Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 26

Útvarpstíðindi - 27.03.1944, Blaðsíða 26
ég Útvarpstíðindi hafa átt mikinn þátt í að bæta dagskrána, og ekki sízt, með því að ljá hlustend- um rúm í dálkum sínum, sérstaklega þeim, er þekktur er undir nafninu: „Iladdir hlustenda". En svo ég snúi mér nú að þeim dagskrárlið, sem mikið hefur verið rætt um — nefnilega danslög- unum. Undanfarið hel'ur heyrzt í útvarpinu ung- ur píanóleikari, Jóhannes Þorsteinsson að nafni, sem er tvímælalaust snjallasti danslagapíanóleik- ari, sem útvarpið hcl'ur gefið kost á að heyra liingað til. Væri vel, ef hann kæmi sem oftast fram. Illjómsveit Bjarna Böðvarssonar er að vísu góð, en jafnast jió engan veginn á við hljómsveit Þóris Jónssonar. Að vísu eru lil tveir sérstaklega góðir „punktar" i hljómsveit Bjarna, og það eru |>eir Jólmnnes Þorsteinsson og Kjartan Kunólfs- son. Væri gaman el' útvarpið vildi einhvern tím- ann gefa kost á að hluta á úrval l>essara hljóm- sveita, og mundi ég l>á stinga upp á því að það yrði svona: Þórir Jónssón, Vilhjálmur Guðjóns- son, Sveinn Olafsson, Jóhannes Þorsteinsson, Kjartan Bunólfsson og Jóhannes Eggertsson. Mundi þessi hljómsveit, að minu áliti, vera sú heilsteyptasta og bezta danshljómsveit sem völ væri á. Eftirtektarverl er það að danslögin, sem leikin eru þegar Pétur Pétursson er þulur, eru langtum betri en þegar Þorsteinn Stephensen er, þó ég vili ekki af hverju það kann að stafa. — Gaman væri einnig að fá söngplötur i danslaga- timanum með heimsfrægum söngvurum, eins og Bing Crosby, Ink Spots, Andrews sisters o. fl. En það er ekki oft, sem maður heyrir slíkt góð- gæti. Og svo að Iokum óska ég Utvarpstiðindum alls góðs í framtíðinni og bið að fyrirgefa párið. Jóh. L. Kirkjubæjarklaustri. ÚR REYKJAVÍK. Eitt af vinsælustu atriðunum í dagskrá út- varpsins er leikur danshljómsveitar Bjarna Böðv- arssonar. Unga fólkið fylgist óvenju vel með dag- skránni, þegar það á von á leik hennar. Siingv- ararnir eiga líka vinsældum að fagna. En til þeirra verður að gera kröfur, ekki síður en til hljóðfæraleikaranna. Það er leiðinlegt, og lætur illa ! eyrum, þegar farið er skakkt með Ijóð, ckki síður en lag. Hermann Guðmundsson var annar söngvarinn með hljómsveitinni sunnudaginn 1!). marz. Þegar ahnn söng: „A hörpunnar óma" komu tvisvar fram rangfærsiur á ljóðinu, sem er eitt af vin- sælli ljóðum, við danslög, og flestir, sem cru áhugamenn um dans-tónlist, kunna. Hermann söng: „mitt síðasta lag“ fyrir „mitt seiðandi Iag“ og „þá áttu hjarta mitt heiður og hrós“ í stað „þá áttu ást mína heiður og hrós“. Það má að vísu segja, að ekki sér stórlega raskað efni og formi. en við viljum að farið sé rétt með danslagasöngvana ókkar ,ekki síður en vögguljóðið, sem Páll Isólfsson gat um í rabbi sínu, í þættinum „Takið undir“, þetta sama kvöld. Ó. Þ. HVORKI ÁNÆGÐUR MEÐ LEIKRITIN NÉ LEIKENDURNA. Laugardagskvöldið 2(>. febrúar, þegár útvarps- leikritinu var lokið, þá var þolinmæði mín cinnig þrotin og skapsmunir mínir í uppnámi yfir því að bera annað eins á borð fyrir hlustendur, sem þetta þus og þras, er ekki megnar nema skarp- asta heyrn og næmasti skilningur að fylgjast með svona I höfuðdráttum. Ég minnist næstsíðasta leikrits, þá var ég einnig kominn í uppnám eftir fyrsta kaflann og yfirgaf ]>á útvarpið og fékk mér aðra betri dægradvöl. Það er lélegt heimili, sem ekki á völ á betra en því, að berjast við að lilusta á út- varp og heyra aðeins annað og þriðja ln’erl orð. Yfirlcitt liafa mér þótt leikritin leiðinleg í vet- ur — og alveg steinhættur að hlakka til þeirra — aðallega af þessum sömu ástœðum — flutningi þeirra. — Ég efasl ekki um það, að mörg af þeim geti í eðli sínu og að efni til verið góð kvöldskemmtun. Nú er olt talað um fegrun móðurmálsins. Ég fyrir mitl leyti vil lieldur hlusla á hljóðvilltan mann í útvarpinu, sem leitast við að tala skil- merkilega að öðru leyti, lieldur cn þetta leiklistar- mál, sem er ýinist lágt þus og hratt eða þá háir skrækir er stiga upp fyrir alla heyrn, l. d. er það með meiri hátlar geðshræringar svo sem hlátur og grát, að það er svo átakanlega auð- lieyrð uppgerð. Þann 25. febrúar, degi fyrr en umrætt leikrit var leikið, flutti Ilelgi Hjörvar þátt úr útvarps- sögunni. Ilvílíkur reginmunur á efnismeðferð — leiðið hugunn að því leikendur. Eg get þess að viðtækið á bænum hjá mér er gott og skilar vel sæmilega fluttu máli, nema þegar loft- og eða rafmagnstruflanir valda há- vaða og kenni ég ekki leikendum um það. 282 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.