Prentarinn


Prentarinn - 01.03.1910, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.03.1910, Blaðsíða 1
Ð PRENTARINN I. AR MARS 1910 í 2. BL.'S) ---------' ■ —^ . HAGSMUNALEIÐ. Það er alkunna, að prentarar hér í bæ ■eru llestum mönnum félagslyndari, og svo samrýmdir, að segja má með réttu, að peir séu heimagangar hver lijá öðrum. Og á félagsfundum sínum ræða þeir mál sin með áhuga og festu og þreytast sjaldan á, að leita að nýjum leiðum, er hugsanlegar eru til heiðarlegra hagsmuna. En þrátt fyrir þetta, er nú var sagt, hefur þeim liingað til sést alveg yflr það mikils- verða hagsmunamál, að leita uppi ráð til þess, að láta sér verða sem mest úr slcild- ingunum og fá innkaup á daglegum nauð- synjurn sinum með sem bestum kjörum. Um þetta liafa þeir, mér vitanlega, aldrei liugsað í sameiningu — og má það heita merkilegt. Og óhætt er að fullyrða, að einmitt af þessum ástæðum séu þeir búnir að tapa svo hundruðum króna skiftir umliðin ár. Peir hafa verslað við jafnmarga kaup- menn og þeir sjálfir eru margir. Þetta er stórskaði! Ef nú prentarar sameinuðu sig, helst allir, um það, að versla við einn kaupmann, er hefði góðar vörur og nóg úr að velja, sem væri greiðfær í viðskiftum og góður við að eiga, og sýndu honum aftur á móti alla skil- visi og áreiðanleik i viðskiftunum — þá er jeg liárviss um, að þeir mundu komast að svo góðum kaupum, að þeir græddu stórfé samtals á hverju ári. Eða hvað segja prentarar um þetta? Er það ekki umhugsunarefni, sem vert er að hyggja að með alvöru? Eg segi jú! Og fyrir löngu er tími til þess kominn, að leita fj'rir sér í þessa átt, í sameiningu, í stað þess að labba með peningana í sína búðarholuna hver. Eg vík að þessu hér til þess, ef þeir af okkur, sem eru liagkvæmnismenn — en það viljum við allir vera — vildu hreyfa málinu, annaðhvort á Prentarafélagsíundi, eða þá á sérstökum málfundi. Ií. B. PRENTARAFÉLAGIÐ 1897-1910 (stutt yíirlit). ÁriÖ 1900 verða formannsskifti í félaginu; Guðm. Magnússon kosinn i stað Porv. Por- varðssonar, er gengt liafði því starfi frá því er félagið var stofnað, ritari og gjaldkeri endurkosnir (A. S., Fr. G.). Atvinnuleysisstyrktarsjóðsmálið er efst á dagskrá félagsins mestan liluta ársins; lög fyrir sjóðinn samin og eru þau samþ. 1. apríl. Er siðau sótt um lej'íi til tombóluhalds fyrir hann, en þótt undarlegt megi virðast, fékkst það ekki. Getur bæjarfógeti þess, í bréli til félagsins 1. júli, »að liann sjái ekki næga ástæðu til að veita því lejdi til að halda tombóiu á næsta hausti til þess að stofna atvinnustjTrktarsjóð«. Par með var girt fyrir það, að unt j'rði að koma sjóðnum á fót á þessu ári, og ástæður félagsmanna þannig, að þeir gátu ekki lagt á sig aukin útgjöld. Var nú félagið fjárhagslega illa statt, og varð að taka peningalán hjá Sjúkrasjóðnum til þess að stvrkja atvinnulausa félaga sina.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.