanni
Sigurðssyni, er ættaður er úr Miðfirði í
Húnavatnssýslu. Hinn 9. maí 1908 gengu
þau í hjónaband og fluttust þá um haustið
hingað suður, að Vörum í Garði. Þaðan
fluttu þau árið 1916 að Sigríðarstöðum og
bjuggu þar í 4 ár, en árið 1920 flytjast þau
að Lambhúsum, þar sem þau hafa átt
heima síðan, eða í 45 ár.
Þau hjónin, Hallmann og Ágústa, eign-
uðust 7 börn. Tvö barna þeirra dóu ung,
en á lífi eru fimm, þrír synir og tvær dæt-
ur. Eru þrjú þeirra búsett í Keflavík,
dóttir austur í Ölfusi og sonur hér í Garð-
inum.
Þá ólst upp hjá þeim frá fjögurra ára
aldri sonarsonur þeirra a'llt til þess er hann
15 ára gamall varð fyrir hörmulegu slysi,
svo að hann varð að dveljast árum saman
í sjúkrahúsi, bæði í Reykjavík og Banda-
ríkjunum.
Framan af ævi var Ágústa heilsuhraust,
en fyrir um það bil 35 árum veiktist hún
alvarlega, náði sér þó eftir það, en litlu
síðar tók hún annan erfiðan, ólæknandi
sjúkdóm, sem þjáði hana til hinztu stund-
ar. Mátti því segja, að síðustu áratugina
væri líf hennar samfelld sjúkdómsbarátta.
1 marzmánuði s. 1. var hún flutt í sjúkra-
húsið í Keflavík, þar sem hún hefur dval-
izt síðan, oft mikið þjáð, og þar andaðist
hún sunnudaginn 3. október s. 1. á átttug-
asta aldursári.
Á sínum manndómsárum, meðan hún
naut heilsu og starfskrafta, var Ágústa
afburða dugleg kona. Vann hún ekki að-
eins sínu egin heimili mjög vel sem stjórn-
söm og reglusöm húsmóðir, heldur vann
hún einnig mikið utan síns heimilis og
hlífði sér hvergi, enda mun þess hafa verið
full þörf, að mikið væri unnið, til að sjá
heimili og börnum farborða, því að fá-
tækt var mikil og lífsbaráttan erfið og
hörð á þeim tímum. En heimilinu helgaði
hún fyrst og fremst umhyggju sína og
krafta, og fór gjarnan ekki mikið utan
þess, nema til þess að vinna fyrir því
ásamt manni sínum og veitti sízt af að þau
legðu á þeim vettvangi bæði fram krafta
sína á þessum erfiðu tímum.
I eðli sínu var hún hlédræg kona og
kynntist því ekki mörgum náið. En við
þá, sem hún hafði einu sinni bundið vin-
áttu, hélt hún órofa tryggð allt til hinztu
stundar, og það sem henni var vel gjört
eða þeim sem gerðu henni gott og sýndu
henni hjálpsemi á einhvern hátt, þeim
gleymdi hún ekki. En hún var ekki að-
eins trygglynd, heldur einnig skapmikil
kona, en kunni þó vel að stjórna geði sínu.
Vel var hún skynsöm og hafði mikið yndi
af lestri góðra bóka. Voru þau hjónin bæði
bókhneigð, lásu mikið og lögðu sig fram
um að eignast góðar bækur.
Eins og fyrr segir, var heimilið hennar
hjartfólgnasti staður. Þar naut hún sín
bezt sem mikilhæf húsmóðir og góð móð-
ir barna sinna. Það má því ljóst vera, hví-
líkt geysilegt áfall það var fyrir þessa starf-
sömu og duglegu konu, er hún á miðjum
aldri missti heilsu sína. En í þessari sjúk-
dómsbaráttu stóð hún ekki ein. Var því
viðbrugðið, hversu eginmaður hennar
reyndist henni vel í þessum erfiðleikum
og lagði sig allan fram um að létta henni
þessa þungu byrði, svo sem í mannlegu
valdi stóð að gera. En ofan á þessa byrði
eigin sjúkdóms bættist þó önnur jafnvel
ennþá þyngri, en það var þegar sonarson-
urinn og uppeldissonurinn, sem hún unni
svo mjög og bar svo mjög fyrir brjósti,
varð fyrir hinu hörmulega slysi, sem áður
hefur verið að vikið. Þær þungu áhyggjur
og þá sáru baráttu milli vonar og ótta, er
fram fór í sál hennar, vegna hinna þungu
og alvarlegu veikinda þessa unga manns
— 'þekkir enginn til hlýtar — nema Guð.
Það má því með sanni segja, að hún
hafi verið raunamanneskja, a. m. k. hinn
síðasta áfanga ævinnar. Og þó — þó hafði
lífið einnig fært henni sína hamingju í
traustum og samhentum lífsförunaut, í
fimm mannvænlegum börnum, er upp
komust, og í efnilegum barnabörnum og
barnabarnabörnum.
Nú hefur þessi þjáða og lífsþreytta kona
kvatt ástvini og samferðamenn, södd líf-
daga. Og víst er það fagnaðarefni, að nú
skuli hún — eftir langan og erfiðan ævi-
dag — hafa hlotið lausn frá stríði, við
raunir og sjúkdóma jarðlífsins, til þess að
meðtaka hvíld, frið og fögnuð hins nýja
lífs í æðra heimi.
Og hér á kveðjustund þakkar hún af
hjarta ástvinum sínum öllum og öllum
þeim, sem á einhvern hátt réttu henni
hjálparhönd á liðnum ævidegi, ekki sízt í
sjúkdómsstríði hennar síðasta áfanga æv-
innar. En sérstakar þakkir eru hér fluttar
hjónunum Kristínu og Þorsteini á Reyni-
stað fyrir alla þeirra hjálpsemi og um-
hyggju fyrir hinni látnu, fyrr og síðar.
Og hingað eru sendar hjartans kveðiur
eiginmanns hinnar látnu, sem nú dvelst
veikur í sjúkrahúsi og getur ekk' fvlgt
konu sinni til grafar. Hann þakkar af
hjarta öll samvistarárin í blíðu osr sfíðu
á liðinni ævi.-------
10 — FAXI