Faxi

Volume

Faxi - 01.04.1970, Page 10

Faxi - 01.04.1970, Page 10
Málverkasýning. í sambandi við aðalfund kjördæmaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjaneskjördæmi var haldin sýning á málverkum Helga S. Helgi S. Jónsson. Jónssonar í stóra salnum í Netagerðinni við Reykjanesbraut, dagana 21.—22. marz s.l. Margar myndir voru á sýningunni, sem var mjög fjölsótt. Helgi S. Jónsson hefir áður tekið þátt í samsýningum, bæði hér og í Reykjavík, og sjálfstæða sýningu hélt hann haustið 1968 í iðnaðarmannahúsinu við Tjam- argötu í Keflavík. Endurskoðunarskrifstofa í nýju húsnœði. Þórhallur Stígsson; löggiltur endurskoðandi i Keflavík, hefir opnað endurskoðunarskrif- stofu í eigin húsnæði að Faxabraut 2 í Kefla- vík. Þórhallur er borinn og bamfæddur Kefl- víkingur, 31 árs gamall, og hefir starfrækt hér endurskoðunarskrifstofu síðan hann öðl- aðist réttindi sín, 1966. Auk hans vinna nú á stofunni 2 nemar og 1 skrifstofustúlka. Þór- hallur er kvæntur Ingibjörgu Guðnadóttur og eiga þau 2 efnilega drengi. Fjölskylduvaka í Innri-Njarðvíkurkirkju. Sunnudagskvöldið 20. marz, kl. 8.30, var haldin í Innri-Njarðvíkurkirkju mjög fjöl- sótt fjölskylduvaka. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son flutti þar ræðu, ung stúlka úr söfnuðin- um flutti ávarp, en auk hennar komu þar fleiri ungmenni fram með upplestur og helgi- leik. Þá söng þar Haukur Þórðarson einsöng, Hreinn Stefánsson og Siguróli Geirsson léku á orgel og flautu fmmsamið lag eftir Sigur- óla, en kirkjukórinn söng. Sóknarpresturinn, sr. Bjöm Jónsson, stjóm- aði vökunni og talaði sérstaklega nokkrum orðum til yngstu kirkjugestanna. Var þessi fjölskylduvaka hin ánægjulegasta að sögn viðstaddra, enda að verða nokkuð fastur þátt- ur í safnaðarstarfinu, og var bæði söfnuðin- um og presti hans til sóma. Samtök frjálslyndra á Suðurnesjum. Sunnudaginn 15. marz var stofnað hér í Keflavík pólitískt félag undir þessu nafni. í stjórn félagsins voru kosnir: Skarphéðinn Njálsson bifreiðarstjóri, Keflavik, formaður, Magnús Sædal Svavarsson tæknifræðinemi, Ytri-Njarðvík, varaformaður, Agúst Jóhann- esson, verkstjóri, Keflavík, ritari, Ágúst Ól- afsson, sjómaður, Keflavík, gjaldkeri, og með- stjómandi Guðmundur Magnússon, verka- maður, Keflavík. Varamenn í stjórn: Ragnar Sigurðsson, bif- reiðarstjóri og Pétur Pétursson, sjómaður. Stofnfundinn sátu um 40 manns, og stofn- félagar vora um 30. Fundarstjóri var Magnús S. Svavarsson. Engin ákvörðun mun hafa verið tekin um framboð á vegum hins nýstofnaða félags í sveita- og bæjarstjómarkosningum í vor, né hvort um verði að ræða samstarf við aðra aðila. Fundargerð byggðasafnsnefndar. Þriðjudaginn 10. febrúar 1970 var boðað til fundar í byggðasafnsnefnd kl. 5 í húsnæði Keflavíkurbæj ar. Eftirfarandi mál vora á dagskrá: la. Geymslu- og vinnustaður. b. Bygging safnhúss. 2. Heimildasöfnun: Segulbandsupptökur, myndir, örnefni, úr- klippur, náttúraminjar, bækur um Suð- umes. Hús til verndar. Stjáni blái og Duus. 3. Fjármál. 4.Starfsskipting. 5. Onnur mál. 6. Bréf Skúla Magnússonar. 1. í sambandi við geymslu og vinnustað er nefndin sammála að fara þess á leit við bæjarstjórn Keflavíkur, að hafizt verði handa um byggingu vinnustaðar, ca. 200 fermetra, sem verði í nálægð væntanlegs safnhúss. 2. Nefndin ákveður að taka upp á segul- band viðtöl og raddir ýmissa eldri borgara og felur Guðleifi Sigurjónssyni að koma því verki í framkvæmd. Þá samþykkir nefndin, að haldið skuli áfram söfnun mynda og felur Ólafi Þor- steinssyni umsjón með því. Um örnefni óskar nefndin að Skafti Frið- finnsson sjái. Urklippur skulu vera í höndum Helga S. Jónssonar, og náttúruminjar. Safnað skal bókum um Suðurnes og eftir Suðurnesjamenn, er Hilmar Jónsson beðinn að vinna þetta verk. Rætt var um hvaða hús skyldi vernda, og eru menn sammála að mæla og gera ná- kvæman uppdrátt af gömlu verzlunarhús- unum, svo og húsi Stjána bláa. 3. Nefndin leggur til að framlag Keflavík- urbæjar verði hækkað veralega þannig að nefndin hafi til umráða að minnsta kosti 150—200 þúsund til rekstrar. 4. Starfsskipting: Nefndin skiptir þannig með sér verkum: Helgi S. Jónsson, formað- ur, Hilmar Jónsson, ritari, Skafti Friðfinns- son, gjaldkeri, Ólafur Þorsteinsson og Guð- leifur Sigurjónsson, meðstjórnendur. 5. —6. Bréf Skúla Magnússonar var tekið til umræðu. Nefndin metur áhuga utanað- komandi aðila að verðugu og hefur að öðru leyti ekkert við bréfið að athuga. Mættir voru á fundinum allir nefndar- menn: Helgi S. Jónsson, Guðleifur Sigurjóns- son, Ólafur Þorsteinsson, Skafti Friðfinnsson, Hilmar Jónsson. (Frá Byggðasafnsnefnd Keflavíkur). Hagvöxtur. Velmegunar og vaxtargengd. virðist menning okkar þjóna. Hávaði og háralengd, hækkuð pils og lækkuð króna. G. A. F. BAÐLYF fyrir hesta fyrirligg jandi. APÓTEK KEFLAVÍKUR Nýja símaskráin Símaskrá fyrir Suðurnes er komin út. Fœst á símastöð- inni. — Kostar kr. 50,00. Pósfur og sími. 54 — f a x i

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.