Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 7

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 7
t Magnús Gunnarsson F. 4. febrúar 1953. I. I Biblíunni eru tvö orð, sem gnæfa eins og tindar yfir öll önnur. Orðin berast til okkar nú með boðskap jólanna: „Verið óhræddir“. Sá boðskapur gengur eins og rauður þráður gegnum alla Biblíuna. Með þeim orðum var Abraham huggaður forðum: „Ottast þúekki, Abraham,éger þinn skjöldur og laun þín munu mjög mikil verða“. Móse hug- hreysti lýðinn við Rauðahafið á sama hátt: „Ottist ekki,standið stöðugir, og þér munuð sjá hjálpræði Drottins, er hann í dag mun láta fram við yður koma“. Guð gefi að þessi boð- skapur nái til okkar nú. Sérhver maður verður fyrir mótlæti í lífinu, enda þótt sumir reyni meira en aðrir í þeim efn- um. En Guð hefur heitið því, í orði sínu, að vera nær sem sá er segir: „Óttist ekki“. Leyfum þeim boðskap að hafa græðandi áhrif nú. Þetta er boðskapur kærleikans og hugg- unarinnar og eitt af stefnum jólaguðspjallsins, sem er öllum í fersku minni. Jólaguðspjallið hefur að geyma annað stef, táknmál ljóss og myrkurs. Það talar einnig til okkar nú. Við höfum verið minnt á, að myrkrið hefur meiri áhrif á mannlífið en margan grunar. Það er ekki tilhæfulaust þegar minnst er á myrkrið í jóla- sálminum góða. Veldi þess birt- ist í ýmsum myndum. Örvænt- ingin talar máli myrkursins, en vonin talar máli ljóssins. Jólin flytja með sér þá von og birtu sem hrekur myrkrið burt. I dag biðjum við þess, að mega vera þátttakendur í því undri. Sagt hefur verið að jólin séu bæn, ,,útbreiddar hendur mannsbarnsins mót hinu himneska ljósi, er það vill veita inn í líf sitt til að hrekja myrkrið burt“. í dag eru jólin þess háttar bæn. Guð hefur heyrt þá bæn í Jesú Kristi, honum sem er von og ljós heimsins. Læknirinn Lúkas skynjaði þetta er hann sagði: „Þetta er að þakka hjart- gróinni miskunn Guðs vors Fyrir hann mun ljós af hæðum vitja vor, til þess að lýsa þeim, - D. 12. des. 1979. sem sitja í myrkri og skugga dauðans". Myrkrið og von- leysið víkur, ljósið og vonin sigrar. Þessi boðskapur jólanna kallar nú á andsvar í trú. Guðer nær sem sá er líknar og hjálpar á hverju sem gengur. Það birtir upp um síðir og vonin sigrar. Kvöldsól gamla ársins er að setjast. Það slær kvöldroða á himin og sæ. En nýtt ár heilsar með nýárssól, sem vermir og græðir og vekur nýja von. Guð gefi að við mættum öll skynja þann sigur í okkar lífi. II. Við hveðjum í dag mann, sem var ljósberi, þótt kyndill hans í þessum heimi sé nú slokknaður, fyrr en nokkurn hugði. En þrátt fyrir allt stendur ekki eftir svart- ur kveikurinn, heldur björt minning um góðan dreng. Magnús Gunnarsson var fæddur þann 4. janúar árið 1953, sonur hjónanna Fjólu Sig- urbjörnsdóttur og Gunnars Sveinssonar, kaupfélagsstjóra. Magnús var elstur fimm systkina. Bróðir hans, Sveinn Sigurður, lést í bílslysi 1975. Það er því skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni. Eftir lifa Ragnheiður Guðrún, Sigur- björn og Gísii Benedikt. Magnús ólst upp í Keflavík ásamt systkinum sínum. Hann var ötull og samviskusamur að hverju sem hann gekk. Að loknu gagnfræðaprófi fór hann sem skiptinemi til Bretlands og árið 1974 var hann á norska samvinnuskólanum. Þegar heim kom kynntist hann konu