Jazzblaðið - 01.04.1950, Page 18

Jazzblaðið - 01.04.1950, Page 18
Jazz-klúbbur íslands hefur haldið marga fræðslufundi í vetur fyrir með- limi sína. Þar hafa komið fram nokkr- ar hljómsveitir, sem aðeins hafa verið settar saman í því augnamiði að leika þar. Erindi hafa og nokkur verið flutt og ekki hvað þýðingarminnst; þá hafa á hverjum fundi verið leiknar og skýrð- ar út hinar beztu jazzplötur, er völ hef- ur verið á. Nafn klúbbsins, Jazz-klúbbur Islands (en ekki Reykjavíkur), var valið með það fyrir augum að klúbburinn yrði á komandi tímum höfuðmiðstöð jazz- klúbba um allt land. Mundi klúbburinn m. a. gangast fyrir því, að eitthvað af þeim kröftum, er koma fram á fund- um hér í Reykjavík, komi einnig fram hjá klúbbum úti á landi. Er því mikið atriði, að klúbbar verði sem fyrst stofnaðir um land allt. Nú fyrir nokkru var haldinn stofnfundur klúbbs á ísafirði og voru stofnfélagar rúmlega tuttugu. Nánar verður sagt frá klúbbi þessum í næsta blaði. Innan skamms verður klúbbur stofnaður í Vestmannaeyjum, og má gera ráð fyrir að fulltrúi frá Jazzklúbbi íslands verði þar viðstaddur. Leiðin liggur opin fyrir jazzáhuga- menn í öðrum kaupstöðum — Jazz- klúbbur íslands mun aðstoða þá af fremsta megni. Setjið ykkur í samband við hann og aflið ykkur upplýsinga. Hér á eftir eru birt lög Jazz-klúbbs íslands. Stofnendur tilvonandi klúbba geta tekið þau sér til fyrirmyndar, að einhverju leiti. * Lög Jazz-klúbbs Islands 1. Nafn félagsins er „Jazz-klúbbur íslands". SkammstafaÖ J. K. í. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. Tilgangur klúbbsins er að kynna eðli og tilgang jazztónlistarinnar í blöðum og útvarpi og svo öðrum vett- vangi. Svo sem með plötu-sessionum, jam-sessionum og fræðsluerindum. 3. Jazz-klúbbur íslands kýs 5 manna stjórn til eins árs í senn. Formaður er kosinn sérstaklega. Stjórnin kemur sér saman um verka- skiptingu innbyrðis. Úr stjóm skulu ganga tveir menn annað árið og þrír hitt. Kjósa skal tvo varastjórnendur, og taka þeir sæti í stjóminni í þeirri röð, sem atkvæðatala þeirra segir til um. Ennfremur skulu kosnir tveir endur- skoðendur. 4. Aðalfundur skal haldinn í byrjun október ár hvert. Á aðalfundi skal taka þetta fyrir: &) Ársskýrsla stjómarinnar með yfir- 18 Sa.zLUé

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.