Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1970, Page 4

Faxi - 01.04.1970, Page 4
Skúli Magnússon: Drög að sögu Keflavíkur Framhald. Til var hér örnefni í Vatnsnesvík sem var Þýzkavör. Það mun nú komið undir höfnina og mun hafa verið ekki langt frá þar sem Olíusamlagið stendur nú. Þetta mun vera eina örnefnið sem minnir á forna verzlun frá 16. öld eða fyrr. Skúli Magnússon landfógeti segir svo í lýsingu á Gullbringusýslu, sem hann reit á árunum 1782—84: Á flóanum milli Keflavíkur og Stapa er Vatnsnesvík, var þar verzlunar- staður til forna, en sennilega áður en verzl- un hófst í Keflavík. En þarna er höfn enn þá verri (en í Keflavík) í a-n-austlægri átt og austan stormi, og er auk þess svo ná- lægt Keflavík, að ekki er veruleg þörf fyrir hana. Hvers vegna verzlað var á Vatnsnesvík frekar en á Keflavík er ekki gott að segja, en líklega hefur það verið vegna þess, að konungur átti Keflavík, eins og áður segir, en Vatnsnesvík til- heyrði Njarðvíkurlandi og því hægara fyrir þá sem ekki voru þegnar Danakon- ungs að verzla þar. Sama árið og Danir hófu verzlun í Keflavík, eða 1579, fékk Jóhann Bockholt, höfuðsmaður verzlunarleyfi í öllum höfn- um Gullbringusýslu (nema Grindavík) Hólminum, Hafnarfirði, Straumi, Vatns- leysu, Keflavík og Bátsendum. Heldur lítið mun hafa kveðið að þessari verzlun. Næstu árin eru svo Hamborgarar vel fastir í sessi og hurfu ekki á brott úr Keflavík, að fullu, fyrr en árið 1625. Eftir það má segja, að Danir hafi verið svo til einráðir, þó ætíð hafi verið stunduð tölu- verð launverzlun þrátt fyrir ströng viður- lög við slíku. Þann 20. apríl 1602 var ákveðið með til- skipun af Danakonungi Kristjáni IV, að einokunarverzlun Dana skyldi lögleidd. Konungur veitti borgurum í Kaupmanna- höfn, Málmey og Helsingjaeyri einkaleyfi til að verzla á Islandi næstu 12 árin. Var höfnum skipt á milli borganna og fengu Kaupmannahafnarmenn -í sinn hlut Grindavík, Keflavík, Hafnarfjörð, ísa- fjörð, og Hofsós. Það voru 8 menn sem ráku verzlunina í Keflavík og voru það allt merkir borgarar í Kaupmannahöfn. Lögðu þeir sig í líma við að flæma Ham- borgara í burtu og tókst það eins og áður er getið. Merkastur þeirra Keflavíkurkaupmanna var Mads Hansen, borgarstjóri í Kaup- mannahöfn. Hann var maður stórauðugur og átti miklar hallir í borginni. Árið 1603 kom til Keflavíkur þýzkur maður, að nafni Jóhann Holtsgreven, sem var í þjónustu Helsingjaeyrarkaupmanna og réðst kaupmaður í Spákonufellshöfða. Hann kom hingað þar eð ís hamlaði sigl- ingum til Húnaflóa og landsmenn báðu hann um það. Kaupsvið Keflavíkurverzlunarinnar var lengi fram eftir frekar óglöggt og olli talsverðum deilum. Kaupsviðið náði frá Garðskaga að Vogastapa, eða nánar til- tekið yfir Garðinn, Leiruna, Keflavíkina sjálfa og Njarðvíkur. Keflavíku'r-kaup- maður taldi sér þó heimilt að seilast að- eins lengra allt inní Voga og Brunnastaða- hverfi á Vatnsleysuströnd. Árið 1683 var svo loks prófað í máli þessu, þar eð Hafn- arfjarðar-kaupmenn töldu sér heimilt að verzla við bændur úr áðurnefndum hverf- um. Dómur í máli þessu fór á þá leið, að það þótti sannað, að bændur hefðu verzlað í Hafnarfirði öll 40 árin þar á undan. Lík- aði Keflavíkur-kaupmönnum þetta mein illa en fengu eigi neitt að gert. Árið 1703 voru 400 manns innan kaupsviðs Kefla- víkur-verzlunar. Keflavík var ein af þeim höfnum, sem kaupmenn græddu hvað mest á, og árið 1636 er talið að hreinn gróði af verzlun- inni hafi verið um 1679 ríkisdalir. 