Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1970, Page 9

Faxi - 01.04.1970, Page 9
Frá vinstri: Hilmar Þórarinsson, Friðrik Valdimarsson, Eyjólfur Bjamason, Eðvald Bóason, Einar Gunnarsson. Á myndina vantar Hauk Ingason, framkvæmdastjóra Plastgerðar Suðurnesja. Byggingaþjónusta Suðurnesjo Föstudaginn 10. apríl s. 1. var opnuS í Reykjavík umboðs- og söluskrifstofa, sem hlotiS hefir nafniS Byggingaþjónusta SuS- urnesja. AS þessari framkvæmd standa 6 iSn- fyrirtæki á SuSurnesjum, sem hafa bund- izt samtökum meS þaS fyrir augum aS kynna og bjóSa framleiSsluvörur sínar á stærri markaSi en hér er til staSar. Undirbúningur þessa máls hefir veriS á döfinni um nokkurn tíma, og eru þessi félög vel samhæfS, þar sem þau starfa öll aS byggingariSnaSi. Félögin og framkvæmdastjórar þeirra eru sem hér segir: GleriSja SuSurnesja h.f., SandgerSi, Eyjólfur Bjarnason, Hús & inn- réttingar h.f., SandgerSi, SigurSur GuS- jónsson, PlastgerS SuSurnesja h.f., Ytri- NjarSvík, Haukur Ingason, Gluggaverk- sm'iSjan Rammi h.f., Hilmar Þórarinsson, TrésmiSjan h.f., Ytri-NjarSvík, FriSrik Valdimarsson, og TrésmíSaverkstæSi Ein- ars Gunnarssonar, Keflavík, Einar Gunn- arsson. Hin nýstofnaSa umboSsskrifstofa Bygg- ingarþjónustu SuSurnesja er til húsa í Bún- aSarbanka Islands viS Hlemmtorg. Er skrifstofan á annarri hæS hússins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Eyj- ólfur Bjarnason, rafvirkjameistari. Flóðlýstur knattspyrnuvöllur. I blíðskaparveðri, miðvikudagskvöldið 8. apríl, var í fyrsta sinn á íslandi háð knatt- spyrna við fullkomna flóðlýsingu. Þessi merkis atburður átti sér stað hér í Keflavík, þar sem Keflvíkingar og Breiða- blik í Kópavogi leiddu saman hesta sína í „Litlu bikarkeppninni“. Endaði þessi leikur með sigri heimamanna, 2—1. Leikur þessi hófst með hátíðlegri athöfn. Rafveitustjóri, Kári Þórðarson, flutti ávarp, þar sem hann rakti tildrög þessarar flóðlýs- ingar, en eins og kunnugt er var hún sú, að á s. 1. hausti, þegar Keflvíkingar urðu ís- landsmeistarar í annað sinn, gaf bæjarstjórn hinu sigursæla knattspyrnuliði fyrirheit um flóðlýsingu á malarvöllinn, svo hægt væri að nota hann að vetrarlagi og þar með bæta að- stöðu til knattspyrnuiðkana. I vetur var svo unnið að útvegun heppi- legra staura til þessarar lýsingar, og síðan komið fyrir af starfsmönnum bæjarins. Raf- veita Keflavíkur, undir umsjá rafveitustjóra, sa um uppsetningu ljósanna, sem eru þýzk. í lok ræðu sinnar óskaði Kári íþróttamönn- um allra heilla, og að þessi vandaði og nýstár- legi ljósabúnaður, sem væri hinn fyrsti sinn- ar tegundar hér á landi, mætti verða Kefl- víkingum og öðrum íslenzkum íþróttamönn- um hvöt til öflugrar framsækni og meira starfs til heilla fyrir land og lýð. Bað hann síðan formann íþróttavallanefndar, Bjama Albertsson, að tendra ljósin. Skömmu síðar hófst svo þessi leikur, og er áætlað, að um 1200 manns hafi verið við- staddir þenna sögulega atburð. FAXI óskar öllum lesendum sínum gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. uv\unuuvuvuv\uuHuuuunv\i POLYTEX-málning, inni og úti REX-skipamálning REX-þak- og glugga- málning Vélalökk Vinnuvélalökk Gólflökk Terpentína Fernisolía Pinóter C-tox KAUPFÉLAG 5UÐURNESJA Járn- og skipadeild - Sími 1505 k\\VWV\\VWWW«W\\VWVVVVVVVV\WWVV FAXI — 53

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.