sinni, Ólöfu Helgu Þór, og gengu þau í hjónaband 2. júlí 1977. Hún er dóttir hjón- anna Arnalds og Kristínar Þór. Magnús og Olöf eignuðust einn son, Gunnar Svein, sem er tveggja ára gamall. Magnús heitinn var hæglátur og vandaður, þægilegur í um- gengni og góður félagi. Hann lét félagsmál mikið til sín taka. Hann sat m.a. í æskulýðsráði, var í Leikfélagi Keflavíkur og 17. júní nefnd. Auk þess var hann í miðstjórn Framsóknar- flokksins fyrir unga framsókn- armenn, árin 1976 til 1979. Hann kom víða við og gegndi ábyrgðarstörfum þótt ungur væri. Magnús hóf störf sem af- greiðslumaður í Kaupfélagi Suðurnesja og gerðist síðar verslunarstjóri og umsjónar- maður með búðum kaupfélags- ins. I sumar er leið tók hann síð- an við kaupfélagsstjórastarfi á Flateyri. Hann vildi takast á við það erfiða verkefni, en upp úr því tók heilsan að gefa sig. III. Við minnumst Magnúsar nú, eins og hann var, heill og óski{)t- ur að hverju sem hann gekk. Eg kynntist honum sem félagsfor- ingja skátanna, en við því starfi tók hann 1977. Við ræddum þá jafnan saman vegna þátttöku skátanna í guðsþjónustu á Baden Powell daginn, sumar- daginn fyrsta og 17. júní. Það starf, sem önnur, leysti hann einstaklega vel af hendi. Hann var hógvær og dagfarsprúður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Þegar ég minnist Magnúsar nú, koma mér í hug ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar, þar sem segir: „Því hvergi eygðist hætta á þínum vegi, allt heiðríkja og eftir langt af degi. Hver framstíg hugsjón má við því að missa sinn mann í gröf, en hjörtu okkar varla“. Margir hafa undanfarna daga hugsað til fjölskyldu Magnúsar, Ólafar og Gunnars Sveins, for- eldra hans og systkina. Þau hafa borið þungbært áfall með ó- hagganlegri ró, sem ég mun seint gleyma. Það er við hæfi að kveðja Magnús þannig. Minn- ing hans er björt og síðustu sporin, eftir að lífsstrengurinn brast í brjósti hans, breyta þar engu um. Ég trúi því, að nú sé hann heill fyrir náð Guðs og miskunn. Astvinirnir allir eiga öll okkar dýpstu samúð. Við felum þá Guði með þeirri bæn, að nú sem ávallt leggi hann líkn með þraut. Guð einn megnar það sem er mönnum um megn. Magnús heitinn kveðjum við þakklátum huga, með skáta- versinu góða: „Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt, Guð er nær“. Amen. (Flutt í Keflavíkurkirkju 29. des. ’79). Ó.O.J. t Erfitt er að skilja, þegar ungir menn hverfa fyrirvaralaust af leiksviðinu. Sú harmafregn kom fyrir jól að Magnús Gunn- arsson væri dáinn. Við höfðum starfað saman í æskulýðsráði og leikfélaginu og átt þar góðar samverustundir. Magnús var samvinnuþýður og áreiðanlegur ungur maður, sem hafði áhuga á félagsmálum byggðarlagsins. Það er skarð fyrir skildi, þegar slíkir menn falla. Vitaskuld er harmurinn mestur meðal fjöl- skyldu hans og nánustu vina. Ég veit að ég mæli fyrir munn félaga minna í leikfélaginu og æskulýðsráði, þegar ég sendi að- standendum Magnúsarhugheil- ar samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Hilmar Jónsson Prjónakonur Um óákVeðinn tíma kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, dag- ana 13. og 27. febrúar kl. 13-15. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. mmarn Faxi - 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.