Faxi - 01.04.1970, Side 1
Apríl-blað
4
XXX. AR. 1970
ATHYGLISVERÐ STÖRF
Björgunarsveitin Stakkur er ung aS ár-
um. Samkvæmt fundargerSabók hennar,
er stofndagur talinn vera 28. apríl 1968.
Og í lögum sveitarinnar má sjá, aS gert
er ráS fyrir, aS félagssvæSiS spanni Kefla-
vík og NjarSvíkur, en þess skal þó getiS,
aS í félagatali eru menn úr Vogum einnig
skráSir félagar.
All langur og merkilegur aSdragandi
var aS stofnun sveitarinnar, sem einkum
mótaSist af æfingum í ferSalögum viS lé-
leg skilyrði, hjálp í viðlögum og notkun
ýmissa tækja, sem að gagni mættu koma
ef vanda bæri að höndum. Markvisst var
unnið að því, að geta orðið að gagni ef
slys eða óhöpp hentu, annaðhvort á sjó
eða landi.
Á þessum stutta starfsferli Stakks hefur
sveitin haft ærin verkefni að vinna. Hún
hefur komið víða við sögu í leitum og við
bjarganir, verið getið í fréttum blaða, út-
varps og sjónvarps. Hún hefur hlotið
verðskuldaða athygli og velvilja SuSur-
nesjamanna, fyrst og fremst vegna eigin
athafnasemi og einnig sem holl fyrirmynd
um atorkusemi í þessum málum, enda
hefur kviknað áhugi í öllum byggðum
skagans um slysavarnir og björgunarstörf,
og góð samvinna skapazt í þeim efnum
milli sveitanna, þó aS þær séu byggðar
upp af mismunandi grunni.
Af framangreindum ástæðum fékk Faxi
löngun til að kynna lesendum sínum það
helzta úr skýrslu stjórnar, er formaður
inn, Garðar SigurSsson, kaupmaður, flutti
á aðalfundi sveitarinnar þann 26. febr. s.l.
Utköll sveitarinnar voru afar fá árið
1969. I marz gerði aftakaveður og fórust
þá tveir bátar hér í Faxaflóa. Fór þá fram
mikil leit og víðtæk. Stakkur leitaði svæðiS
frá Keflavík út á Garðskagaflös. Leitað
var aðfaranótt laugardags og laugardag
allan í mikilli veðurhörku og svo á sunnu-
dag við betri skilyrði — en án árangurs.
í nóvember var manns saknað. Hann
hafði farið suður í Krísuvíkurfjöll í rjúpna-
veiði og hreppt versta veður og orðið við
skila við félaga sinn. Hann fannst, og
varð honum ekki meint af volkinu.
Þá var og útkall í desember til leitar að
manni úr Reykjavík, sem saknaS hafði
verið nokkra daga. Stakkur leitaði um
Álftanes. Leitin bar ekki árangur.
Þrátt fyrir fá útköll var mjög annríkt
hjá sveitinni. I byrjun ársins var gerð
starfsáætlun og henni fylgt. I janúar var
leitaræfing í nágrenni Keflavíkur — hugs-
uð sem leit að barni. í febrúar var sam-
æfing með sveitunum í Höfnum og Sand-
gerði suður í Sandvík. Fenginn var mótor-
bátur úr Sandgerði til að leika strand og
mönnum síðan bjargað úr honum. AS
því loknu var æft bjargsig syðst í Hafna-
bergi. Hlaut margur kappinn eldskírn í
þeirri þrekraun.
I aprílmánuði fór fram blóðsöfnun. Hún
var vel skipulögð og bar góðan árangur
— eins og árið áður. Þá var framkvæmd
umfangsmikil leitaræfing í torfæru í
Grindavíkurhrauni — leitarsvæðið var
sunnan Seltjarnar milli ÞórSarfells og
Svartsengis. Leitin var miðuð við trufl-
aðan mann, sem kynni að fara sér að voða.
Fjáröflun fór fram í maí. Gengið var
í hús og dreift viðskiptasímaskrá, er Stakk-
ur lét gera og jafnframt boðin sjúkragögn
til sölu. Þessari tilraun var tekið mjög vel.
Þá var æfing í meðferð og notkun flug-
línutækja og tókst hún vel. Einnig farin
hópferð í Hagafell til lagfæringar á jarð-
vegi og grasfræi sáð á svæði, sem sveitin
fékk að nota, vegna jeppakeppni á fyrra
ári. Sveitin bjó sig undir að taka virkan
þátt í sjómannadagshátíðahöldum í Kefla-
vík í byrjun júnímánaðar — tók hún þátt
í kappróðri og átti að sýna björgun með
fluglínutækjum, en þá skeði það óhapp,
að vararaketta sprakk og særði Jósef Borg
arson úr Höfnum og son hans, Baldur, en
þeir stóðu nærri fluglínubyssunni. Þeir
voru fluttir í sjúkrahús Keflavíkur, en
náðu fullum bata á fáum vikum. Vegna
Stjórn Björgunarsveitarinnar Stakkur. Sitjandi frá vinstri: Ellert Skúlason og Herbert
Ániason. Standandi: Jón Tómasson, Garðar Sigurðsson, sveitai-foringi, og Heiniir Stígsson.