Nýja konan - 23.02.1932, Síða 2
2
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN
ýtiefir starfað í nærfellt 17 ár
hér í Reykjavík ^og telur full 700
félaga. Þott félagið sé svona fjöl
mennt, eru^sjaldan fleiri en 40 kon-
ur mættar á fundum pess, og oft
miklu færri. I>ess ber að gæta, að
af þessum ^00 konum, eru á annað
hundrað stúlkur, sem ekki eru til
heimilis í Reyk^avík, eru hér við
fiskvinnu eða húsverk nokkurn hluta
ársins, fara síðan heim til s?ui án
þess að gera nokkur skil við félagið
fyr eða síðar.
Félagskonur eru allflestar af-
skiptalaus^r af félagsmálunum. Ser-
staklega^ma þé nefna það, að ungu
vetkaasstúlkurnar, sem í félaginu eru,
koma aldrei, að heita má, á fundi.
Engin þeirra hefir nokkurt það áhuga
mál, aðýxenni þyki það þess vert, að
skýra félagssystrum sínum frá því.
Á fundum hefir verið yætt, hvað til
bragðs eigi^að taka, til þess að fá
stúlkurnar á fundi. Það hefir ekki
nægt að fá nokkra Alþýðuflokksmenn
til að tala á fundum. Eitthvað verð
ur^að gera, vekja þessar ungu verka-
stúlkur til umhugsunar, gera þeim
ljost, að ekki er né^ að vera að
nafninuntil í verkalyðsfélagi, og
gora ekkert annað en vera í samtök-
unum þegar til kaupdeilna kemur.
Kaupdeilan er ef til vill mikils-
verðasta atriðið, en það bæri áreið
anlega meiri áran^ur ef stúlkurnar
væru starfshæfar í fleiru.
Þegar stúlka gengur iiin í félagk
ið,^ er ætlazt til aþ hún sé"verka.skm
stúlka", það er að segja,stundi fisk
vinnu eða vinnukonustörf. Þetta er
storkostlegur misskilningur. Allar
stúlkur, hvort heldur þær vinna í
fiski,^ í verksmiðjum, saumastofum,
eða hárgreiöslustofum, ættu að vera
í eina og sama félagi. Þá yrði þátt
takan meiri og viðfangsefnin víðtæk-
ari. Rætt hefir verið um að gera
öllum þeim stúlkum, sem að fiskverkuh
vinna, skylt að vera í félaginu.
Þessu var lítill gaumur gefinn, enaa
er erfitt að skylda^stúlkur til að
vera í verkakvennafélagi, sem er í
politiskum flokki eins og V.K. Fram-
sékn (Alþýðuflokknum).
Verkastúlkur kvarta yfir kjörum
sínum. Saumanemar geta ekkert sagt,
þétt samningar séu rofnir^í öllum
atriðum, Vinnutíminn er étakmark-
aður, ef svo ber undir, og^þær látn-
ar sauma beina sauma i. 6 mánuði og
eru svo engu nær. Ilárgreiðslustúlk-
ur eru látnar greiða í eftirvinnu
marga klukkutíma fyrir enga borgun.
H”er ætlizt þið til að bæti
kjör ykkar? Það bjéðast engir til
þess. Þið verðið sjálfar að hafa
fyrir því.
Allar verkastú^kur og verkakon-
ur eiga að gerast felagar í V.K.
Framsokn og berjast þar hlið við
hlið fyrir sameiginlegum hagsmunum
sínum og vinna þannig að T
lagið verði raunverulegt
lag verkakvcnna
þvi ^að f é-
baráttufé-
ASV 0& VERKAKONUR.
\
"Neyðiu kennir naktri^konu að
spinna", segir einn talsháttur
borgaranna.
Neyðin þjappar verkalýðnum sam-
an og kennir honum að finna sjálfan
sig, finna það, ^að hjálpi hann sér
ekki sjálfur hjálpar enginn honum.
Þessvegna hefir hann stofnað
ASV, sem hefir það fyrir markmið
að safna verkalýðnum um allt land,-
um allan heim- saman í einn félags-
skap, er hjálpar verkalýðnum í
hverskonar þrengingum hans.
Verkakonur geta hjálpað mikið
til í ASV. Þær geta tekið þátt í
söfnun, í \kemtunum til söfnunar,
fyrst og fremst vgrður verk þeirra
að heimsækja bagstödd heimili,
finna hvar skorinn kreppir að og
stanr.a fVrir úthlutun matvæla og
matartilbimingi á hjálparstöðvum
ASV. r •
ASV hugsar sér að setja á
stofn barnahæli og dagheimili barna.
Þar er étakmarkað starfssvið fyrir
konur úr verkalýðsstétt, sem mæður
og systur geta þær gert þar ómetan-i
legt gagn.
Gangið x ASV og vinnið fyrir
og með því.
en
í ASV
það
MUNIÐ EFTIR ASV