Jazz - 01.09.1947, Page 5
Rex Stewakt fæddist árið 1907 í Philadel-
phiu og hefur leikið á Cornet og Trompet
síðan hann var fimmtán ára.
Stewart lék með Daniel Doy’s Melody
Mixers er hann var fimmtán ára en hætti
þar fljótt og lék lengi hingað og þangað þar
til Louis „uppgötvaði" hann árið 1925 er hann
var að leita að manni í sinn stað, en hann var
þá að hætta hjá Henderson.
Það tók Louis níu mánuði að koma Rex
í skilning um að hann væri hæfur til að taka
sæti sitt í hljómsveitinni, og loks lét Rex und-
an og tók tilhoðinu.
Rex vann hjá Henderson nær óslitið til
ársins 1934 er hann kom til Ellingtons, nema
hvað hann var um tima hjá McKinley Cotton
Pickers.
Hjá Ellington varð Rex þar til 1945, er hann
stofnaði eigin hljómsveit. Hann varð brátt
ein aðalauglýsing Ellingtons og Paul Whit-
man, sem er kallaður „King of Jazz“ sagði
Rex Stewarf-
Litli trompetistinn, er varð erftirmað
ur Louis Armstrong.
í tímanum „Hall Of Fame“ í bandaríska út-
varpinu: „Rex Stewart er mesti Jazzistinn
síðan Bix Beiderbecke leið“.
Rex hefur leikið inn á óhemju margar
plötur bæði með eigin grammófónhljómsveit
eða undir stjórn annarra og Charles Edward
segir í „The Jazz Record Book“, „Rex Stew-
art er aldrei hversdagslegur, hann kemur ávalt
á óvart.
I sömu bók segir William Russel um Harry
James: „Tækni James má líkja við tækni
Stewart, en Stewart reynir aldréi að „brilliera"
á tækninni einni.
Stewart bókstaflega fæddist með Cornettið
á munninum og hans mesta ánægja er að
spila, stíll hans hefur breyzt mjög, áður en
hann kom til Ellingtons var stíll hans mjög
einfaldur og mjúkur en nú er hann orðinn
hraður, í lotum og mjög sveigjanlegur.
Rex Stewart hefur leikið hérumbil með
öllum beztu Jazzistum vorra tíma og geta
menn gert sér nokkra hugmynd um það,
með því að kynna sér plötulista þann, er
fylgir á eftir.
Koma Stewarts er mikill tónlistarviðburð-
ur og mun verða í fyrsta skipti, er góð Jazz-
hljómsveit kemur hingað og verður vonandi
til þess að skilningur á Jazz aukist meðal
ungu kynslóðarinnar.
JAZZ 5
L