Faxi

Årgang

Faxi - 01.04.1970, Side 7

Faxi - 01.04.1970, Side 7
um kring, mest var að gera hjá vinnu- konunum á vetrarvertíðunum, þegar ver- mennirnir voru sem flestir. Komst þá tala heimilisfólksins hátt á þriðja tuginn. Voru það þjónustubrögðin, sem bættust þá stór- lega við önnur venjuleg heimilisstörf. Þá var mestallur fatnaður heimatilbúinn, og sokkar og sjóvettlingarprjónið æfinlega á prjónunum. Varð að nýta hverja flík eins lengi og hægt var, allt stoppað og bætt, frá hvirfli til ilja. Kembt og spunnið, tvinnað, tætt, tekið ofan, prjónað. Ofið, saumað, brugðið, bætt. Bæjarverkum þjónað. Kornið malað, kaffið brennt, kindum smalað, seglum vent. Vatn upp halað, vör í lent. Vægast talað, engu hent. Sínu rúmi sat hver á, sinn að borða skammtinn þá. Soðningu og súrmat fá. Sæludaga gerði ljá. Þá var ekkert krydd ná kröð, kótilettur, gos í mjöð. Tertur ekki í tízku þá, tyggigúmí enginn sá. Kæfa, rúgur, bankabygg, bezta þótti næring trygg, Harðæti og hausa þá helzt með bræðing gott að fá. Húsbændunum hjúin góð, halir unnu jafnt sem fljóð. Saman búið, sæmd upp hlóð, sómi voru landi og þjóð. Vinnuhjúin voru þar, verkatrú og dugnaðar. Skylduræknin skemmtan bar skýrast þeim til mannbótar. Heimaskemmtan holl var þá haldin kvöldvökunum á. Ljóð og vísur léttu brá, lesa, kveða, segja frá. Húsbændanna heiður skín, hefur sagt frá, amma mín. í Þórukoti, þörf hún var, þénari Björns og Vigdísar. Björn Jónsson í Þórukoti var án efa emn af merkustu útvegsbændum hér á Suðurnesjum á síðastliðinni öld. Var hann framsýnn athafnamaður, sem tileinkaði sér og tók virkan þátt í þeim nýjungum í sjávarútvegi, er leitt gátu til bættrar af- komu fólksins hér um slóðir. Má þar nefna þilskipaúgerð, er síðar verður minnst á, og einnig má nefna lifrarbræðslu, er hann starfrækti við sína heimalendingu í Þóru- koti. Hefur Björn sennilega notið þar að kunnáttu og framkvæmdasemi vinar síns, séra Odds Gíslasonar í Grindavík, er þá hafði lært að bræða lifur og gera úr henni verðmæta vöru, hið sígilda lýsi. Strax á fyrstu búskaparárunum í Þórukoti, er Björn talinn efnaðasd bóndinn hér í sókn- inni. Arið 1861 eru þessir 5 menn hæstu útsvarsgjaldendur í Njarðvíkursókn. (En þá voru öll gjöld reiknuð í fiskum): Asbjörn Olafsson í Innri-Njarðvík, 90 fiskar. Arnleif Pétursdóttir, ekkja Péturs Jónssonar f Höskuldarkoti, 80 fiskar. Björn Jónsson í Þórukod, 120 fiskar. Gunnar A. Gunnarsson í Ytri-Njarðvík, 70 fiskar og Jón Pétursson í Höskuldar- koti, 80 fiskar. Árið þar á eftir eru þessir fjórir bændur hæstir: Björn í Þórukod, 200 fiskar, Jón Pétursson í Höskuldarkoti, 110 fiskar, Ásbjörn f Innri-Njarðvík, 100 fiskar, og Jón Nikulásson á Vatnsnesi, 100 fiskar. Svo voru það þilskipin, sem Björn gerði út, bæði til fiskveiða hér um slóðir og svo vöruflutninga milli landa. Var hann einn eigandi að fiskiduggunni Mar gréti Sesselju. Annað þilskip átti Björn í félagi með Agli Hallgrímssyni í Minni- vogum. Hét það Lovísa, og var skonn- orta eða Jakt. Var hún í vöruflutningum milli íslands og Danmerkur. Skulu nú tilfærðar hér fréttir af þilskipum þeirra Björns og Egils. í Þjóðólfi 24. júlí 1873 er eftirfarandi frétt: „Fiskiduggurnar víða hér af Suðurnesjum hafa nú komið smámsaman inn um næstliðinn hálfan mánuð. Flestar úr vestfjarðarleið, því þangað höfðu margar þeirra leitað til þorskveiða í fyrra mánuði. Mestan og beztan afla allra fiskijaktanna hér syðra mun nú samt hafa Jaktin Margrét Sesselja, er Björn í Þórukoti á, því hún kvað hafa nálægt 12000 fiska alls og alls eða þar yfir og þar af nálægt 7—8000 af fullgild- um þorski.“ Framhald. >ce>OOO<X><O<><>0<><><>OOO^^ Útsniðnar drengjabuxur úr flaueli og nankin Mikið úrval af vinnubuxum og vinnublússum Vinnuvettlingar Sokkar og leistar KAUPFÉLAG 5UÐURNESJA Járn- og skipadeild - Sími 1505 ^cccccccccccccccccccccccccoccc Sjóstakkar, sjóhattar, sjóstígvél, ofanólímd, regnföt, vinnuúlpur, kuldaúlpur, kuldajakkar, kuldaskór, bílstjórastígvél, frystihúsastígvél, ermahlífar, svuntur, Vinyl-aðgarðar- og sjóvettlingar KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn- og skipadeild - Sími 1505 Fjallagrös nýkomin APÓTEK KEFLAVÍKUR FAXI — 51

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.