Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1970, Síða 6

Faxi - 01.04.1970, Síða 6
Guðmundur A. Finnbogason: Njarðvíkingar á nítjóndu öld Njarðvíkinga á 19. öld nefni merka og gilda. Þeim að færa þakkargjöld það er okkar skylda. G. A. F. Vorið 1860 fluttu að Þórukoti í Ytra Njarðvíkurhverfi hjónin Björn Jónsson og Vigdís Hinriksdóttir. Komu þau þang- að frá Halakoti á Álftanesi, en þar höfðu þau búið í nokkur ár. Voru þau hjón bæði ættuð þar af nesinu. Var Björn fæddur í Sveinskoti 1. janúar 1824. Voru foreldrar hans búandi hjón þar, Jón Jónsson og Katrín Eyjólfsdóttir. Vigdfs var fædd 31. janúar 1823, í Hákoti. Hennar foreldrar voru Hinrik Guðmundsson og Hallvör Arnadóttir, hjón er þar bjuggu. Björn og Vigdís áttu eina dóttur barna, Ragnheiði, er var fædd í Halakoti 3. apríl 1849. Var hún því 11 ára, er þau komu að Þórukoti. Áður en Björn kom hafði verið tvíbýli í Þórukoti og höfðu sömu búendur búið þar hart nær tuttugu ár, fram til þess tíma. Voru það Helgi Erlendsson og kona hans, Sigríður Pétursdóttir, er komu þangað 1852. En vorið sem Björn kemur, flytja þau Þorsteinn og Guðrún að býlinu Ytri-Nj arðvík. En Helgi og Sigríður búa áfram eitt ár í Þórukoti. Fyrsta búskaparárið voru 9 manns í heimili hjá þeim Birni og Vigdísi, en brátt fjölgaði þar vinnuhjúunum, og voru flest árin 12—15 skráð þar í heimili. Ragn- heiður, einkadóttirin, giftist tuttugu ára gömul, 12. febrúar 1870, Þorgilsi Þorgils- syni frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, fæddum þar 30. ágúst 1842. Voru foreldrar hans Þorgils Ingvarsson og Þorbjörg Þor- steinsdóttir, hjón þar. Þorgils og Ragn- heiður hófu búskap í Ytri-Njarðvík árið 1869, sem þá var sérbýli, og bjuggu þar í 6 ár. En fluttust því næst að Þórukoti, og voru þar í húsmennsku hjá þeim Birni og Vigdísi í tvö ár. Börn þeirra hjóna voru: Björn, fæddur 19. apríl 1870, Vigdís, fædd 9. janúar 1872, og Vilborg, fædd 20. febrúar 1874, öll í Ytri-Njarðvík. Vigdís ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Þórukoti, og hjá þeim Birni og Vigdísi ólst einnig upp frá 9 ára aldri, hinn kunni skútuskip- stjór, Ellert Kristófer Schram. Atti hann þar heimili fram yfir tvítugs aldur og var síðast skráður þar 1884. Foreldrar Ellerts, Kristján Guulheer Schram, og kona hans Margrét Pétursdóttir. Bjuggu í Ynnri- Njarðvík (í Schrams húsi) í 3 ár á árun- um 1869 til 1872. 1 búskap Björns í Þórukoti var það fyrst og fremst sjávarútvegurinn, sem máli skipti, þótt hann hefði einnig landbúnað eins og landstærð leyfði. Gerði hann út Guðm. A. Finnbogason. opin skip og báta úr sinni heimavör, Þóru- kotsvörinni. A þessum árum var sjórinn stundaður af miklu kappi meiri partinn af ári-nu. Það voru haust-, vetrar- og vor- vertíðir. Voru haustvertíðirnar oft og tíð- um fengsælar, þegar tíðin var góð, og gátu jafnvel verið aðal bjargræðistími ársins, þegar vetrarvertíðir voru lélegar eða brugð- ust, eins og stundum gat komið fyrir. Eins gat það skeð sum árin, að allar ver- tíðirnar brygðust að meira eða minna leyti. Var þá þröngt í búi hjá almenningi og jafnvel neyð fyrir dyrum hjá mörgum. En svo komu líka góðu árin inn á milli. Voru þau stóru lífgrösin í tilveru fólksins. A þeim byggðist útgönguleiðin frá vöntun og skuldasöfnun fiskileysisáranna, og á góðu fiskiárunum skapaðist nokkur grund- völlur til þess að mæta á ný erfiðum ár- um. Sem dæmi um gott aflaár hér við sunnanverðan Faxaflóa má nefna frétt úr Þjóðólfi þann 23. marz 1867, en þar segir: „Fiskaflinn hér syðra má heita hinn bezti. Það var hvorutveggja, að haustaflinn var hér alls staðar hinn bezti og nægan fisk hefur verið að fá í Garðssjónum síðan um nýár, fyrir hvern er gat stundað. Enda er nú almælt, að flestir bændur í syðri veiði- stöðvunum, einkum þeir um Njarðvíkur og Garð, hafi nú í byrjun þessarar ver- tíðar átt meiri fisk í salti, heldur en þeir hinir sömu áttu um vertíðarlok í fyrra. Það er og til dæmis haft fyrir satt, að þeir bræður, Ásbjörn hreppstjóri og Arinbjörn Olafssynir í Innri-Njarðvík, hafi nú átt um 3000 fiska í salti, hvor þeirra, er ver- tíð byrjaði. Árið 1970 var haustvertíðin fram að jólum einstaklega gæftasæl, voru þá hlutir hér í Njarðvíkum frá 600 upp í 1300 fiskar.“ A þessum árum og þar nokkru fyrr, var oft á tíðum mikið um fisk hér í „Leirnum“ og við hraunbrúnirnar, og alla leið inn í „þarann“. Þá var ekkert, sem heitið gat að raskaði ró þess fiskjar, er þar hélt sig. Þá voru handfærin aðal veiðar- færið og þorskanet notuð í smáum stíl miðað við það, sem nú tíðkast. Voru þau heimatilbúin á þeim árum, hampurinn spunninn og tvinnaður og var garnið oft mjög loðið og hnökrótt. Það þætti ekki veiðilegt núna á nælonöldinni. Lóð var aðallega notuð á haustvertíðum, þó var einnig farið síðar meir að nota net á þeim árstíma líka. Afi minn, Guðmundur Gíslason, sagði, að þegar hann var að alast upp hjá fóstra sínum, Þórði Sveinssyni í Garðbæ, hér í Innra Njarðvíkurhverfi, á árunum 1850 til 1860, hafi þeir róið á sumrin á tveggja manna fari hér fram á brúnirnar, og fram í leirinn, og hafi þá alltaf verið fisk að fá, oft á tíðum mjög góðan afla af alls konar fiski. Lýsti hann þarna aflabrögð- um úr einum róðri þeirra félaga, er þeir komu að á báti sínum, sem hét Karfi: Þorsk og lísu„ lúðu, ýsu, kola, það á Karfann veiddum vér. Víst til þarfa túrinn er. Voru þeir Þórður og Guðmundur ánægðir með sinn góða feng, máttu þeir aftur á vísa-n afla róa, því þá fékk ung- viðið að vaxa í friði fyrir vaðandi botn- sköfum nútímans. Nú er öldin önnur hér, ekki nokkur branda. Tæknin hefur tamið sér, tilverunni að granda. Vinnuhjúin hjá þeim Birni og Vigdísi í Þórukoti höfðu nóg að starfa allt árið 50 — FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.