Bókavinur - 01.09.1924, Blaðsíða 6
6
BÓKAVINUR
Y o g a
heitir bók, sem, kom út 1920, og mjög
mikla eftirtekt vakti þá. Hún fjallar
um indverska líkamsfræ'öi og si'ð-
íræði, sem öllum hugsandi mönnum
hefir fundist stórmikið til um að
kynnast. Höf., Joh. Hohlenberg, er
danskur maöur, sem dvalið hefir viö
dulspekiskóla á Indlandi og kynt sér
])ar rækilega indverska lifsspeki. —
Verð bókarinnar hefir nú verið lækk-
að um helming, sbr. l^ókaskrána hér
á eftir.
Hrynjandi íslenzkrar
tungu.
Margir eru þeir höfundar, sem
hafa þráð að rita fagra íslenzku, rita
„snjalt og s'létt“, eins og Snorri seg-
ir, að Óðinn hafi talað. Allar eru og
sögurnar okkar fornu svo ritaðar, að
fegri rithátt getur ekki. Þar er frá-
sagnarblærinn ekki að eins fagur,
heldur og þróttmikill. Engir hafa rit-
að fegra en fornmenn og allir vildu
svo ritað hafa.
Sig. Kristófer Pétursson rithöf. er
þeirrar skoðunar, að frásagnablærinn
forni sé svona fagur og þróttmik-
ill, af því að fornmenn, er færðu í let-
ur sögurnar, hafi ritað eftir regluni,
er muni hafa gleymst um 1400. Ekki
vill hann fullyrða, að fornmenn hafi
verið sér þesis vitandi, að þeir rituðu
eftir reglunum, þó telur hann þaö
næsta líklegt. En livað sem því líð-
ur, þá hyggur hann, aö hann hafi
uppgötvað þessar reglur. H'efir hann
nú ritað bók um þær, er hann nefnir
Hrynjandi íslenzkrar tungu. Bókina
sendi hann til Háskólans, í því iskyni,
að norræna deildin dæmdi um hana,
áður en hún kæmi út. Þá sótti hann
urn styrk úr Sáttmálasjóði, til þess
að bókin yrði ódýrari en ella. Háskól-
inn veitti styrkinn.
Bókin á að kenna mönnurn, að rita
eins snjalla íslenzku og fornmenn, án
þess þó að apa fornmenn um orðtæki.
Það hyggur höf., að ekki sé meiri
vandi, að læra reglur þessar en rit-
reglur. Bókin er ætluð öllum, sem
rita vilja íslenzku, hvort sem þeir
rita bréf, semja ræður, skrifa stíla,
skáldsögur, blaðagreinar eða yrkja
kvæði o. s. frv. Er hún að heita má,
ómissandi kennurum, námsfólki,
prestum, blaðamönnum, skáldum, rit-
höfundum og í stuttu máli sagt, öll-
um, sem vilja kunna að greina góða
íslenzku frá lélegri, og þekkja eðli
íslenzkrar tungu.
Bókin er þannig rituð, að hver
meðalgreindur maður getur lært af
henni án tilsagnar.
Bók þessi verður um 400 bls. og
kernur út í lok nóvember. Verð 10—
12 kr. Búist er við að bókin seljist
ört. Þeir sem vilja panta hana, gegn
póstkröfu, skrifi S t. Gu’nnar s-
syni Félagsprentsmiðjunni, Rvík.
Bókaskrá
frá bókav. Ársæls Árnasonar
Álidýrasjúkdómar (lækning húsdýra)
eftir Sig. E. Hlíðar 2.00; innb. 3.50.
Andlátsmyndin, saga 3.00.
Betlikerlingin og Ásareiðin, sönglög
eftir Sigvafda Kaldalóns 3.00.
Borgin óvinnandi, saga 4,75.
Borgin við isundið, eftir Jón Sveins-
son (sjá bls. 4), innb. 10.00.
Börn dalanna I—II, eftir Axel Thor-
steinsson 3.50; innb. 4.50.
