Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Síða 10

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Síða 10
Fyrstu kynni Bernadotte or Désirée á liiikkum Sisnu. Y/irlil um söguna. liirt vegna margra ósku. Ekkja iiins efnaða silkikaúpmanns Ciary býr í hinu fagra húsi sínu í Marseille, ásamt |>remur hörnum sínum, syninum Etienne Clary, sem er elztur og rekur nú verzlunina; liann er giftur — og dætrunum Júlíu, sem er 18 ára, og Désirée, sem er aðeins 14 ára. Sagan hefst árið 1793, en það er í upphafi stjórnarbyltingarinnar frönsku. Vegna inisskilnings hefur hinn ungi Clary silki- kaupmaður verið fangelsaður og nú fara þær Suzanne kona hans og Désirée á fund lögreglu- stjórans í borginni til þess að reyna að ieiðrétta misskilninginn. En þar er mikil þröng, svo þa;r þurfa lengi aÖ bíða, og þegar þær loks fá áheyrn hefur Désirée sofnað fram á hendur sínar í einni gluggakistunni, 1 ákafanum og gleðinni, vegna þess að Clary liefur þegar verið látinn laus, gleymir Suzanne hinni ungu mágkomi sinni, sem ekki vaknar fyrr en við henni er stuggað, þegar á að fara að loka skrifstofunni. Frammi fyrir Désirée stendur ungur piltur, sem er ritari lögreglustjórans, og spyr hvernig á ferð- um hennar standi. Hún leysir úr þeim spurningum og fer hið bezta á með þeim, verður það úr, að pilturinn heitir Désirée fylgd sinni gegnum borg- ina, því skuggsýnt var orðið. Á leiðeinni heim til Claryfjölskyldúnnar segja þau hvort öðru af liögum sinum. Ilann heitir Joseph Buonaparte og er flóttamaður frá Korsiku, þaðan hefur hann komið ásamt móður sinni og mörgum systkinum. Hann er þeirra elstur., en á einn bróður, sem heitir Napoleon, sem er 24 ára og er þegar orð- inn hershöfðingi i her byltingarmanna. Hann er fyrir þeim bræðrum, en þeir hjálpast að því að vinna fyrir heimili móðurinnar, sem striðir i ströngu með sinn stóra barnahóp, enda þótt öll systkinin séu nú orðin stálpuð. Til að gjalda Joseph fyrir fylgdina býður Désirée honum að koma í heimsókn næsta dag og skal hann þá hafa eldri bróður sinn með sér. Clary silkikaupmaður er nú ekkert hrifinn af þessum kynnum við ókunna ævintýramenn og uppreisnarseggi og vill aflýsa þessu heimboði. Það er þó ekki gert og ‘svo fer-, að liann lætur hrifast af hernaðaráætlunum Napoleons, sem fer ekki dult með fyrirætlanir sinar. — Joseph og Júlia finna hvort annað í rökkri lystigarðsins úti fyrir húsi Clary fjölskyldunnar, en á meðan ræðir Na- poleon við Désirée, segir henni frá framtiðar- draumum sínum og framavonum, sem hún fest- ir þó miður við huga sinn, þvi hún er með hann allan við það, að systir hennar muni nu trúlofast — og sjálfri brennur henni á vörum koss Napofeons. Nú er efnt til brúðkaups þeirra Júliu og Jós- ejihs — en í leyni hittast þau Napoleon og Desirée og unnast hugástum. En hún getur ekki sætt sig við hernaðardrauma mannsefnis sins. Hún vill miklu fremur að hann verði hluthafi í verzlun fjölskyldunnar svo hann geti orðið öllum stund- um hjá henni. Þessi hugsunarháttur særir hinn stolta Napoleon. En byltingarbræður Napole- ons eru valtir í sessi. Nýjir menn taka við og hinn ungi Korsíkuhershöfðingi kemmst í ónáð og er settur i fangelsi. En þótt veraldargengi hans hraki i bili snýr Desérce ekki við honum bakinu, hún gerir tilraun til að fá hann látinn lausan, og er það þó ekki áhættulaust, engu f®r 10 OTVARPSTlÐINIDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.