1655 er hagnaðurinn þó ekki nærri eins góður eða, 735 ríkisdalir. Aðallega voru fluttar út sjávarafurðir og Keflavík var alla tíð fiski- höfn, en einnig voru til sláturhafnir, eink- um í héruðum er að sveitum lágu. Var oft töluvert tap á þeim höfnum, en slíkt gat einnig skeð með fiskihafnirnar, eink- um ef aflabrestur varð. Árið 1691 voru fluttar út eftirtaldar vörutegundir frá Keflavík: Harðfiskur 116 lestir 5800 Hert ýsa 5 — 180 Saltfiskur þurr 4 — 240 Söltuð ýsa 2 — 75 Hertur titlingur ... 1 Zi 36 Söltuð skata tals 120 — 10 Þorskur salt. bl 10 tunn. 50 Ýsa 12 — 48 Lýsi 22 — 264 Nautakjöt 4 — 24 Smjör................ 1 Zi— 24 — Lax ................. 3 — 24 — Sokkar ........... 3000 pör 250 — Vaðmál ............ 900 álnir 112 — Samtals 7137 rd. Árið 1684 fær maður að nafni Olaf Jen- sen Klow Keflavík á leigu og verzlaði til aldamótanna 1700. Maður þessi var frekar vel látinn og hafði, ásamt öðrum, á leigu tvær hafnir á Norðurlandi og greiddu þeir í leigu 840 rd. fyrir þessar 3 hafnir, en seinna hækkaði leigan í 1530 rd. I gömlum heimildum er sagt frá því, að verzlunarhúsin í Keflavík hefðu staðið á hólma nokkrum skammt frá landi, m. a. segir Jón Aðals frá þessu í bók sinni Ein- okunarverzlun Dana á íslandi. En því miður er nú ekki gott að átta sig á, hvar sá hólmi hefði átt að vera. A. m. k. er hólminn algjörlega horfinn og nú er dýpi mikið fyrir öllu Keflavíkurlandi. Eitt af því sem Keflavíkurkaupmenn áttu við að stríða í Keflavík var hafn- leysan. I norðan og austan stormum er oft brimasamt á Keflavík og þá varð að hafa skipin vel dúðuð akkerum. Oft kom það fyrir, að skip slitnaði og rak á land upp, og þá var ekki mikið hægt að gera, því á báða bóga eru klettar og fyrir botni grýtt fjaran. Árið 1703 varð skipsskaði við Kefla- vík og fórust 4 menn. Um Keflavík segir Skúli Magnússon landfógeti, í Lýsingu á Gullbringusýslu, svo: Á verzlunarstaðnum Keflavík er opið og illt skipalægi, sem snýr til norð-austurs. Verður að hafa góð akkeri og kaðla, svo að skipin reki ekki á land í n-a-stormum, en komi það fyrir, verður engu bjargað, ef illa vill til. Akkerisbotninn er góður og dýpi 14 faðmar. Hækkar og lækkar 7—12 fet, þegar stórstreymt er. Þarna er eigi unnt að ferma eða afferma nema í góðu veðri, því að sé brim við land, geta bátar ekki lent, ef þeir eru hlaðnir vörum. Eins og áður er getið, lagði konungur undir sig eignir Skálholtsstóls hér á Suð- urnesjum árið 1562. Aðalstaðurinn var Stafnes og var þar stunduð allmikið út- gerð. Eitt af því, sem bændur konungs- jarða urðu að gera, var að lána menn frá sér til sjóróðra á konungsskipum. Voru þessar róðrakvaðir allillræmdar og lögðust eigi niður fyrr en þ. 12. des. 1769, er kon- ungsútgerð á íslandi var lögð niður (sjá Afnám konungsútgerðar, 12. des. 1769, og upphaf Keflavíkurbyggðar, eftir dr. Fríðu Sigurðsson í jólabl. Faxa 1969). Eftir af- nám konungsútgerðar frá Stafnesi kemur 48 — FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.