Danmörk eftir 1.864 11.00; ib. 14.00.
Dægradvöl, eftir Ben. Gröndal (sjá
bls. 2) innb. 15.00; í skinnb. 17.00.
Farfuglar, ljóð eftir Gísla Jónsson
9.00; innb. 12.00.
Farfuglar, eftir Rabindranath Ta-
gore 5.00.
Farsæld (lykill lukkunnar) 2.00;
innb. 3.50.
Flugur, e-ftir Jón Thoroddsen 2.00.
Fóstbræður, eftir Gunnar Gunnars-
son 9.00; innb. 13.50.
Framtiðartrúarbrögð, efflr Pekka
Ervast 1.00.
Gamansögur Gröndals (sjá bls. 2),
upphaflega 10.00, nú 5.00; innb.
upphaflega 13.50, nú 7.00; í skinnb.
upphaflega 15.00, nú 8.00.
Hávamál Indíalands, isl. þýðing, eftir
S. Kristófer Pétursson 4.00.
Flillingar, sögur eftir Andrés G. Þor-
mar 4.00; innb. 6.00.
Hvítir hrafnar, eftir Þorberg Þórð-
arson 5.00.
Hvítu dúfurnar, saga 3.25.
írland, söguleg lýsing eftir dr. G.
Chatterton Hill 3.25.
íslensk málfræði, eftir Jak. Jóh.
Smára 5.00.
íslensk tunga í fornöld, eftir Alex-
ander Jóhannsson 16.00, ib. 20.00.
Jarðræktarmál, eftir Metúsalem Ste-
fánsson 4.00; innb. 6.00.
Kaldavermsl, kvæði eítir Jakob Jóh.
Smára (sjá bls. 5), innb. í silki
20.00.
Kenslubók í ensku, eftir W. A. Crai-
gie (sjá bls. 3) 1. hefti 2.00.
Kötlugosið 1918, með myndum og
uppdráttum 2-75-
Lilja, eftir Eystein munk 1.00.
Ljóðfórnir, eltir R. Tagore, innb. í
silki 8.00.
Ljósálfar, sönglög eftir Jón Frið-
finnsson 6.00.
María Magdalena, eftir Jón Thorodd-
s'en 4.00.
Matreiðslubók fyrir sveitaheimili,
eftir Þóru Þ. Grönfeldt, innb. 3.00;
í betra bandi 4.00.
Meðferð ungbarna, eftir Vald. Steff-
ensen 1.00.
Menn og mentir, eftir Pál Eggert
Ólason (sjá bls. 4), I. 15.00; innb.
20.00. II. 20.00; innb. 24.00. III.
22.00; innb.26.00.
Nonni, eftir Jón Sveinsson (sjá bls.
4), innb. 10.00.
Nýir tímar, eftir Axel Thorsteinsson
2.00; innb. 3.00.
Óður einyrkjans, eftir Stefán frá
Hvítadal (isjá bls. 4), upphaflega
20.00, nú 10.00.
Ólikir kostir, og fleiri sögur 1.50.
Orðakver til leiðb. við réttritun, fftir
Finn Jónsson, innb. 2.00.
Radíum, eftir Vald. Steffensen 0.50.
Reykjavíkurförin, eftir Stefán Daní-
elsson 1.00.
Róbinson Krúsóe, með myndum,
innb. 2.25.
Samband mannaberkla og nautgripa-
berkla, eftir S. E. Hlíðar 0.50.
Setningafræði, eftir Jak. Jóh. Smára
ro.oo; innb. 14.00.
Singóalla, eftir Viktor Rydberg 4.00;
innb. 5.50.
Sóknin mikla, eftir Patrek Gillsson
4.00; innb. 7.00.
Sólskinsdagar, eftir Jón Sveinsson.
Eru í prentun. •
Stafrófskver J. J. 3. útg. 1919 1.00.
Stiklur, eftir Sig. Héiðdal 4.00; innb.
S-50.