Auglýsingablaðið - 08.11.1924, Side 3
AUGLÝSINGABLAÐIÐ
3
T
* H. Andersen & Sön
*** Aðalstræti 16
Landsins elzta klæðaverzlun og saumastoía.
Ávalt birgir af allskonar karlmannafataefnum.
W
vjír
fflUf
W
0
f
a)í
Odýrar Golftreyjur
Nýjar vörur!
Nýtt yerð!
Eftirtaldar vöjrur nýkomnar:.
Apricosur þurkaðar kr. 2,25 V2 kg.
Epli þurkuð ... — 2,25 Vs —
Ferskjur .... — 2,25 V2 —
Rúsinur........— 1,25 V2 —
Sveskjur .... — 0,85 V2 —
Kartöflumjöl ... — 0,50 xh —
Sago...........— 0,60 V2 —
Yerzl. VÍSIR
Sími 555.
eru aftur komnar og mikið úrval af
sokkum á karla og konur, mjög ódýrt.
Munið eftir útsölunni á karlmanna-
frökkunum og stigvélunum sem allir .
. þurfa að eignast fyrir veturinn.
Verzlunin „Klöpp“ Laugaveg-18.
Sími 1527.
Hf, Hiti & Ljós.
Sími 830. Reykjavik.
Við leyfum okkur að minna
yður á okkar ágæta
öólflakfa:,
sem allar húsmæður ættu
að nota á gólf sin.
(xeorge A. Birmingham:
Spánskir dúkatar.
FYRSTI KAPÍTULI.
Moy Bay-fjörðurinn á írlandi kvíslast 1 marga
smærri firði, sem skerast langt inn í landið. Þar úir
og grúir af eyjum, bygðum og óbygðum. Ef hann lægi
ekki einmitt í Connacht héraði, myn.di vera krökt á
honum af skemtiskútum, en raunin er, að þar sést
sjaldan eða aldrei skemtifar.
Suðaustan við fjöröinn liggur bærinn Ballymoy.
Ballymoy er auðugur af drykkjukrám og bænhúsum,
en íátækur af öllu öðru. í vestur liggur þjóðvegurinn
eftir ströndinni til hinna nálægustu búgarða og hinna
lítilfjörlegu og litlu sveitaþorpa, sem eru á víð og
dreif í kring um mýrarnar. Pessi þjóðvegur er tals-
vert tíðfarinn. Þegar markaðsdagar eru í Ballymoy
koma stórir dýrahópar, mjólkurvagnar og asnar með
markaðsvarning, og ásamt öllu þessu kemur hinn
skrautlegi veiðivagn majórs Kents, þegar veður er
gott. Pess vegna er ógurleg for á veginum níu mán-
uði ársins. En þegar ekki er for á veginum, þyrlast
rykmekkirnir hátt í loft upp til skapraunar öllum
þeim, sem um hann fara. Peir eru raunar vanir að
vaða forina blautir í báða fætur, og þykir það betra,
en að bryðja sandkorn milli tannanna.
Séra Jósep Jón Meldon hjólaði eftir þessum vegi
síðdegis undir lok maimánaðar. Það var mikill hiti
i veðri og golan þyrlaði rykinu í andlit honum. Hann
hjólaði eins hart og hann gat. En honum var gríða-
lega heitt, og hann varð allur rykugur ofan frá rauða,
þykka skegginu og niður á stigvél.
Séra Meldon þurfti ekkert að flýta sér. Hann ætl-
aði að finna majór Kent vin sinn, hann þurfti ekki
að koma á neinum tilteknum tíma, en Meldon var
ungur og kappgjarn maður, sem vildi ganga rösklega
að hverju, sem hann byrjaði á.
»Eg vona þóo, stundi hann, og svitinn draup af
honum, »að Kent láti mig fá eitthvað almennilegt
að drekka. Bara eg hefði nú límonaði«.
Flestir aðrir myndu þar að auki áreiðanlega hafa
óskað eftir baði. Pessir fínu, handhvítu prestar, sem
Tennyson kveður um, myndu áreiðanlega fyrst hafa
óskað sér hreinum og síðan beðið um óáfenga hress-
ingu, liklega te í gömlum postulínsbolla. En Meldon